Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Líf á bæði Mars og Venus?

Tvær nýj­ar rann­sókn­ir, sem birt­ar voru á dög­un­um, sýna aukn­ar lík­ur á að líf sé að finna á öðr­um hnött­um í sól­kerf­inu. Nýju geim­fari er ætl­að að svara lyk­il­spurn­ing­um um lofts­lag Venus­ar inn­an tveggja ára og á Mars telja vís­inda­menn sig hafa fund­ið salt­vatn í miklu magni neð­anjarð­ar.

Um miðjan september birtist rannsókn í vísindaritinu Nature Astronomy þar sem leiddar voru líkur að því að örverur gætu lifað í fljótandi skýjum hátt yfir yfirborði Venusar.  Plánetan er að mörgu leyti svipuð jörðinni hvað varðar stærð og fjarlægð frá sólu. Við sjálft yfirborðið er hitastigið hins vegar að jafnaði um 465 gráður og loftþrýstingur 90 sinnum meiri en á jörðinni. Það er því ólíklegt að nokkuð sem við myndum kalla hefðbundið líf geti þrifist þar. Allt líf sem við þekkjum á jörðinni byggir á vatni og kolefnasamböndum en við slíkan hita og þrýsting eru ekki efnafræðilegar aðstæður til að mynda venjuleg lífræn efni.

Rannsóknin sýndi hins vegar fram á að í lofthjúpi Venusar er að finna fosfín gas sem á jörðinni er framleitt af örverum í andrúmsloftinu. Vöknuðu þá spurningar um hvernig gasið gæti verið til komið og áhugaverðasta skýringin er án efa sú að ofar í lofthjúpnum sé …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár