Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Að þessu sinni verður Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson tekin til skoðunar, þar sem Hjalti les úr bókinni og spjallar um hana við Guðrúnu Láru Pétursdóttur, bókmenntafræðing.
Streymið er aðgengilegt efst í þessari frétt og á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Upptaka verður tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.
Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:
Nýjar og spennandi jólabækur fyrir barna og unglinga verða til umfjöllunar í Fjölskyldustund á laugardögum næstu vikurnar. Guðrún Lára Pétursdóttir, bókmenntafræðingur ræðir við höfunda nýútkominna bóka og þeir lesa úr verkum sínum á Bókasafni Kópavogs.
Viðburðirnir verða sendir út á Facebook-síðum Menningarhúsanna í Kópavogi og Bókasafns Kópavogs og verða einnig aðgengilegir eftir að útsendingu lýkur.
Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson verður tekin til skoðunar í fyrsta þætti - þar sem Hjalti les úr glænýrri bók sinni og spjallar um við Guðrúnu Láru.
——————
Um Ofurhetjuna eftir Hjalta Halldórsson
Gulla dreymir um að verða eitthvað meira en ósköp venjulegur drengur. Með hjálp Helgu vinkonu sinnar uppgötvar hann óvænt áður óþekktan hæfileika sem breytir lífi hans. Hann setur á sig grímuna og verður Ormstunga, ofurhetja sem berst gegn eineltisseggjum.
Hverju er Gulli tilbúinn til að fórna til að ráða að niðurlögum erkióvinarins? Ofurhetjan er æsispennandi saga um ALVÖRU ofurhetju.
Athugasemdir