Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

2020: Annus horribilis

Ár­ið sem er að líða hef­ur ver­ið meira en lít­ið við­burða­ríkt á heimsvísu og oft­ast ekki á góð­an hátt. Far­sótt­ir, póli­tísk átök og hörm­ung­ar settu svip sinn á 2020 um all­an heim og eftir­köst­in eiga enn eft­ir að koma í ljós.

Janúar

Strax í upphafi árs fóru að berast tíðar fréttir af nýju og banvænu afbrigði kórónaveiru sem greinst hafði í Wuhan í Kína og var farin að berast á milli fólks. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýsti því yfir í janúar að Covid-19, eins og sjúkdómurinn átti eftir að vera kallaður, væri alþjóðlegt heilsufarsvandamál sem kallaði á samhent viðbrögð. Þess í stað fóru ríki heimsins fljótt í skotgrafir, skiptust á ásökunum innan WHO og vonuðust einfaldlega til að faraldurinn yrði að mestu staðbundið vandamál.

Upphaf faraldursHlífðarfataklæddir menn standa vörð um mann sem lést af völdum Covid-19 30. janúar í kínversku borginni Wuhan.

Grunur lék á að heilbrigðisyfirvöld í Kína hefðu gert lítið úr vandanum með ónákvæmri skráningu tilfella og jafnvel fölsunum. Þær ásakanir fengu byr undir báða vængi á dögunum með leka „Wuhan skjalanna“ svokölluðu sem fjallað var um í Stundinni. Þá er ljóst að geta Kínverja …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár