Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“

Frétta­fólk á Rík­is­út­varp­inu er harð­ort um úr­skurð siðanefnd­ar RÚV sem kvað á um al­var­legt brot Helga Selj­an, frétta­manns Kveik, gagn­vart Sam­herja. Fé­lag frétta­manna krefst þess að úr­skurð­ur­inn verði end­ur­skoð­að­ur vegna stað­reynda­villu.

„Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“
Skrifstofur Ríkisútvarpið Stjórn Félags fréttamanna fullyrðir að villa sé í úrskurði siðanefndar RÚV og vill að málið verði tekið upp að nýju. Mynd: Kristinn Magnússon

Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélags fréttafólks Ríkisútvarpsins, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um úrskurð siðanefndar Ríkisútvarpsins í kæru útgerðarfélagsins Samherja gegn ellefu starfsmönnum í 45 liðum. „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd,“ segir í yfirlýsingu stjórnar félagsins, sem send hefur verið til fjölmiðla. 

Samherji kærði starfsmenn RÚV meðal annars fyrir að „læka“ færslur og deila efni á Facebook, í mörgum tilfellum svörum við ásökunum og umkvörtunum Samherja. Niðurstaða nefndarinnar var að Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, einn þriggja þeirra sem fjölluðu um mútugreiðslur Samherja til embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu, hefði framið „alvarlegt“ brot á siðareglunum með því að segja sína persónulegu skoðun og „tala niður til“ stjórnenda Samherja með háði, meðal annars með því að kalla forstjórann „gæsk“ og segja hann „ballanseraðan“. Helga er, samkvæmt siðareglum RÚV, óheimilt að tjá sína „persónulegu afstöðu“.

Vöruðu við banni á tjáningu

Sú grein siðareglna starfsmanna Ríkisútvarpsins sem Helgi var fundinn sekur um að brjóta bannar fréttafólki í reynd að taka þátt í þjóðfélagsumræðu: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á.m. á samfélagsmiðlum.“

„Siðareglur RÚV voru mjög umdeildar um leið og þær voru settar. Fjölmargir töldu að með ákvæði um samfélagsmiðla væri brotið gegn tjáningarfrelsi starfsmanna. Einnig hefur verið bent á að hægt væri að misnota siðareglurnar til að reyna að koma höggi á starfsmenn. Hvort tveggja hefur nú sannast,“ segir í yfirlýsingu Félags fréttamanna.

Samherji leggur fram kröfu

Þá varar félagið við því að Samherji hefur þegar lagt fram kröfu, byggða á niðurstöðu siðanefnd, um að Helgi Seljan fjalli ekki lengur um málefni Samherja og verði formlega áminntur. „Stjórnendur Samherja hafa þegar notað niðurstöðu siðanefndar til að krefjast þess að viðkomandi fréttamaður, Helgi Seljan, fjalli ekki um málefni fyrirtækisins og að hann verði áminntur. Stjórnendur RÚV hafa sem betur fer borið gæfu til að segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á störf hans. Stjórn Félags fréttamanna tekur fram að Helgi hefur ásamt samstarfsmönnum sínum, Aðalsteini Kjartanssyni og Stefáni Drengssyni, unnið þrekvirki í að fjalla um málefni Samherja og dótturfélaga þess og ásakanir um ólöglegt athæfi í starfsemi félaganna erlendis. Allur fréttaflutningur þeirra af málinu hefur byggst á þrotlausri og vandaðri vinnu og ítarlegum rannsóknum. Stjórnendur Samherja hafa kosið að svara ekki spurningum og koma skoðun sinni ekki á framfæri eins og þeim hefur ítrekað verið boðið að gera. Þess í stað hafa þeir birt áróðursmyndbönd og veffærslur þar sem veist er að þeim sem segja fréttirnar, einkum og sér í lagi Helga, með innstæðulausum ásökunum.“

Félagið fer fram á endurskoðun úrskurðarins

Meðal ummælanna sem Samherji kærði og siðanefnd segir að hafi verið alvarlegt brot á siðarerglum er Facebook-færsla Helga Seljan sem snýr að öðru fyrirtæki en Samherja. Þetta segir stjórn Félags fréttamanna að sé „augljós og vandræðaleg staðreyndavilla“.

„Nefndin undirstrikar fyrrnefnd ummæli sem hún segir til marks um að ummælin séu meðal þeirra sem hún gerir einkum athugasemdir við. Þessi niðurstaða er sérstaklega merkileg í ljósi þess að bæði í svörum Helga Seljan og lögmanns Samherja til nefndarinnar kom fram að ummælin snúast ekki um Samherja. Það vekur spurningar um hversu vel nefndin kynnti sér gögn málsins. Ekki er nóg með að villan sé augljós og vandræðaleg heldur hlýtur hún að kalla á endurskoðun úrskurðarins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár