Hinn 26. júlí síðastliðinn hafði Agata Robak samband við pólsku lögregluna og tilkynnti að eiginmaður hennar, Mariusz Robak, væri horfinn á Íslandi. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart samstundis. Agata hafði einnig samband við mág sinn, Pawel Robak, sem er lögreglumaður í Póllandi og upplýsti hann um að Mariusz hefði sent sér talskilaboð sem mátti skilja sem svo að hann væri örvinglaður og hugsanlegt væri að hann myndi stytta sér aldur. Agata hafði sömuleiðis samband við besta vin eiginmanns síns, Aaron Glowacki, sem einnig var búsettur hér á landi. Aaron brást við með því að hefja strax leit að vini sínum Mariuszi. Hann fór vítt og breitt og talaði við alla sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Mariuszar en án árangurs.
Að tveimur dögum liðnum var Aaron staddur í Mosfellsbæ við leit að vini sínum, á stað sem hann hafði kynnt fyrir Mariuszi þegar hann kom fyrst til landsins …
Athugasemdir