Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Konan sem elskaði fossinn

Sig­ríð­ur Tóm­as­dótt­ir frá Bratt­holti var mik­ið nátt­úru­barn og dýra­vin­ur en átti erfitt með mann­leg sam­skipti. Sig­ríð­ur er þekkt­ust fyr­ir bar­áttu sína gegn áform­um um að virkja Gull­foss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í foss­inn ef hann fengi ekki að vera í friði. Kon­an sem elsk­aði foss­inn er sögu­leg skáld­saga eft­ir Eyrúnu Inga­dótt­ur sem skrif­aði fyrst um Siggu frá Bratt­holti fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að vekja at­hygli á bar­áttu­kon­um fyrri tíma.

Konan sem elskaði fossinn er önnur sögulega skáldsagan sem Eyrún Ingadóttir skrifar. Hún segist hafa mikla þörf til að skrifa og þegar hún hafi ekki tíma til að skrifa sögur yrki hún ljóð.

Nú horfði hann forvitnum augum á gömlu konuna sem hann hafði svo oft heyrt talað um. Hún var með ljóst hár fléttað aftur á bak í tveimur fléttum, dökkar og miklar augabrúnir og hrukkótt andlit. Blár kjóllinn sem hún klæddist var hnepptur að framan, bæði gamall og þvældur, og hún var með snæri bundið um sig miðja. Þótt hún væri búin líkt og aðrar kerlingar í sveitinni, þá fannst Gísla eitthvað í fari hennar öðruvísi. Hún minnti hann á konur úr Íslendingasögunum sem hann hafði lesið svo oft: Hallgerður langbrók, Bergþóra á Bergþórshvoli og jafnvel Guðrún Ósvífursdóttir komu honum í hug. Hann vissi að hún var baráttukona eins og þær.  

Svona lætur Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur Gísla, ungan mann frá Úthlíð í Biskupstungum, lýsa Sigríði frá Brattholti árið 1946 þegar Sigríður var 75 ára. Sagan Konan sem elskaði fossinn hefst á því að Gísli, afi hans og vinnumaður eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tárum
MenningJólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tár­um

Bók Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur Apríl­sól­arkuldi spratt fram á nokkr­um vik­um en hún hafði ver­ið bú­in að reyna að skrifa hana í tíu ár. Sag­an er um föð­ur­missi, ást, geð­veiki og hugg­un. Elísa­bet seg­ist vera bú­in að bera föð­ursorg­ina með sér í fjöru­tíu ár en með nýju bók­inni hafi hún hnýtt enda­hnút­inn. Henni hafi ver­ið gef­in þessi sorg til að skrifa um hana. Sorg­in sé gjöf.
Nútímaafinn hlustar á Fræbbblana og Q4U
MenningJólabókaflóðið 2020

Nú­tíma­af­inn hlust­ar á Fræbbbl­ana og Q4U

Gerð­ur Krist­ný seg­ir að það sé gam­an að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur vegna þess að við sitj­um hér að bók­mennta­þjóð. Hún seg­ir að sér hætti til að yrkja mjög drama­tíska ljóða­bálka og að það sé mik­il hvíld í því að semja létt­ar, skemmti­leg­ar en raun­sæj­ar barna­bæk­ur eins og nýj­ustu bók­ina, Ið­unn og afi pönk. Gerð­ur seg­ir að líta eigi á lest­ur barna eins og hvert ann­að frí­stund­astarf.
Skrifar á hverjum degi allan ársins hring
MenningJólabókaflóðið 2020

Skrif­ar á hverj­um degi all­an árs­ins hring

Nýj­asta bók Ragn­ars Jónas­son­ar, Vetr­ar­mein, ger­ist á Siglu­firði þar sem skelfi­leg­ur at­burð­ur á sér stað um páska­helgi. Bók­in er kom­in í hill­ur versl­ana í Bretlandi, Banda­ríkj­un­um og Frakklandi en bæk­ur Ragn­ars hafa selst í um tveim­ur millj­ón­um ein­taka og eru á list­um yf­ir bestu glæpa­sög­ur árs­ins 2020 að mati fjöl­miðla í nokkr­um lönd­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár