Janúar
Strax í upphafi árs fóru að berast tíðar fréttir af nýju og banvænu afbrigði kórónaveiru sem greinst hafði í Wuhan í Kína og var farin að berast á milli fólks. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýsti því yfir í janúar að Covid-19, eins og sjúkdómurinn átti eftir að vera kallaður, væri alþjóðlegt heilsufarsvandamál sem kallaði á samhent viðbrögð. Þess í stað fóru ríki heimsins fljótt í skotgrafir, skiptust á ásökunum innan WHO og vonuðust einfaldlega til að faraldurinn yrði að mestu staðbundið vandamál.
Grunur lék á að heilbrigðisyfirvöld í Kína hefðu gert lítið úr vandanum með ónákvæmri skráningu tilfella og jafnvel fölsunum. Þær ásakanir fengu byr undir báða vængi á dögunum með leka „Wuhan skjalanna“ svokölluðu sem fjallað var um í Stundinni. Þá er ljóst að geta Kínverja …
Athugasemdir