Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frétti af eigin uppsögn í sjónvarpsviðtali

Guð­björg Thor­sen hafði starf­að í um það bil átta ár fyr­ir Hjálp­ræð­is­her­inn á Ak­ur­eyri þeg­ar henni var sagt upp með óvenju­leg­um hætti. Hún horfði á sjón­varps­við­tal við konu sem var titl­uð fyr­ir starfi Guð­bjarg­ar sem þá var í veik­inda­leyfi.

Frétti af eigin uppsögn í sjónvarpsviðtali
Saknar þess að vera sjálfboðaliði Guðbjörg segist sárna það að fá ekki lengur að vinna sem sjálfboðaliði. Mynd: Jón Ingi

Guðbjörg Thorsen var í veikindaleyfi þegar henni var sagt upp störfum hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins á Akureyri. Guðbjörg komst að því að henni hefði verið sagt upp þegar hún horfði á viðtal á sjónvarpstöðinni N4 við konu sem titlaði sig sem verslunarstjóra Hertex en það var staðan sem Guðbjörg hafði sinnt árum saman og stóð í þeirri trú að hún myndi sinna áfram. Þremur vikum síðar afhenti nýji verslunarstjórinn Guðbjörgu uppsagnarbréf sem myndi taka gildi næsta virka dag. Umsjónarmaður Hertex verslananna, Hannes Bjarnason, vill ekki tjá sig um málið.

Það var árið 2012 sem Guðbjörg Thorsen bauð sig fram sem sjálfboðaliða í verslun Hertex á Akureyri, verslun á vegum Hjálpræðishersins. Hún hafði ákveðið að verða sjálfboðaliði fyrst og fremst til að losna úr félagslegri einangrun sem hún bjó við á þeim tíma en svo langaði henni að geta gefið af sér til samfélagsins. Í fjögur ár eða allt til ársins 2016 gaf hún tíma sinn í þágu starfsins en var síðan boðið að verða verslunarstjóri í fjörutíu prósent stöðu sem hún sinnti allt til ársins 2021.

Fór í veikindaleyfi vegna álags 

Þann fjórða janúar á þessu ári fór Guðbjörg í veikindaleyfi sökum mikils álags sem hún hefur upplifað í starfi. Það höfðu komið upp miklir erfiðleikar í samskiptum við annan starfsmann sem varð til þess að hún varð að eigin sögn að fara í veikindaleyfi. „Það var mikið álag þarna. Það var eitt skemmt epli í körfunni sem olli því álagi,“ segir Guðbjörg í samtali við Stundina. Tveimur dögum síðar var henni tilkynnt á fundi að Hertex myndi ráða starfsmann í afleysingar á meðan hún myndi vera í veikindaleyfi.

Sagt upp í veikindaleyfiRétt áður en Guðbjörg átti að snúa til baka úr veikindaleyfi var henni tilkynnt að annar verslunarstjóri hafi verið ráðin í hennar stað

Sagt upp í sjónvarpsviðtali 

Hún vildi þó ekki vera of lengi frá en hún hafði tilkynnt yfirmönnum sínum strax í febrúarmánuði að hún vildi snúa aftur til vinnu í mars, hún væri tilbúin að koma aftur.

Áður en hún hafði tækifæri til þess að snúa til baka úr veikindaleyfi var henni sagt upp. Það voru þó ekki yfirmenn hennar til margra ára sem tilkynntu henni um uppsögnina heldur komst hún að því að það væri búið að láta hana fara þegar viðmælandi í viðtali á N4 kynnti sig sem nýjan verslunarstjóra Hertex á Akureyri og að hún hefði tekið við stöðunni frá áramótum eða um það leyti sem Guðbjörg fór í veikindaleyfi. Viðtalið birtist þann 3. febrúar, tæpum mánuði eftir að Guðbjörg fór í veikindaleyfi. „Þegar ég horfði á viðtalið ákvað ég að segja ekki neitt við mína yfirmenn því ég hélt að þetta hlyti að vera einhver vitleysa,“ segir Guðbjörg. 

