Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

133. spurningaþraut:

133. spurningaþraut:

Hérna, já, hérna er þrautin frá í gær.

Og fyrri aukaspurning er þessi:

Hverju er fólkið að fagna?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Fyrir tveim vikum blossuðu upp mikil mótmæli í borg einni í ríkinu Wisconsin í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann sjö sinnum í bakið. Hvað heitir borgin?

2.   Hvað hét helsti keppinautur Juliusar Caesars um æðstu völd í Rómaveldi, maður sem endaði ævina myrtur á ströndum Egiftalands?

3.   Hvaða tungumál var hið algengasta í Rómaveldi?

4.   Hvað heitir höfuðborg Bandaríkjanna?

5.   Hvað er algengasta bæjarnafn á Íslandi, samkvæmt vef Árnastofnunar?

6.   Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir skemmstu úr krabbameini, aðeins 43ja ára að aldri. Hann lék í ýmsum myndum eins og gengur en sló rækilega í gegn sem konungur í ímynduðu Afríkuríki, sem reynist sannkölluð ofurhetja. Hvað hét kvikmyndin þar sem Boseman lék þessa persónu?

7.   Árið 1942 kom til tals í Reykjavík að reisa stórhýsi undir Rauða krossinn á tilteknum stað og ætluðu Bandaríkjamenn að annast framkvæmdina. Ekkert varð þó úr, enda ekki allir á eitt sáttir um staðarvalið. Í grein í Morgunblaðinu sagði til dæmis: „Fráleit er sú tillaga, að setja nokkurt hús [á þennan stað]. Og því verra, sem húsið væri stærra, og nær miðju [staðarins]. Hyrfi þá meginhluti þessarar bæjarprýði - sem á að vera - og hollustusvæðis. Hyrfi í bikaða möl og ofaníborna vegi umhverfis stórbygginguna og út frá henni [...] á tvo (minnst) eða fleiri vegu. Kæmi þar svo ein nýmóðins kuldaklöpp tilbreytingarsnauð og fegurðarlaus, væri það hnífstunga og holundarsár í hjarta bæjarins.“

Hvar átti þessi bygging að rísa? 

8.   Hildegard frá Bingen hét stórmerkileg kona þýsk, sem uppi var á 12. öld. Hún var abbadís, heimspekingur, dulspekingur, náttúrufræðingur og læknir. En þar að auki fékkst hún við listgrein eina, sem sjaldgæft var að konur fengjust við í þann tíma, og skóp fjölda verka sem menn njóta enn í dag. Við hvaða listgrein fékkst Hildegard frá Bingen?

9.   Hvað heitir lengsta hvalategund heims?

10.   Við hvern er Geirsnef í Reykjavík kennt?

***

Og er komið að síðari aukaspurningunni:

Hver er sá karl sem skartaði þessari klippingu við ákveðið tækifæri, klippingu sem hafði aldrei sést áður og mun vonandi aldrei sjást framar?

Svör við aðalspurningum:

1.   Kenosha.

2.   Pompeius.

3.   Latína.

4.   Washington.

5.   Hóll.

6.   Black Panther.

7.   Úti í Tjörninni.

8.   Tónlist.

9.   Steypireyður.

10.   Geir Hallgrímsson borgarstjóra og forsætisráðherra.

***

Svörin við aukaspurningum:

Fólkið var að fagna og forvitnast um heimsókn Winstons Churchills forsætisráðherra Breta til Reykjavíkur síðsumars 1941.

Síðari aukaspurning:

Það var brasilíski fótboltasnillingurinn Ronaldo sem mætti svona til leiks á Heimsmeistaramótinu í fótbolta 2002.

Skýring hans á þessari ömurlegu klippingu var sú að hann hafði verið meiddur fyrir mótið, og stóðu þá yfir miklar umræður um hvort hann yrði tilbúinn til leiks.

Allar þessar umræður stressuðu kappann, svo hann lét klippa sig svona svo allir myndu bara tala um klippinguna en ekki meiðsli hans.

Það tókst!

Ronaldo stóð sig svo frábærlega á mótinu.

***

Og svo er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár