Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

134. spurningaþraut: Skák, bassaleikari, fimmtugsafmæli og sitthvað fleira

134. spurningaþraut: Skák, bassaleikari, fimmtugsafmæli og sitthvað fleira

Hóhó, hér er þrautin frá í gær. Endilega lítið á hana ef þið hafi ekki leyst úr henni nú þegar.

En fyrri aukaspurning snýst um myndina hér að ofan:

Á fyrri öldum gekk ákveðin stétt manna stundum svona til fara, sem sé með þessa einkennilegu fuglagrímu.

Hvaða stétt klæddi sig svona?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fótboltamaður uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði, en þegar hún var 18 ára fór hún til annars liðs, þar sem hún var þangað til hún fór út í atvinnumennsku. Hvaða íslenska lið var það?

2.   Þann 20. apríl 1939 var mikið um dýrðir á ákveðnum stað af því tiltekinn maður hélt þá upp á fimmtugsafmælið sitt. Auðvitað urðu margir fimmtugir þennan dag, en hver var sá langfrægasti?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Brasilíu?

4.   Í hvaða landi er blaðið Pravda gefið út?

5.   Hver var faðir þeirra Sems, Kams og Jafets?

6.   Hver spilaði á bassa í Bítlunum?

7.   Hvaða ár gaus Katla síðast svo staðfest sé?

8.   Hver er núverandi heimsmeistari í skák?

9.   Hvað hét fyrri eiginkona Napóleons Frakkakeisara?

10.   Hvaða bandaríski utanríkisráðherra fæddist í úthverfi Prag í Tékklandi árið 1937 og flutti ekki til Bandaríkjanna fyrr en 11 ára?

***

Og hér er svo seinni aukaspurning:

Þessi hárprúða kona er frönsk og heitir Wendie Renard. Hún er ein af þeim fremstu í sinni röð í heiminum, en hvaða röð er það? Við hvað fæst Wendie Renard?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Breiðablik.

2.   Adolf Hitler.

3.   Brasilia.

4.   Rússlandi.

5.   Nói.

6.   Paul McCartney.

7.   1918.

Madeleine Albright

8.   Magnus Carlsen.

9.   Jósefína

10.   Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bill Clintons 1997-2001.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Læknar.

Fuglsgoggurinn átti að verja þá gegn smiti þegar þeir komu að vita sjúklinga með alvarlega sjúkdóma, pláguna og þess háttar.

***

Svar við seinni aukaspurningunni er:

Fótbolti.

Wendie Renard er máttarstólpi í vörninni hjá meistaraliði Lyon og franska landsliðinu.

Hún er því félagi Söru Bjarkar og á myndinni hér fyrir neðan má sjá Renard í hópi félaga sinna í Lyon fagna marki Söru Bjarkar í úrslitaleiknum gegn Wolfsburg um daginn.

Og já, hún er hávaxin - nánar tiltekið 1,87.

***

Og loks er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár