Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, ólst upp í sveit með fimm systkinum. Í hvert sinn sem hún fékk að heimsækja ömmu sína og afa, sem bjuggu innar í sveitinni, var það eins og að fá að fara í sumarfrí, en þar dvaldi hún í eina til tvær vikur á hverju ári um árabil. „Þá upplifði ég mikla hamingju af því að þar var svo mikil ró. Og kyrrð. Í dag búum við við svo mikinn hraða. Allir eru á fleygiferð og þá skiptir máli að taka sér tíma til að anda.“
Náttúran hefur einnig mikið að segja en Þuríður segir að það veiti sér mikla hamingju að vera úti í fallegri náttúru, taka inn litina í umhverfinu, hlusta á náttúruna og finna fyrir kyrrðinni. „Ég fer þó minna út í náttúruna en áður vegna fötlunar minnar,“ segir hún.
Sá hvað pirringur var tilgangslaus
Hún segir að viðhorf sitt til …
Athugasemdir