Stundin ræddi við konu sem vegna fátæktar, verður ein með barni sínu um jólin. Konan, sem segist skammast sín fyrir að vera fátæk, verður hér eftir kölluð Auður.
Hún situr við eldhúsborðið heima hjá móður sinni, en hún heimsækir hana reglulega og gefur henni mat og félagsskap. Í augum hennar má sjá þreytu og tár sem hún hefur sig alla við að halda aftur af.
Hún kvíðir jólunum, en einna mest kvíðir hún því að á aðfangadag renni upp sú stund að sjö ára dóttir hennar átti sig á því að hún fái ekki jólagjöf frá henni. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra fyrir henni að ég hafi ekki efni á jólagjöf,“ segir Auður og augu hennar fyllast af tárum sem fá ekki að leka niður kinnar hennar. Hún hefur lært í gegnum tíðina að halda aftur af þeim, halda andliti.
Það er augljóst að börnin eru henni …
Athugasemdir