Guðjón Reykdal Óskarsson er starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar og vinnur að doktorsverkefni í erfðafaraldsfræði eftir að hafa lokið meistaranámi í lyfjafræði. Undanfarið hefur hann birt fræðigreinar um rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna og heldur auk þess í frítíma sínum úti hlaðvarpsþáttunum Calling Munro þar sem hann og vinir hans spjalla á léttu nótunum um dægurmál, heimspeki og vísindi.
Hann glímir hins vegar við ólæknandi vöðvasjúkdóm sem veldur því að hann notar hjólastól og þarfnast aðstoðar allan sólarhringinn. „Ég hef oft talað upphátt við sjálfan mig þegar ég er að gefast upp,“ segir Guðjón. „Því maður verður oft hræddur og það er erfitt að einbeita sér ef maður er hræddur. Þá er oft gott að segja þetta: „Ég ætla ekki að láta hræðsluna við dauðann koma í veg fyrir að ég nái því sem ég ætla mér.“ Ég finn að það gefur mér smá kraft að segja þetta upphátt.“
Guðjón greindist með …
Athugasemdir