Solaris-samtökin voru stofnuð fyrir um fjórum árum og á þeim tíma hafa þau aðstoðað mörg hundruð manns. Barátta Semu hefur kostað mikla vinnu og tíma, en kostnaðurinn hefur einnig verið persónulegur. Reglulega verður hún fyrir persónulegum árásum í daglegu lífi ásamt stöðugu aðkasti á samfélagsmiðlum. Samtökin eru þessa dagana að koma hundruðum jólagjafa til fólks á flótta sem er statt hér á landi. Stundin ræddi við Semu um stöðu flóttafólks á Íslandi og spurði hana hvernig staðan sé frábrugðin núna, í miðjum heimsfaraldri, fyrir fólk á flótta sem statt er á Íslandi en áður?
„Ég myndi nú segja að sú þróun sem við höfum verið að horfa upp á síðustu ár, sé sú mikla aukning á fólki á flótta sem hefur komið til Íslands í leit að skjóli eða vernd. Við höfum séð að þau hafa búið við mjög bágar aðstæður, mikla félagslega einangrun og hafa átt erfitt með að …
Athugasemdir