Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“

104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“

Hér er þrautin frá í gær!

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá svonefnt Ishtar-hlið (eða Bláa hliðið) sem eitt sinn var í borgarmúrunum umhverfis konungshöllina í Babýlon, en var í upphafi 20. aldar flutt til annarrar borgar og er þar til sýnis. Hvar?

Og hver er maðurinn á neðri myndinni?

+++

1.   Hvað heita fjöllin með umlykja rúmensk/ungversku sléttuna í austurátt?

2.   Hvaða merka embætti gegndu þeir James Madison og Chester Alan Arthur báðir tveir, en að vísu á ólíkum tímum?

3.   „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Hver mælti svá?

4.   Hver skrifaði skáldsöguna Tímaþjófinn?

5.   Landsvæði eitt er rétt rúmlega 50 ferkílómetrar en þar búa rúmlega 70 þúsund manns. Drottning ríkir yfir svæðinu en hefur aðeins komið þangað 5 sinnum. Kannski er ástæða fyrir því, vegna þess að þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt. Reyndar er hættusvæðið allt kennt við akkúrat þetta tiltekna landsvæði. Hvað heitir það?

6.   Westworld heitir sjónvarpssería sem hefur verið í gangi undanfarin ár og fjallar, að minnsta kosti í upphafi, um skemmtigarð þar sem fólk getur att kappi við vélmenni. Serían er byggð á hugmynd frá 1973 þar fræg stjarna lét aðalvélmennið án þess að hafa stingandi hár á höfði. Hver var þessi stjarna?

7.   Hvað kallar kúrbítur á flestum útbreiddustu tungumálum heimsins?

8.   Keisari einn að nafni Basil bar það smekklega viðurnefni Búlgarabani. Basil Búlgarabani ríkti í ríki sínu í kringum árið 1000 eftir Krist. Hvaða ríki var það?

9.   Hvað hét eftirlætishundur Adolfs Hitlers?

10.   Árið 2010 gáfu blaðamennirnir Þórarinn Þórarinsson og  Jakob Bjarnar Grétarsson út bókina Hið dökka man, þar sem vændiskona frá Miðbaugs-Gíneu sagði sögu sína, en hún hafði starfað hér á landi um skeið. Hvað heitir hún? Hér dugar skírnarnafnið eitt.

1.   Karpatafjöll.

2.  Þeir voru báðir Bandaríkjaforsetar.

3.   Guðrún Ósvífursdóttir.

4.   Steinunn Sigurðardóttir.

5.   Bermúda.

6.   Yul Brynner.

7.   Zucchini.

8.   Býsans, Austurrómverska ríkið, Miklagarður telst allt vera rétt, en „Rómaveldi“ er ekki fullnægjandi.

9.   Blondie.

10.  Catalína. Raunar heitir hún Catalinu Mikue Ncogo en „Catalína“ telst vera alveg rétt.

Svör við aukaspurningum:

Ishtar-hliðið er í Berlín.

Á neðri myndinni má sjá fótboltamanninn Fernando Torres.

Og hér er þrautin frá í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu