Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi

Vísi­tala leigu­verðs er nú 3,2 pró­sent­um lægra en fyr­ir ári síð­an. Lækk­un milli janú­ar og fe­brú­ar nem­ur 1,5 pró­sent­um.

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi
Leiguverð lækkar Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi. Mynd: Shutterstock

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið stiglækkandi síðustu tólf mánuði og er vísitala leiguverðs nú 3,2 prósentum lægra en fyrir ári síðan. Leita þarf aftur til júlímánaðar árið 2019 til að finna lægri vísitölu, utan eins mánaðar.

Þjóðskrá Íslands birtir vísitölu leiguverðs, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs leiguhúsnæðis, og var hún 197,5 stig í febrúar síðastliðnum. Það er lækkun um 1,5 prósent milli mánaða og síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 2 prósent. Vísitalan miðast við grunnpunktinn 100 frá því í janúar 2011.  

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hóf að lækka í mars 2020. Í janúar og febrúar það ár var vísitala leiguverðs 204 stig en tók dýfu í mars og mældist þá 201,8 stig. Lækkunin hélt áfram og lægst fór vísitalan í maí síðastliðnum, niður í 195,3 stig. Leiguverð fór svo aftur hækkandi síðari hluta seinasta árs og allt fram til desember mánaðar síðastliðins þegar hún mældist 201,9 stig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár