Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa okkur borist jafn margar sjónvarpaðar tilkynningar af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
Dauðinn var misnálægt okkur öllum á þessu fordæmalausa ári sem leið nýlega undir lok, en Eysteinn Orri Gunnarsson, prestur á Landspítalanum, komst í snertingu við dauðann alla daga, allar vikur ársins.
Aðspurður hvort dauðinn hafi færst nær honum í sínu starfi á síðasta ári segir hann: „Það er ekki spurning,“ segir Eysteinn en hann starfar á öllum deildum spítalans og starfs síns vegna hefur hann átt í gríðarmörgum samtölum um dauðann á tímum heimsfaraldursins.
Dauðinn á göngum krabbameinsdeildarinnar
Hann minnist fyrst á krabbameinsdeildina þar sem hann starfar daglega. „Ég starfa sem sjúkrahúsprestur á krabbameinsdeildunum á spítalanum þar sem sjúklingarnir eru auðvitað sérstaklega viðkvæmur hópur. Þar er fólk …
Athugasemdir