„Ég sakna þess rosalega að vinna fyrir Hjálpræðisherinn“
Guðbjörg Thorsen

Um það bil þremur vikum eftir að viðtalið við nýja verslunarstjórann birtist, eða um mánaðarmótin febrúar, mars, afhenti nýji verslunarstjórinn Guðbjörgu uppsagnarbréf. „Hún kom með uppsagnarbréfið heim til kærasta míns. Hún hafði reynt að koma heim til mín en ég var ekki heima og hún spurði börnin mín hvar ég var og þau tjáðu henni að ég væri í næsta hreppi hjá kærastanum mínum. Þá kom hún þangað og afhenti mér bréfið. Þetta var síðasta föstudaginn í mánuðinum og uppsögnin átti að taka gildi 1. mars eða mánudaginn þar á eftir,“ segir Guðbjörg. 

Sagt upp af nýja verslunarstjóranumGuðbjörg segist óska þess að fyrrum yfirmenn hennar til margra ára hefðu sjálfir sagt henni upp í stað þess að manneskjan sem tók við stöðu Guðbjargar hefði gert það.

Erfiðast að geta ekki starfað

Guðbjörg segir að henni sárni mest að fá ekki lengur að vinna. „Ég sakna þess rosalega að vinna fyrir Hjálpræðisherinn. Ég gaf líf mitt og sál í þetta starf,“ segir hún en að mati Guðbjargar var stærsti þátturinn í sjálfboðavinnu að koma sér úr félagslegri einangrun því sem öryrki gat hún ekki unnið fulla vinnu og því hentaði starfið í Hertex hennar lífi afar vel. 

Þá var Guðbjörg einnig sár út í fyrrum yfirmenn sína sem hún hefði óskað að hefðu sagt henni upp sjálfir. „Ef að minn yfirmaður hefði talað við mig, bara feisað mig, þá hefði ég getað séð fyrir mér að halda áfram í sjálfboðaliðastarfi eins og einu sinni til tvisvar í viku. Ég hefði alveg skilið að þau hefðu þurft að láta mig fara og ráðið einhvern í hundrað prósent starf því ég gat bara verið í fjörtíu prósentum. Ég hefði skilið það ósköp vel, ég hefði bara viljað að þeir hefðu feisað mig svo ég hefði getað haldið áfram að gefa af mér,“ segir hún. 

Verslunarstjóri í HertexGuðbjörg bauð sig fyrst fram sem sjálfboðaliða fyrir Hertex á Akureyri árið 2012 en það var hennar leið að rjúfa félagslega einangrun sem hún bjó við á þeim tíma

Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna

Aðspurður um það af hverju Guðbjörgu Thorsen var sagt upp í veikindaleyfi og af hverju hún heyrði fyrst af uppsögn sinni í viðtali á N4, segir Hannes Bjarnason, umsjónarmaður Hertex fyrir hönd Hjálpræðishersins, að Hertex geti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. 

Hannes segir að nýji verslunarstjórinn hafi verið ráðinn 6. janúar eða tveimur dögum eftir að Guðbjörg fór í veikindarleyfi. Aðspurður um það hvernig stóð á því að nýji verslunarstjórinn afhenti Guðbjörgu uppsagnarbréf segir hann að „verkferlar okkar gera ráð fyrir því að verslunarstjóri hafi umsjón með öðrum starfsmönnum einingarinnar. 

Þá leitaði Stundin einnig svara við því af hverju Guðbjörgu var afhent uppsagnarbréfið þremur vikum eftir að nýji verslunarstjórinn kynnti sem slíkan í sjónvarpsviðtali en Hannes endurtók að ekki væri hægt að tjá sig um einstaka starfsmenn. Uppsögnina sagði hann samkvæmt venju hafa verið afhent fyrir mánaðamót og að uppsagnafresturinn sé í samræmi við ákvæði kjarasamninga en eins og áður hefur komið fram var Guðbjörgu afhent bréfið á föstudegi og það tók gildi mánudaginn þar á eftir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár