Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

133. spurningaþraut:

133. spurningaþraut:

Hérna, já, hérna er þrautin frá í gær.

Og fyrri aukaspurning er þessi:

Hverju er fólkið að fagna?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Fyrir tveim vikum blossuðu upp mikil mótmæli í borg einni í ríkinu Wisconsin í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann sjö sinnum í bakið. Hvað heitir borgin?

2.   Hvað hét helsti keppinautur Juliusar Caesars um æðstu völd í Rómaveldi, maður sem endaði ævina myrtur á ströndum Egiftalands?

3.   Hvaða tungumál var hið algengasta í Rómaveldi?

4.   Hvað heitir höfuðborg Bandaríkjanna?

5.   Hvað er algengasta bæjarnafn á Íslandi, samkvæmt vef Árnastofnunar?

6.   Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir skemmstu úr krabbameini, aðeins 43ja ára að aldri. Hann lék í ýmsum myndum eins og gengur en sló rækilega í gegn sem konungur í ímynduðu Afríkuríki, sem reynist sannkölluð ofurhetja. Hvað hét kvikmyndin þar sem Boseman lék þessa persónu?

7.   Árið 1942 kom til tals í Reykjavík að reisa stórhýsi undir Rauða krossinn á tilteknum stað og ætluðu Bandaríkjamenn að annast framkvæmdina. Ekkert varð þó úr, enda ekki allir á eitt sáttir um staðarvalið. Í grein í Morgunblaðinu sagði til dæmis: „Fráleit er sú tillaga, að setja nokkurt hús [á þennan stað]. Og því verra, sem húsið væri stærra, og nær miðju [staðarins]. Hyrfi þá meginhluti þessarar bæjarprýði - sem á að vera - og hollustusvæðis. Hyrfi í bikaða möl og ofaníborna vegi umhverfis stórbygginguna og út frá henni [...] á tvo (minnst) eða fleiri vegu. Kæmi þar svo ein nýmóðins kuldaklöpp tilbreytingarsnauð og fegurðarlaus, væri það hnífstunga og holundarsár í hjarta bæjarins.“

Hvar átti þessi bygging að rísa? 

8.   Hildegard frá Bingen hét stórmerkileg kona þýsk, sem uppi var á 12. öld. Hún var abbadís, heimspekingur, dulspekingur, náttúrufræðingur og læknir. En þar að auki fékkst hún við listgrein eina, sem sjaldgæft var að konur fengjust við í þann tíma, og skóp fjölda verka sem menn njóta enn í dag. Við hvaða listgrein fékkst Hildegard frá Bingen?

9.   Hvað heitir lengsta hvalategund heims?

10.   Við hvern er Geirsnef í Reykjavík kennt?

***

Og er komið að síðari aukaspurningunni:

Hver er sá karl sem skartaði þessari klippingu við ákveðið tækifæri, klippingu sem hafði aldrei sést áður og mun vonandi aldrei sjást framar?

Svör við aðalspurningum:

1.   Kenosha.

2.   Pompeius.

3.   Latína.

4.   Washington.

5.   Hóll.

6.   Black Panther.

7.   Úti í Tjörninni.

8.   Tónlist.

9.   Steypireyður.

10.   Geir Hallgrímsson borgarstjóra og forsætisráðherra.

***

Svörin við aukaspurningum:

Fólkið var að fagna og forvitnast um heimsókn Winstons Churchills forsætisráðherra Breta til Reykjavíkur síðsumars 1941.

Síðari aukaspurning:

Það var brasilíski fótboltasnillingurinn Ronaldo sem mætti svona til leiks á Heimsmeistaramótinu í fótbolta 2002.

Skýring hans á þessari ömurlegu klippingu var sú að hann hafði verið meiddur fyrir mótið, og stóðu þá yfir miklar umræður um hvort hann yrði tilbúinn til leiks.

Allar þessar umræður stressuðu kappann, svo hann lét klippa sig svona svo allir myndu bara tala um klippinguna en ekki meiðsli hans.

Það tókst!

Ronaldo stóð sig svo frábærlega á mótinu.

***

Og svo er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu