Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

134. spurningaþraut: Skák, bassaleikari, fimmtugsafmæli og sitthvað fleira

134. spurningaþraut: Skák, bassaleikari, fimmtugsafmæli og sitthvað fleira

Hóhó, hér er þrautin frá í gær. Endilega lítið á hana ef þið hafi ekki leyst úr henni nú þegar.

En fyrri aukaspurning snýst um myndina hér að ofan:

Á fyrri öldum gekk ákveðin stétt manna stundum svona til fara, sem sé með þessa einkennilegu fuglagrímu.

Hvaða stétt klæddi sig svona?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fótboltamaður uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði, en þegar hún var 18 ára fór hún til annars liðs, þar sem hún var þangað til hún fór út í atvinnumennsku. Hvaða íslenska lið var það?

2.   Þann 20. apríl 1939 var mikið um dýrðir á ákveðnum stað af því tiltekinn maður hélt þá upp á fimmtugsafmælið sitt. Auðvitað urðu margir fimmtugir þennan dag, en hver var sá langfrægasti?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Brasilíu?

4.   Í hvaða landi er blaðið Pravda gefið út?

5.   Hver var faðir þeirra Sems, Kams og Jafets?

6.   Hver spilaði á bassa í Bítlunum?

7.   Hvaða ár gaus Katla síðast svo staðfest sé?

8.   Hver er núverandi heimsmeistari í skák?

9.   Hvað hét fyrri eiginkona Napóleons Frakkakeisara?

10.   Hvaða bandaríski utanríkisráðherra fæddist í úthverfi Prag í Tékklandi árið 1937 og flutti ekki til Bandaríkjanna fyrr en 11 ára?

***

Og hér er svo seinni aukaspurning:

Þessi hárprúða kona er frönsk og heitir Wendie Renard. Hún er ein af þeim fremstu í sinni röð í heiminum, en hvaða röð er það? Við hvað fæst Wendie Renard?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Breiðablik.

2.   Adolf Hitler.

3.   Brasilia.

4.   Rússlandi.

5.   Nói.

6.   Paul McCartney.

7.   1918.

Madeleine Albright

8.   Magnus Carlsen.

9.   Jósefína

10.   Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bill Clintons 1997-2001.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Læknar.

Fuglsgoggurinn átti að verja þá gegn smiti þegar þeir komu að vita sjúklinga með alvarlega sjúkdóma, pláguna og þess háttar.

***

Svar við seinni aukaspurningunni er:

Fótbolti.

Wendie Renard er máttarstólpi í vörninni hjá meistaraliði Lyon og franska landsliðinu.

Hún er því félagi Söru Bjarkar og á myndinni hér fyrir neðan má sjá Renard í hópi félaga sinna í Lyon fagna marki Söru Bjarkar í úrslitaleiknum gegn Wolfsburg um daginn.

Og já, hún er hávaxin - nánar tiltekið 1,87.

***

Og loks er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár