Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þetta var alveg að fara með mig

Hjör­dís Guð­munds­dótt­ir er með sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm­inn Al­opecia areata sem veld­ur því að hún miss­ir hár­ið. Hún seg­ist fyrst hafa ver­ið mjög brot­in og ekki fund­ist hún eins mik­il kona og áð­ur; henni fannst hún missa kven­leik­ann við að missa hár­ið. Henni finnst það ekki leng­ur. Hjör­dís seg­ir að hún sé sterk­ari í dag en áð­ur.

Þetta var alveg að fara með mig

„Ég var rosalega brotin fyrst. Og mér fannst ég ekki vera eins mikil kona og áður,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, sem var 25 ára þegar hún fékk fyrsta skallablettinn. Síðan þá hefur hún gengið í gegnum erfiðar tilfinningar sem tengjast sjálfsmynd þeirrar konu sem missir hárið.

„Ég hafði ekkert miklar áhyggjur af þessu; ég var þá búin að eignast þrjú börn og barneignum getur oft fylgt mikið hárlos og það geta alveg komið svona blettir. Ég fór reyndar til læknis út af þessu og fékk steraáburð og þetta gekk til baka. Hárið fór svo að þynnast í hnakkanum þegar ég var 32 ára. Það fóru að koma litlir blettir sem stækkuðu. Svo fór að vaxa hár í þeim og þá fóru að myndast blettir annars staðar. Svona var þetta í mörg ár þar sem kom hver bletturinn á fætur öðrum, þeir stækkuðu, hárið óx aftur í þeim og stundum náðu þeir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Konur sem missa hárið

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu