Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

122. spurningaþraut: Atli Húnakóngur, morðatíðni, hin þrjú andlit Evu

122. spurningaþraut: Atli Húnakóngur, morðatíðni, hin þrjú andlit Evu

Hérna, á þessum link, er að finna þrautina frá því í gær.

Fyrri aukaspurningin er þessi:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

En aðalspurningarnar 10 af öllu tagi eru þessar:

1.   Hvað heita fastir umsjónarmenn þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu? Fornöfn þeirra duga í þetta sinn.

2.   Í mars árið 453 gerðist það meðal annars að Atli Húnakonungur gekk í hjónaband með ungri stúlku sem Ildiko hét. Til tíðinda var talið að á brúðkaupsnóttinni gerðist nokkuð merkilegur atburður í lífi Atla. Hvað var það?

3.   Í hvaða ríki Jarðar er morðatíðni hæst, hlutfallslega?

4.   Það má koma fram að ríkið, sem átt er við hér að ofan, er ekki í Evrópu. En í hvaða Evrópuríki er morðatíðni hæst samkvæmt tölum frá 2018?

5.   Hvað hét besta vinkona Tomma og Önnu?

6.   Árið 1957 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmyndin The Three Faces of Eve þar sem leikkonan Joanne Woodward lék Evu nokkra sem þjáðist af dularfullum sjúkdómi, sem þá hafði nýlega uppgötvast. Eða hvað? Er þessi sjúkdómur kannski ekki til? Af hverju þjáðist Eva bíómyndarinnar?

7.   Hversu löng er stysta leið eftir þjóðveginum frá miðbæ Reykjavíkur til miðbæjar Akureyrar? Hér má skeika 12 kílómetrum til eða frá.

8.   Með hvaða handboltaliði leikur Aron Pálmarsson?

9.   Hver var fyrsta konan sem varð ráðherra á Íslandi?

10.   Hvað hét hljómborðsleikari hinnar frægu hljómsveitar Sykurmolanna? Hún var reyndar ekki í hljómsveitinni alveg frá byrjun.

Og seinni aukaspurning:

Hver þessi karl? Þess má geta að hann var ekki orðinn alveg svona grár þegar hann kom hingað til lands fyrir 44 árum og vann hér ákveðið afrek, já, gott ef hann setti ekki bara heimsmet.

Þá koma svör:

1.   Frosti og Máni.

2.   Atli dó.

3.   El Salvador.

4.   Rússlandi.

5.   Lína langsokkur.

6.   Margklofnum persónuleika, að sögn. Athugið að „geðklofi“ er allt annað fyrirbæri og því EKKI rétt svar.

7.   Leiðin mun vera 388 kílómetrar, svo rétt telst vera allt frá 376 til 400.

8.   Barcelona.

9.   Auður Auðuns.

10.   Margrét Örnólfsdóttir.

Svar við fyrri aukaspurningu:

Þessi er mynd er tekin í London.

Hér er hún öll til hliðar.

Svar við seinni aukaspurningu.

Þetta er þýski skákjöfurinn Vladimil Hort, sem kom hingað til lands 1977 og tefldi skákeinvígi við fyrrum heimsmeistara Boris Spassky. 

Þá tefdi Hort raunar undir fána Tékkóslóvakíu, enda fæddur í Kladno (nú í Tékklandi).

Eftir að hafa tapað einvíginu naumlega tefldi Hort fjöltefli mikið við Íslendinga, og mun það hafa verið heimsmet á sínum tíma hvað snerti fjölda þátttakenda.

Hér er svo að lokum aftur linkur á keppnina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu