Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

122. spurningaþraut: Atli Húnakóngur, morðatíðni, hin þrjú andlit Evu

122. spurningaþraut: Atli Húnakóngur, morðatíðni, hin þrjú andlit Evu

Hérna, á þessum link, er að finna þrautina frá því í gær.

Fyrri aukaspurningin er þessi:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

En aðalspurningarnar 10 af öllu tagi eru þessar:

1.   Hvað heita fastir umsjónarmenn þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu? Fornöfn þeirra duga í þetta sinn.

2.   Í mars árið 453 gerðist það meðal annars að Atli Húnakonungur gekk í hjónaband með ungri stúlku sem Ildiko hét. Til tíðinda var talið að á brúðkaupsnóttinni gerðist nokkuð merkilegur atburður í lífi Atla. Hvað var það?

3.   Í hvaða ríki Jarðar er morðatíðni hæst, hlutfallslega?

4.   Það má koma fram að ríkið, sem átt er við hér að ofan, er ekki í Evrópu. En í hvaða Evrópuríki er morðatíðni hæst samkvæmt tölum frá 2018?

5.   Hvað hét besta vinkona Tomma og Önnu?

6.   Árið 1957 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmyndin The Three Faces of Eve þar sem leikkonan Joanne Woodward lék Evu nokkra sem þjáðist af dularfullum sjúkdómi, sem þá hafði nýlega uppgötvast. Eða hvað? Er þessi sjúkdómur kannski ekki til? Af hverju þjáðist Eva bíómyndarinnar?

7.   Hversu löng er stysta leið eftir þjóðveginum frá miðbæ Reykjavíkur til miðbæjar Akureyrar? Hér má skeika 12 kílómetrum til eða frá.

8.   Með hvaða handboltaliði leikur Aron Pálmarsson?

9.   Hver var fyrsta konan sem varð ráðherra á Íslandi?

10.   Hvað hét hljómborðsleikari hinnar frægu hljómsveitar Sykurmolanna? Hún var reyndar ekki í hljómsveitinni alveg frá byrjun.

Og seinni aukaspurning:

Hver þessi karl? Þess má geta að hann var ekki orðinn alveg svona grár þegar hann kom hingað til lands fyrir 44 árum og vann hér ákveðið afrek, já, gott ef hann setti ekki bara heimsmet.

Þá koma svör:

1.   Frosti og Máni.

2.   Atli dó.

3.   El Salvador.

4.   Rússlandi.

5.   Lína langsokkur.

6.   Margklofnum persónuleika, að sögn. Athugið að „geðklofi“ er allt annað fyrirbæri og því EKKI rétt svar.

7.   Leiðin mun vera 388 kílómetrar, svo rétt telst vera allt frá 376 til 400.

8.   Barcelona.

9.   Auður Auðuns.

10.   Margrét Örnólfsdóttir.

Svar við fyrri aukaspurningu:

Þessi er mynd er tekin í London.

Hér er hún öll til hliðar.

Svar við seinni aukaspurningu.

Þetta er þýski skákjöfurinn Vladimil Hort, sem kom hingað til lands 1977 og tefldi skákeinvígi við fyrrum heimsmeistara Boris Spassky. 

Þá tefdi Hort raunar undir fána Tékkóslóvakíu, enda fæddur í Kladno (nú í Tékklandi).

Eftir að hafa tapað einvíginu naumlega tefldi Hort fjöltefli mikið við Íslendinga, og mun það hafa verið heimsmet á sínum tíma hvað snerti fjölda þátttakenda.

Hér er svo að lokum aftur linkur á keppnina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár