Ársins 2020 verður minnst sem ársins þar sem við máttum ekki snertast, ársins þar sem plön voru sett í biðstöðu, ársins þar sem við misstum ástvini og óttuðumst um framtíðina. Það má þó einnig minnast ársins með þakklæti fyrir það sem við þó höfðum, fyrir fólkið í fremstu víglínu sem stóð vaktina og fyrir samstöðuna á „fordæmalausum“ tíma, þó oft hafi á hana reynt.
Á nýársdag grunaði fáa í hvað stefndi. Það var þó strax 7. janúar að kínversk stjórnvöld tilkynntu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni að þau tilfelli lungnabólgu í Wuhan sem hefðu verið til rannsóknar væru í raun nýtt afbrigði kórónuveiru. Gaf stofnunin loks veirunni nafnið COVID-19, sem er stytting á „coronavirus disease 2019“, enda hafði fyrst verið tilkynnt um smitin í fyrra. Ekki er enn ljóst hvort rekja megi sjúkdóminn til matarmarkaðarins í Wuhan þar sem fjöldi fólks smitaðist, en líklegast er að veiran hafi smitast úr dýrum í mannfólk.
Fyrsta …
Athugasemdir