Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mötuneyti Íslandsbanka fær umhverfisvottun

Kaffi­stofa Sam­hjálp­ar fær 65 þús­und mál­tíð­ir gef­ins frá mötu­neyt­inu á ári hverju. Fyr­ir­hug­að er að selja allt að 35% hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Mötuneyti Íslandsbanka fær umhverfisvottun
Svansvottun veitt Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, ásamt Ríkhjarði Gústavssyni, deildarstjóra Dalsins, og Elvu Rakel Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Svansins. Mynd: Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur tilkynnt að mötuneyti Íslandsbanka, sem heitir Dalurinn, hefur hlotið Svansvottun. 

Meðal þess sem starfsfólk mötuneytisins hefur unnið að er að koma í veg fyrir matarsóun með mælingum og aðgerðum. Starfsfólkið kom á fót samstarfi við Kaffistofu Samhjálpar sem fær gefins yfir 65 þúsund máltíðir á ári. Á vef Samhjálpar kemur fram að félagið gefi allt að 200 máltíðir á dag, sem nemur um 73 þúsund máltíðum.

Mötuneytið nýtir nú eingöngu umhverfisvottuð efni í eldhúsi, hefur aukið innkaup á lífrænum matvælum og flokkar og endurvinnur allan úrgang.

„Með þessu framtaki sýnir Íslandsbanki gott fordæmi og samfélagslega ábyrgð samhliða því að framfylgja sjálfbærnistefnu bankans,“ segir í yfirlýsingu Umhverfisstofnunar.

Íslandsbanki er í eigu íslenska ríkisins, eins og Landsbankinn að 98% hluta. Í desember tilkynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að stefnt væri að sölu á eignarhlut ríkisins, samkvæmt tillögu Bankasýslu ríkisins. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis lagði formlega til við fjármálaráðherra að allt að 35 prósenta eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur. Samkvæmt tillögu nefndarinnar átti enginn einn þátttakandi í útboðinu að eignast meira en 2,5 til 3 prósent í bankanum. Samfylkingin, Miðflokkurinn og Píratar eru andvíg sölunni, en Samtök atvinnulífsins hafa fagnað fyrirhugaðri sölu.

Íslandsbanki hefur vakið umtal með róttækri sjálfbærnisstefnu. Meðal annars hefur bankinn boðað að innkaup muni ráðast að hluta af jafnréttisstefnu birgja. Meðal annars tilkynnti bankinn árið 2019 að hann myndi hætta að auglýsa hjá fjölmiðlum sem byggju við kynjahalla í starfsliði og vali á viðmælendum.

Svansvottun er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem komið var á laggirnar af Norrænu ráðherranefndinni 1989. Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum og þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvæna kosti.

Hér má sjá lista yfir svansvottaða þjónustu. Meðal 42 fyrirtækja á Íslandi sem fengið hafa Svansvottun eru Krónan, Kaffitár, Mötuneyti Landsbankans, Reitir, Tandur, Mötuneyti Landspítalans og Ísafoldarprentsmiðja. Þess utan hafa um 30 þúsund vörur á Norðurlöndunum fengið Svansvottun.

Kröfur fyrir Svansvottun fela meðal annars í sér að skoða allan lífsferil vara, setja strangar kröfur um notkun skaðlegra efna, flokkun og lágmörkun úrgangs og tryggja að ekki séu notuð þekkt hormónaraskandi eða krabbameinsvaldandi efni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár