Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

133. spurningaþraut:

133. spurningaþraut:

Hérna, já, hérna er þrautin frá í gær.

Og fyrri aukaspurning er þessi:

Hverju er fólkið að fagna?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Fyrir tveim vikum blossuðu upp mikil mótmæli í borg einni í ríkinu Wisconsin í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann sjö sinnum í bakið. Hvað heitir borgin?

2.   Hvað hét helsti keppinautur Juliusar Caesars um æðstu völd í Rómaveldi, maður sem endaði ævina myrtur á ströndum Egiftalands?

3.   Hvaða tungumál var hið algengasta í Rómaveldi?

4.   Hvað heitir höfuðborg Bandaríkjanna?

5.   Hvað er algengasta bæjarnafn á Íslandi, samkvæmt vef Árnastofnunar?

6.   Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir skemmstu úr krabbameini, aðeins 43ja ára að aldri. Hann lék í ýmsum myndum eins og gengur en sló rækilega í gegn sem konungur í ímynduðu Afríkuríki, sem reynist sannkölluð ofurhetja. Hvað hét kvikmyndin þar sem Boseman lék þessa persónu?

7.   Árið 1942 kom til tals í Reykjavík að reisa stórhýsi undir Rauða krossinn á tilteknum stað og ætluðu Bandaríkjamenn að annast framkvæmdina. Ekkert varð þó úr, enda ekki allir á eitt sáttir um staðarvalið. Í grein í Morgunblaðinu sagði til dæmis: „Fráleit er sú tillaga, að setja nokkurt hús [á þennan stað]. Og því verra, sem húsið væri stærra, og nær miðju [staðarins]. Hyrfi þá meginhluti þessarar bæjarprýði - sem á að vera - og hollustusvæðis. Hyrfi í bikaða möl og ofaníborna vegi umhverfis stórbygginguna og út frá henni [...] á tvo (minnst) eða fleiri vegu. Kæmi þar svo ein nýmóðins kuldaklöpp tilbreytingarsnauð og fegurðarlaus, væri það hnífstunga og holundarsár í hjarta bæjarins.“

Hvar átti þessi bygging að rísa? 

8.   Hildegard frá Bingen hét stórmerkileg kona þýsk, sem uppi var á 12. öld. Hún var abbadís, heimspekingur, dulspekingur, náttúrufræðingur og læknir. En þar að auki fékkst hún við listgrein eina, sem sjaldgæft var að konur fengjust við í þann tíma, og skóp fjölda verka sem menn njóta enn í dag. Við hvaða listgrein fékkst Hildegard frá Bingen?

9.   Hvað heitir lengsta hvalategund heims?

10.   Við hvern er Geirsnef í Reykjavík kennt?

***

Og er komið að síðari aukaspurningunni:

Hver er sá karl sem skartaði þessari klippingu við ákveðið tækifæri, klippingu sem hafði aldrei sést áður og mun vonandi aldrei sjást framar?

Svör við aðalspurningum:

1.   Kenosha.

2.   Pompeius.

3.   Latína.

4.   Washington.

5.   Hóll.

6.   Black Panther.

7.   Úti í Tjörninni.

8.   Tónlist.

9.   Steypireyður.

10.   Geir Hallgrímsson borgarstjóra og forsætisráðherra.

***

Svörin við aukaspurningum:

Fólkið var að fagna og forvitnast um heimsókn Winstons Churchills forsætisráðherra Breta til Reykjavíkur síðsumars 1941.

Síðari aukaspurning:

Það var brasilíski fótboltasnillingurinn Ronaldo sem mætti svona til leiks á Heimsmeistaramótinu í fótbolta 2002.

Skýring hans á þessari ömurlegu klippingu var sú að hann hafði verið meiddur fyrir mótið, og stóðu þá yfir miklar umræður um hvort hann yrði tilbúinn til leiks.

Allar þessar umræður stressuðu kappann, svo hann lét klippa sig svona svo allir myndu bara tala um klippinguna en ekki meiðsli hans.

Það tókst!

Ronaldo stóð sig svo frábærlega á mótinu.

***

Og svo er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
7
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
8
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
10
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
6
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár