Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“

104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“

Hér er þrautin frá í gær!

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá svonefnt Ishtar-hlið (eða Bláa hliðið) sem eitt sinn var í borgarmúrunum umhverfis konungshöllina í Babýlon, en var í upphafi 20. aldar flutt til annarrar borgar og er þar til sýnis. Hvar?

Og hver er maðurinn á neðri myndinni?

+++

1.   Hvað heita fjöllin með umlykja rúmensk/ungversku sléttuna í austurátt?

2.   Hvaða merka embætti gegndu þeir James Madison og Chester Alan Arthur báðir tveir, en að vísu á ólíkum tímum?

3.   „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Hver mælti svá?

4.   Hver skrifaði skáldsöguna Tímaþjófinn?

5.   Landsvæði eitt er rétt rúmlega 50 ferkílómetrar en þar búa rúmlega 70 þúsund manns. Drottning ríkir yfir svæðinu en hefur aðeins komið þangað 5 sinnum. Kannski er ástæða fyrir því, vegna þess að þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt. Reyndar er hættusvæðið allt kennt við akkúrat þetta tiltekna landsvæði. Hvað heitir það?

6.   Westworld heitir sjónvarpssería sem hefur verið í gangi undanfarin ár og fjallar, að minnsta kosti í upphafi, um skemmtigarð þar sem fólk getur att kappi við vélmenni. Serían er byggð á hugmynd frá 1973 þar fræg stjarna lét aðalvélmennið án þess að hafa stingandi hár á höfði. Hver var þessi stjarna?

7.   Hvað kallar kúrbítur á flestum útbreiddustu tungumálum heimsins?

8.   Keisari einn að nafni Basil bar það smekklega viðurnefni Búlgarabani. Basil Búlgarabani ríkti í ríki sínu í kringum árið 1000 eftir Krist. Hvaða ríki var það?

9.   Hvað hét eftirlætishundur Adolfs Hitlers?

10.   Árið 2010 gáfu blaðamennirnir Þórarinn Þórarinsson og  Jakob Bjarnar Grétarsson út bókina Hið dökka man, þar sem vændiskona frá Miðbaugs-Gíneu sagði sögu sína, en hún hafði starfað hér á landi um skeið. Hvað heitir hún? Hér dugar skírnarnafnið eitt.

1.   Karpatafjöll.

2.  Þeir voru báðir Bandaríkjaforsetar.

3.   Guðrún Ósvífursdóttir.

4.   Steinunn Sigurðardóttir.

5.   Bermúda.

6.   Yul Brynner.

7.   Zucchini.

8.   Býsans, Austurrómverska ríkið, Miklagarður telst allt vera rétt, en „Rómaveldi“ er ekki fullnægjandi.

9.   Blondie.

10.  Catalína. Raunar heitir hún Catalinu Mikue Ncogo en „Catalína“ telst vera alveg rétt.

Svör við aukaspurningum:

Ishtar-hliðið er í Berlín.

Á neðri myndinni má sjá fótboltamanninn Fernando Torres.

Og hér er þrautin frá í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár