Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

122. spurningaþraut: Atli Húnakóngur, morðatíðni, hin þrjú andlit Evu

122. spurningaþraut: Atli Húnakóngur, morðatíðni, hin þrjú andlit Evu

Hérna, á þessum link, er að finna þrautina frá því í gær.

Fyrri aukaspurningin er þessi:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

En aðalspurningarnar 10 af öllu tagi eru þessar:

1.   Hvað heita fastir umsjónarmenn þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu? Fornöfn þeirra duga í þetta sinn.

2.   Í mars árið 453 gerðist það meðal annars að Atli Húnakonungur gekk í hjónaband með ungri stúlku sem Ildiko hét. Til tíðinda var talið að á brúðkaupsnóttinni gerðist nokkuð merkilegur atburður í lífi Atla. Hvað var það?

3.   Í hvaða ríki Jarðar er morðatíðni hæst, hlutfallslega?

4.   Það má koma fram að ríkið, sem átt er við hér að ofan, er ekki í Evrópu. En í hvaða Evrópuríki er morðatíðni hæst samkvæmt tölum frá 2018?

5.   Hvað hét besta vinkona Tomma og Önnu?

6.   Árið 1957 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmyndin The Three Faces of Eve þar sem leikkonan Joanne Woodward lék Evu nokkra sem þjáðist af dularfullum sjúkdómi, sem þá hafði nýlega uppgötvast. Eða hvað? Er þessi sjúkdómur kannski ekki til? Af hverju þjáðist Eva bíómyndarinnar?

7.   Hversu löng er stysta leið eftir þjóðveginum frá miðbæ Reykjavíkur til miðbæjar Akureyrar? Hér má skeika 12 kílómetrum til eða frá.

8.   Með hvaða handboltaliði leikur Aron Pálmarsson?

9.   Hver var fyrsta konan sem varð ráðherra á Íslandi?

10.   Hvað hét hljómborðsleikari hinnar frægu hljómsveitar Sykurmolanna? Hún var reyndar ekki í hljómsveitinni alveg frá byrjun.

Og seinni aukaspurning:

Hver þessi karl? Þess má geta að hann var ekki orðinn alveg svona grár þegar hann kom hingað til lands fyrir 44 árum og vann hér ákveðið afrek, já, gott ef hann setti ekki bara heimsmet.

Þá koma svör:

1.   Frosti og Máni.

2.   Atli dó.

3.   El Salvador.

4.   Rússlandi.

5.   Lína langsokkur.

6.   Margklofnum persónuleika, að sögn. Athugið að „geðklofi“ er allt annað fyrirbæri og því EKKI rétt svar.

7.   Leiðin mun vera 388 kílómetrar, svo rétt telst vera allt frá 376 til 400.

8.   Barcelona.

9.   Auður Auðuns.

10.   Margrét Örnólfsdóttir.

Svar við fyrri aukaspurningu:

Þessi er mynd er tekin í London.

Hér er hún öll til hliðar.

Svar við seinni aukaspurningu.

Þetta er þýski skákjöfurinn Vladimil Hort, sem kom hingað til lands 1977 og tefldi skákeinvígi við fyrrum heimsmeistara Boris Spassky. 

Þá tefdi Hort raunar undir fána Tékkóslóvakíu, enda fæddur í Kladno (nú í Tékklandi).

Eftir að hafa tapað einvíginu naumlega tefldi Hort fjöltefli mikið við Íslendinga, og mun það hafa verið heimsmet á sínum tíma hvað snerti fjölda þátttakenda.

Hér er svo að lokum aftur linkur á keppnina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár