Þegar Elísabet Alma Svendsen ákvað að stofna Listval fyrir ári leit heimurinn öðruvísi út. Fyrirtækið, sem hún á og rekur, sérhæfir sig í því að veita fólki ráðleggingu við að kaupa og setja upp listaverk. „Fólk veit oft ekki hverju það er að leita að og fer á ranga staði,“ segir hún. „Það ímyndar sér að það sé of dýrt að kaupa listaverk og hengir þess í stað upp plaköt, en það þarf ekki að vera dýrt að kaupa myndlist.“
Elísabet útskrifaðist úr listfræði árið 2014 og starfaði eftir það í galleríi. Hún var því með alla tiltæka reynslu og menntun til að stofna Listval. Þegar COVID-19 faraldurinn brast á setti faraldurinn hins vegar strik í reikninginn.
„Ég hafði áður verið að fara í vinnustofuheimsóknir til listamanna, taka þær upp og birta á Instagram-reikningi Listvals, en það hætti að vera hægt þegar faraldurinn skall á. Þá kom þessi hugmynd til …
Athugasemdir