Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vill meira en tíst vegna Ísraels

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segi ís­lensk stjórn­völd verða að stíga fast­ar til jarð­ar og for­dæma hern­að­ar­að­gerð­ir Ísra­els­hers gegn Palestínu­mönn­um.

Vill meira en tíst vegna Ísraels
Flytja særða á brott Plastínskir sjúkraliðar flytja særða á brott eftir átök ísraelskra öryggissveita við palestínska mótmælendur. Mynd: Ahmad GHARABLI / AFP

Þögn íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Ísraelshers á Gaza-svæðinu og átakanna í Jerúsalem er ekki viðundandi að mati Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Einu viðbrögðin sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum eru tíst Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra þar sem hann lýsir miklum áhyggjum af ástandinu.

Mikil ókyrrð hefur verið í Austur-Jerúsalem síðustu daga, en föstumánuðurinn Ramadan er nú að renna sitt skeið. Af því tilefni komu tugir þúsunda Palestínumanna saman síðastliðinn föstudag í Al-Aqsa moskunni. Eftir athöfn hófust mótmæli til stuðnings Palistínumönnum á landtökusvæðum. Í átökum milli ísraelskrar lögreglu og Palestínumanna særðust hátt í 200 Palestínumenn. Átök héldu áfram og á fjórða hundrað manns særðust í átökum við moskuna í gær.

Palestínumenn hafa skotið tugum flugskeyta frá Gaza-ströndinni yfir til Ísraels frá því í gær. Ísraelsher hefur brugðist við með loftárásum á Gaza sem hafa að sögn yfirvalda þar kostað tuttugu manns lífið, þar af níu börn. Þá eru tugir særðir eftir loftárásirnar. Ástandið á svæðinu þykir afar alvarlegt og hafi ekki verið verra frá árinu 2017.

Minnir á sérstakt samband Íslands við Palestínu

Rósa Björk minnir í færslu á Facebook á að í júní á síðasta ári hafi þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu í utanríkismálanefnd Alþingis lýst áhyggjum sínum af fyrirætlunum nýrrar ríkisstjórnar Ísraels um innlimun á svæðum Palestínumanna og áhrifum þess á átök milli Palestínumanna og Ísraela. Sú áætlun bryti í bága við alþjóðalög. Ásamt Rósu Björk skrifuðu þau Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Smári McCarthy, þingmaður Pírata undir áskorun þar sem untaríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands voru hvött til að beita sér með ákveðnum og skýrum hætti „fyrir friðsamlegri lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og að koma því skýrt á framfæri við ísraelsk stjórnvöld að áform þeirra gagnvart Palestínu séu óviðunandi.  Ísland hefur alltaf stutt tveggja ríkja lausnina og ber ávallt að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt og að diplómatískum og friðsamlegum leiðum sé beitt í deilum Ísraela og Palestínumanna. Það er söguleg nauðsyn nú sem aldrei fyrr.“

„Þögn íslenskra stjórnvalda er ekki viðunandi“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Í færslu Rósu Bjarkar nú bendir hún á að staðan hafi versnað mjög til hins verra frá því þingmennirnir fjórir sendu frá sér áskorunina í fyrra. „Ég sakna þess mjög að sjá ekki afdráttarlausari og skýrari skilaboð um afstöðu ríkisstjórnar Íslands um að fordæma hernaðaraðgerðir Ísraelshers gagnvart saklausum borgurum Palestínu,“ skrifar Rósa Björk.

Rósa Björk undirstrikar einnig hið sérstaka samband sem Ísland eigi við Palestínu, verandi fyrsta vestræna ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi Palestínu árið 2011. „Íslandi ber ávallt að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt og að diplómatískum og friðsamlegum leiðum sé beitt í deilum Ísraela og Palestínumanna. Atburðir síðustu daga hafa sýnt að nú er nauðsyn sem aldrei fyrr. Þögn íslenskra stjórnvalda er ekki viðunandi og ein færsla á Twitter nægir ekki sem viðbrögð við svo grafalvarlegri stöðu.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár