„Ég var rosalega brotin fyrst. Og mér fannst ég ekki vera eins mikil kona og áður,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, sem var 25 ára þegar hún fékk fyrsta skallablettinn. Síðan þá hefur hún gengið í gegnum erfiðar tilfinningar sem tengjast sjálfsmynd þeirrar konu sem missir hárið.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Þetta var alveg að fara með mig
Hjördís Guðmundsdóttir er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia areata sem veldur því að hún missir hárið. Hún segist fyrst hafa verið mjög brotin og ekki fundist hún eins mikil kona og áður; henni fannst hún missa kvenleikann við að missa hárið. Henni finnst það ekki lengur. Hjördís segir að hún sé sterkari í dag en áður.
Athugasemdir