Um miðjan september birtist rannsókn í vísindaritinu Nature Astronomy þar sem leiddar voru líkur að því að örverur gætu lifað í fljótandi skýjum hátt yfir yfirborði Venusar. Plánetan er að mörgu leyti svipuð jörðinni hvað varðar stærð og fjarlægð frá sólu. Við sjálft yfirborðið er hitastigið hins vegar að jafnaði um 465 gráður og loftþrýstingur 90 sinnum meiri en á jörðinni. Það er því ólíklegt að nokkuð sem við myndum kalla hefðbundið líf geti þrifist þar. Allt líf sem við þekkjum á jörðinni byggir á vatni og kolefnasamböndum en við slíkan hita og þrýsting eru ekki efnafræðilegar aðstæður til að mynda venjuleg lífræn efni.
Rannsóknin sýndi hins vegar fram á að í lofthjúpi Venusar er að finna fosfín gas sem á jörðinni er framleitt af örverum í andrúmsloftinu. Vöknuðu þá spurningar um hvernig gasið gæti verið til komið og áhugaverðasta skýringin er án efa sú að ofar í lofthjúpnum sé …
Athugasemdir