Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“

104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“

Hér er þrautin frá í gær!

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá svonefnt Ishtar-hlið (eða Bláa hliðið) sem eitt sinn var í borgarmúrunum umhverfis konungshöllina í Babýlon, en var í upphafi 20. aldar flutt til annarrar borgar og er þar til sýnis. Hvar?

Og hver er maðurinn á neðri myndinni?

+++

1.   Hvað heita fjöllin með umlykja rúmensk/ungversku sléttuna í austurátt?

2.   Hvaða merka embætti gegndu þeir James Madison og Chester Alan Arthur báðir tveir, en að vísu á ólíkum tímum?

3.   „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Hver mælti svá?

4.   Hver skrifaði skáldsöguna Tímaþjófinn?

5.   Landsvæði eitt er rétt rúmlega 50 ferkílómetrar en þar búa rúmlega 70 þúsund manns. Drottning ríkir yfir svæðinu en hefur aðeins komið þangað 5 sinnum. Kannski er ástæða fyrir því, vegna þess að þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt. Reyndar er hættusvæðið allt kennt við akkúrat þetta tiltekna landsvæði. Hvað heitir það?

6.   Westworld heitir sjónvarpssería sem hefur verið í gangi undanfarin ár og fjallar, að minnsta kosti í upphafi, um skemmtigarð þar sem fólk getur att kappi við vélmenni. Serían er byggð á hugmynd frá 1973 þar fræg stjarna lét aðalvélmennið án þess að hafa stingandi hár á höfði. Hver var þessi stjarna?

7.   Hvað kallar kúrbítur á flestum útbreiddustu tungumálum heimsins?

8.   Keisari einn að nafni Basil bar það smekklega viðurnefni Búlgarabani. Basil Búlgarabani ríkti í ríki sínu í kringum árið 1000 eftir Krist. Hvaða ríki var það?

9.   Hvað hét eftirlætishundur Adolfs Hitlers?

10.   Árið 2010 gáfu blaðamennirnir Þórarinn Þórarinsson og  Jakob Bjarnar Grétarsson út bókina Hið dökka man, þar sem vændiskona frá Miðbaugs-Gíneu sagði sögu sína, en hún hafði starfað hér á landi um skeið. Hvað heitir hún? Hér dugar skírnarnafnið eitt.

1.   Karpatafjöll.

2.  Þeir voru báðir Bandaríkjaforsetar.

3.   Guðrún Ósvífursdóttir.

4.   Steinunn Sigurðardóttir.

5.   Bermúda.

6.   Yul Brynner.

7.   Zucchini.

8.   Býsans, Austurrómverska ríkið, Miklagarður telst allt vera rétt, en „Rómaveldi“ er ekki fullnægjandi.

9.   Blondie.

10.  Catalína. Raunar heitir hún Catalinu Mikue Ncogo en „Catalína“ telst vera alveg rétt.

Svör við aukaspurningum:

Ishtar-hliðið er í Berlín.

Á neðri myndinni má sjá fótboltamanninn Fernando Torres.

Og hér er þrautin frá í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu