Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Annáll ársins „fordæmalausa“

Ís­lend­ing­ar reyndu að að­lag­ast nýj­um veru­leika í Covid-19 far­aldr­in­um. Kall­að var eft­ir sam­stöðu, en veir­an varp­aði ljósi á átakalín­ur mis­skiptra gæða.

Annáll ársins „fordæmalausa“
Á COVID-deild Heilbrigðisstarfsfólk var í fremstu víglínu í baráttunni við veiruna á sama tíma og fjöldi þess var án kjarasamnings. Mynd: Tómas Guðbjartsson

Ársins 2020 verður minnst sem ársins þar sem við máttum ekki snertast, ársins þar sem plön voru sett í biðstöðu, ársins þar sem við misstum ástvini og óttuðumst um framtíðina. Það má þó einnig minnast ársins með þakklæti fyrir það sem við þó höfðum, fyrir fólkið í fremstu víglínu sem stóð vaktina og fyrir samstöðuna á „fordæmalausum“ tíma, þó oft hafi á hana reynt.

Á nýársdag grunaði fáa í hvað stefndi. Það var þó strax 7. janúar að kínversk stjórnvöld tilkynntu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni að þau tilfelli lungnabólgu í Wuhan sem hefðu verið til rannsóknar væru í raun nýtt afbrigði kórónuveiru. Gaf stofnunin loks veirunni nafnið COVID-19, sem er stytting á „coronavirus disease 2019“, enda hafði fyrst verið tilkynnt um smitin í fyrra. Ekki er enn ljóst hvort rekja megi sjúkdóminn til  matarmarkaðarins í Wuhan þar sem fjöldi fólks smitaðist, en líklegast er að veiran hafi smitast úr dýrum í mannfólk.

Fyrsta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2020

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár