Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjandans farsíminn

Á síð­ustu tíu ár­um hef­ur sala á mynda­vél­um hrun­ið um 87%, úr 121,5 millj­ón­um ein­tök­um seld­um ár­ið 2010 í 15,2 millj­ón­ir á síð­asta ári. Allt fjand­ans farsím­an­um að kenna.

Fjandans farsíminn
Parísarborg, Frakklandi Birtan í myndinni sem síminn gefur er í engu samræmi við það sem var, í skugga hins 324 metra háa Eiffel-turns. Mynd: Páll Stefánsson

Þessi bylting hófst í Helsinki fyrir 15 árum, þegar Nokia kynnti N90 símann sinn með 2MP myndavél, flassi og linsu frá Carl Zeiss. Það er sama stærð af flögu og iPhone hafði þegar hann var kynntur tveimur árum seinna, en þá var Nokia komið með 5MP myndavél í N95 símann. Stýrikerfið varð Nokia að falli og nú eru þeir bara peð samanborið við Apple, Samsung, Huawei og Sony – en allir þessir framleiðendur eru með frábærar myndavélar í sínum nýjustu tækjum. Myndirnar úr þeim eru mjög góðar og duga flestum til að skrásetja það sem fyrir augu ber, eða sjálfan sig, og koma myndunum strax áfram á samfélagsmiðla eða með skilaboðum til vina og vandamanna.

Kænugarður, ÚkraníuAllt í einu birtist hún uppá styttunni, myndavélalaus í Khreshchaty garðinum í miðborginni, og tók eins og eina sjálfu á símann sinn.

Og enn syrtir í álinn. Í miðju Covidinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu