Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

128. spurningaþraut: Hvenær verða hinir geðprúðu múmínálfar móðgaðir?

128. spurningaþraut: Hvenær verða hinir geðprúðu múmínálfar móðgaðir?

Þrautin frá í gær er hérna.

Aukaspurningar.

Sú fyrri: Hin brjóstabera dís á málverkinu hér að ofan heldur á fána, þótt það sjáist ekki á þessu skjáskoti. Hvaða fána?

***

Aðalspurningar:

1.   Í dag er fyrsti dagur september. Á þessum degi árið 1958 var íslenska fiskveiðilandhelgin færð úr í fjórum sjómílum í ... hvað? Þessi atburður kostaði fyrsta þorskastríðið við Breta, sem kunnugt er.

2.   Nafnið „september“ er upprunalega komið úr latínu. Hvað þýðir þetta mánaðarnafn?

3.   Til hvaða nota var stjórnarráðshúsið í Reykjavík upphaflega reist?

4.   Í hvaða landi gegnir Angela Merkel æðsta valdaembætti?

5.   Maður nokkur samdi níu sinfóníur og þykir sú síðasta tignarlegust, ekki síst út af mögnuðu kórverki sem fléttað er inn í síðasta þátt sinfóníunnar. Hvað hét sá sem samdi?

6.   Í hvaða landi er Svartiskógur?

7.   Múmínálfarnir góðkunnu verða mjög móðgaðir þegar þeir eru, á grunvelli útlitsins, taldir vera af tiltekinni og alls óskyldri dýrategund. Hvaða dýrategund ætli það sé?

8.   Hver samdi annars sögurnar um Múmínálfana?

9.   Hvað heitir helsti aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra?

10.   Hvað kallast kvendýr geitarinnar?

***

Og svo er hér seinni aukspurningin:

Hver er þetta?

***

Þá birtast hér svörin:

1.   12 mílur.

2.   Sjöundi mánuðurinn. Septem þýðir sjö, og þetta var sjöundi mánuðurinn að rómversku tali.

3.   Það var fangelsi.

Múmínálfur

4.   Þýskalandi.

5.   Beethoven.

6.   Þýskalandi.

7.   Flóðhesta.

Flóðhestur

8.   Tove Jansson.

9.   Svanhildur Hólm Valsdóttir.

10.   Huðna.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni er hluti af málverkinu „Frelsisgyðjan leiðir fólkið“ eftir franska málarann Eugène Delacroix.

Fáninn er því að sjálfsögðu franskur.

Myndin var ekki máluð í tilefni af frönsku byltingunni 1789 eins og margir telja, heldur vísar hún til uppreisnarinnar 1848 þegar götuvígi voru reist á strætum og búluvörðum Parísar.

Á neðri myndinni má sjá bandarísku leikkonuna Umu Thurman, þar sem hún brá sér í hlutverk Marilyn Monroe.

***

Hér er svo aftur linkurinn á þrautina frá í gær.    

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár