Hérna, já, hérna er þrautin frá í gær.
Og fyrri aukaspurning er þessi:
Hverju er fólkið að fagna?
***
Aðalspurningarnar tíu:
1. Fyrir tveim vikum blossuðu upp mikil mótmæli í borg einni í ríkinu Wisconsin í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann sjö sinnum í bakið. Hvað heitir borgin?
2. Hvað hét helsti keppinautur Juliusar Caesars um æðstu völd í Rómaveldi, maður sem endaði ævina myrtur á ströndum Egiftalands?
3. Hvaða tungumál var hið algengasta í Rómaveldi?
4. Hvað heitir höfuðborg Bandaríkjanna?
5. Hvað er algengasta bæjarnafn á Íslandi, samkvæmt vef Árnastofnunar?
6. Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir skemmstu úr krabbameini, aðeins 43ja ára að aldri. Hann lék í ýmsum myndum eins og gengur en sló rækilega í gegn sem konungur í ímynduðu Afríkuríki, sem reynist sannkölluð ofurhetja. Hvað hét kvikmyndin þar sem Boseman lék þessa persónu?
7. Árið 1942 kom til tals í Reykjavík að reisa stórhýsi undir Rauða krossinn á tilteknum stað og ætluðu Bandaríkjamenn að annast framkvæmdina. Ekkert varð þó úr, enda ekki allir á eitt sáttir um staðarvalið. Í grein í Morgunblaðinu sagði til dæmis: „Fráleit er sú tillaga, að setja nokkurt hús [á þennan stað]. Og því verra, sem húsið væri stærra, og nær miðju [staðarins]. Hyrfi þá meginhluti þessarar bæjarprýði - sem á að vera - og hollustusvæðis. Hyrfi í bikaða möl og ofaníborna vegi umhverfis stórbygginguna og út frá henni [...] á tvo (minnst) eða fleiri vegu. Kæmi þar svo ein nýmóðins kuldaklöpp tilbreytingarsnauð og fegurðarlaus, væri það hnífstunga og holundarsár í hjarta bæjarins.“
Hvar átti þessi bygging að rísa?
8. Hildegard frá Bingen hét stórmerkileg kona þýsk, sem uppi var á 12. öld. Hún var abbadís, heimspekingur, dulspekingur, náttúrufræðingur og læknir. En þar að auki fékkst hún við listgrein eina, sem sjaldgæft var að konur fengjust við í þann tíma, og skóp fjölda verka sem menn njóta enn í dag. Við hvaða listgrein fékkst Hildegard frá Bingen?
9. Hvað heitir lengsta hvalategund heims?
10. Við hvern er Geirsnef í Reykjavík kennt?
***
Og er komið að síðari aukaspurningunni:
Hver er sá karl sem skartaði þessari klippingu við ákveðið tækifæri, klippingu sem hafði aldrei sést áður og mun vonandi aldrei sjást framar?
Svör við aðalspurningum:
1. Kenosha.
2. Pompeius.
3. Latína.
4. Washington.
5. Hóll.
6. Black Panther.
7. Úti í Tjörninni.
8. Tónlist.
9. Steypireyður.
10. Geir Hallgrímsson borgarstjóra og forsætisráðherra.
***
Svörin við aukaspurningum:
Fólkið var að fagna og forvitnast um heimsókn Winstons Churchills forsætisráðherra Breta til Reykjavíkur síðsumars 1941.
Síðari aukaspurning:
Það var brasilíski fótboltasnillingurinn Ronaldo sem mætti svona til leiks á Heimsmeistaramótinu í fótbolta 2002.
Skýring hans á þessari ömurlegu klippingu var sú að hann hafði verið meiddur fyrir mótið, og stóðu þá yfir miklar umræður um hvort hann yrði tilbúinn til leiks.
Allar þessar umræður stressuðu kappann, svo hann lét klippa sig svona svo allir myndu bara tala um klippinguna en ekki meiðsli hans.
Það tókst!
Ronaldo stóð sig svo frábærlega á mótinu.
***
Og svo er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.
Athugasemdir