Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

128. spurningaþraut: Hvenær verða hinir geðprúðu múmínálfar móðgaðir?

128. spurningaþraut: Hvenær verða hinir geðprúðu múmínálfar móðgaðir?

Þrautin frá í gær er hérna.

Aukaspurningar.

Sú fyrri: Hin brjóstabera dís á málverkinu hér að ofan heldur á fána, þótt það sjáist ekki á þessu skjáskoti. Hvaða fána?

***

Aðalspurningar:

1.   Í dag er fyrsti dagur september. Á þessum degi árið 1958 var íslenska fiskveiðilandhelgin færð úr í fjórum sjómílum í ... hvað? Þessi atburður kostaði fyrsta þorskastríðið við Breta, sem kunnugt er.

2.   Nafnið „september“ er upprunalega komið úr latínu. Hvað þýðir þetta mánaðarnafn?

3.   Til hvaða nota var stjórnarráðshúsið í Reykjavík upphaflega reist?

4.   Í hvaða landi gegnir Angela Merkel æðsta valdaembætti?

5.   Maður nokkur samdi níu sinfóníur og þykir sú síðasta tignarlegust, ekki síst út af mögnuðu kórverki sem fléttað er inn í síðasta þátt sinfóníunnar. Hvað hét sá sem samdi?

6.   Í hvaða landi er Svartiskógur?

7.   Múmínálfarnir góðkunnu verða mjög móðgaðir þegar þeir eru, á grunvelli útlitsins, taldir vera af tiltekinni og alls óskyldri dýrategund. Hvaða dýrategund ætli það sé?

8.   Hver samdi annars sögurnar um Múmínálfana?

9.   Hvað heitir helsti aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra?

10.   Hvað kallast kvendýr geitarinnar?

***

Og svo er hér seinni aukspurningin:

Hver er þetta?

***

Þá birtast hér svörin:

1.   12 mílur.

2.   Sjöundi mánuðurinn. Septem þýðir sjö, og þetta var sjöundi mánuðurinn að rómversku tali.

3.   Það var fangelsi.

Múmínálfur

4.   Þýskalandi.

5.   Beethoven.

6.   Þýskalandi.

7.   Flóðhesta.

Flóðhestur

8.   Tove Jansson.

9.   Svanhildur Hólm Valsdóttir.

10.   Huðna.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni er hluti af málverkinu „Frelsisgyðjan leiðir fólkið“ eftir franska málarann Eugène Delacroix.

Fáninn er því að sjálfsögðu franskur.

Myndin var ekki máluð í tilefni af frönsku byltingunni 1789 eins og margir telja, heldur vísar hún til uppreisnarinnar 1848 þegar götuvígi voru reist á strætum og búluvörðum Parísar.

Á neðri myndinni má sjá bandarísku leikkonuna Umu Thurman, þar sem hún brá sér í hlutverk Marilyn Monroe.

***

Hér er svo aftur linkurinn á þrautina frá í gær.    

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár