Nú horfði hann forvitnum augum á gömlu konuna sem hann hafði svo oft heyrt talað um. Hún var með ljóst hár fléttað aftur á bak í tveimur fléttum, dökkar og miklar augabrúnir og hrukkótt andlit. Blár kjóllinn sem hún klæddist var hnepptur að framan, bæði gamall og þvældur, og hún var með snæri bundið um sig miðja. Þótt hún væri búin líkt og aðrar kerlingar í sveitinni, þá fannst Gísla eitthvað í fari hennar öðruvísi. Hún minnti hann á konur úr Íslendingasögunum sem hann hafði lesið svo oft: Hallgerður langbrók, Bergþóra á Bergþórshvoli og jafnvel Guðrún Ósvífursdóttir komu honum í hug. Hann vissi að hún var baráttukona eins og þær.
Svona lætur Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur Gísla, ungan mann frá Úthlíð í Biskupstungum, lýsa Sigríði frá Brattholti árið 1946 þegar Sigríður var 75 ára. Sagan Konan sem elskaði fossinn hefst á því að Gísli, afi hans og vinnumaður eru …
Athugasemdir