Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19

Ár­ið 2020 var merki­legt fyr­ir margra hluta sak­ir en ekki síst fyr­ir það hversu ná­læg­ur dauð­inn varð sam­fé­lag­inu í heild sinni. Aldrei áð­ur hafa borist jafn marg­ar til­kynn­ing­ar í sjón­varp­inu af dauðs­föll­um og hvað þá með svo stuttu milli­bili yf­ir svo lang­an tíma.

Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Sjúkrahúsprestur Eysteinn klæðist aldrei prestskraga í vinnu sinni á spítalanum nema ef hann þarf að skíra börn sem munu ekki lifa lengi eða þegar hann giftir fólk rétt fyrir andlát þeirra. Hann segir sjúklingana hræðast kragann, kraginn þýði að þeirra tími sé mögulega kominn. Mynd: Davíð Þór

Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa okkur borist jafn margar sjónvarpaðar tilkynningar af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma. 

Dauðinn var misnálægt okkur öllum á þessu fordæmalausa ári sem leið nýlega undir lok, en Eysteinn Orri Gunnarsson, prestur á Landspítalanum, komst í snertingu við dauðann alla daga, allar vikur ársins.

Aðspurður hvort dauðinn hafi færst nær honum í sínu starfi á síðasta ári segir hann: „Það er ekki spurning,“ segir Eysteinn en hann starfar á öllum deildum spítalans og starfs síns vegna hefur hann átt í gríðarmörgum samtölum um dauðann á tímum heimsfaraldursins.

Dauðinn á göngum krabbameinsdeildarinnar

Hann minnist fyrst á krabbameinsdeildina þar sem hann starfar daglega. „Ég starfa sem sjúkrahúsprestur á krabbameinsdeildunum á spítalanum þar sem sjúklingarnir eru auðvitað sérstaklega viðkvæmur hópur. Þar er fólk …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dauðans óvissa eykst

Veturinn kom þennan dag
ViðtalDauðans óvissa eykst

Vet­ur­inn kom þenn­an dag

Á hálfu ári missti Guð­laug Guð­munda Ingi­björg Berg­sveins­dótt­ir móð­ur sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlað­ast upp í lífi henn­ar en þrátt fyr­ir það sagði lækn­ir henni, þeg­ar hún loks leit­aði að­stoð­ar, að hún væri ekki að kljást við þung­lyndi því hún hefði svo margt fyr­ir stafni. Nú þeg­ar þrjú ár eru lið­in síð­an áföll­in riðu yf­ir er hún enn með höf­uð­ið fast í hand­bremsu, eins og hún lýs­ir því sjálf.
„Við syrgjum af því að við elskum“
ViðtalDauðans óvissa eykst

„Við syrgj­um af því að við elsk­um“

Ótíma­bær dauðs­föll geta reynst að­stand­end­um erf­ið og ýft upp til­finn­ing­ar á borð við reiði, að sögn sál­fræð­ings sem sér­hæf­ir sig í að­stoð við syrgj­end­ur. Hún legg­ur áherslu á mik­il­vægi sam­skipta og var­ar við „ráða­góða ró­bótn­um“. Ótti við dauð­ann er stund­um fylgi­fisk­ur kvíðarösk­un­ar og Covid-19 far­ald­ur­inn get­ur gert hana erf­ið­ari.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár