128. spurningaþraut: Hvenær verða hinir geðprúðu múmínálfar móðgaðir?

128. spurningaþraut: Hvenær verða hinir geðprúðu múmínálfar móðgaðir?

Þrautin frá í gær er hérna.

Aukaspurningar.

Sú fyrri: Hin brjóstabera dís á málverkinu hér að ofan heldur á fána, þótt það sjáist ekki á þessu skjáskoti. Hvaða fána?

***

Aðalspurningar:

1.   Í dag er fyrsti dagur september. Á þessum degi árið 1958 var íslenska fiskveiðilandhelgin færð úr í fjórum sjómílum í ... hvað? Þessi atburður kostaði fyrsta þorskastríðið við Breta, sem kunnugt er.

2.   Nafnið „september“ er upprunalega komið úr latínu. Hvað þýðir þetta mánaðarnafn?

3.   Til hvaða nota var stjórnarráðshúsið í Reykjavík upphaflega reist?

4.   Í hvaða landi gegnir Angela Merkel æðsta valdaembætti?

5.   Maður nokkur samdi níu sinfóníur og þykir sú síðasta tignarlegust, ekki síst út af mögnuðu kórverki sem fléttað er inn í síðasta þátt sinfóníunnar. Hvað hét sá sem samdi?

6.   Í hvaða landi er Svartiskógur?

7.   Múmínálfarnir góðkunnu verða mjög móðgaðir þegar þeir eru, á grunvelli útlitsins, taldir vera af tiltekinni og alls óskyldri dýrategund. Hvaða dýrategund ætli það sé?

8.   Hver samdi annars sögurnar um Múmínálfana?

9.   Hvað heitir helsti aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra?

10.   Hvað kallast kvendýr geitarinnar?

***

Og svo er hér seinni aukspurningin:

Hver er þetta?

***

Þá birtast hér svörin:

1.   12 mílur.

2.   Sjöundi mánuðurinn. Septem þýðir sjö, og þetta var sjöundi mánuðurinn að rómversku tali.

3.   Það var fangelsi.

Múmínálfur

4.   Þýskalandi.

5.   Beethoven.

6.   Þýskalandi.

7.   Flóðhesta.

Flóðhestur

8.   Tove Jansson.

9.   Svanhildur Hólm Valsdóttir.

10.   Huðna.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni er hluti af málverkinu „Frelsisgyðjan leiðir fólkið“ eftir franska málarann Eugène Delacroix.

Fáninn er því að sjálfsögðu franskur.

Myndin var ekki máluð í tilefni af frönsku byltingunni 1789 eins og margir telja, heldur vísar hún til uppreisnarinnar 1848 þegar götuvígi voru reist á strætum og búluvörðum Parísar.

Á neðri myndinni má sjá bandarísku leikkonuna Umu Thurman, þar sem hún brá sér í hlutverk Marilyn Monroe.

***

Hér er svo aftur linkurinn á þrautina frá í gær.    

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár