Íslenskt námsfólk er ekki tryggt fyrir atvinnuleysi og efnahagsþrengingum þrátt fyrir að gjöld af vinnuframlagi þeirra renni í atvinnuleysistryggingasjóð. Einstaklingur sem vinnur 100% starf með námi á ekki rétt á greiðslum úr atvinnuleysistryggingasjóði missi hann skyndilega vinnuna. Á sama tíma hefur námslánakerfið verið gagnrýnt fyrir takmarkaða framfærslu, lágt frítekjumark og engan sveigjanleika. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við stúdenta sem berast í bökkum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Þrjár þeirra segja efnahagslegan veruleika námsins hafa gert þær fjárhagslega háðar mökum sínum.
Réttarleysi stúdenta í efnahagshremmingum
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði út í stöðu stúdenta í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í vikunni. „Það sem er kannski merkilegast er að það kemur fram hjá stúdentum að frá 1. janúar 2010 hafa stúdentar, með lögum um atvinnuleysisbótarétt, greitt 4 milljarða í atvinnuleysistryggingagjöld án nokkurs bótaréttar, 4 milljarðar er niðurstaða útreikninga og þess vegna gera stúdentar skýrar kröfur um sanngjörn og viðunandi kjör hjá Menntasjóði námsmanna …
Athugasemdir