Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

101. spurningaþraut: „Þegar hann vaknaði var [hver?] enn á staðnum.“

101. spurningaþraut: „Þegar hann vaknaði var [hver?] enn á staðnum.“

Hérna er 100. spurningaþrautin, sem birtist í gær.

Aukaspurningar eru þessar:

Efri myndin sýnir brot af frægri ljósmynd. Hvað sýnir myndin í heild?

En hver er á neðri myndinni?

1.   Við hvaða fjörð stendur þorpið Suðureyri?

2.   Árið 1940 varð Winston forsætisráðherra Bretlands. Hvað hét forveri hans í embætti?

3.   Hvað heitir fyrirtækið sem á álverið í Straumsvík?

4.   Kona ein að nafni Melanie Janine Brown eignaðist árið 2007 dóttur með bandaríska grínleikaranum Eddie Murphy, þótt reyndar þyrfti hún að hóta málssókn og láta gera DNA-próf til að hann viðurkenndi faðerni dótturinnar. Brown á reyndar alls þrjár dætur á aldrinum 9 til 21s árs. En undir hvaða nafni er Brown þekktust?

5.   Alexei Sanchez heitir fótboltakarl einn og er meðal þeirra hæstlaunuðu í heimi, þótt hann hafi raunar ekki getað rassgat síðustu misseri. Undir fána hvaða þjóðar spilar Sanchez?

6.   John Tyler hét stjórnmálamaður frá Virginíu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Í apríl 1841 tók hann við embætti forseta þar í landi og flutti inn í Hvíta húsið. Hvað þykir sérstaklega merkilegt við þessa valdatöku Tylers?

7.   Þóra Guðmundsdóttir er lögfræðingur. Hvar er hana helst að finna?

8.   Ein allra stysta smásaga í heimi er eftir Augusto Monterroso frá Hondúras. Hún er svona: „Þegar hann vaknaði var [xxx] enn á staðnum.“ En hver var það, sem var enn á staðnum í þessari sögu?

9.   Hver varð fyrstur eða fyrst til að vera bæði leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og síðan Þjóðleikhússtjóri?

10.   Hver samdi tónlistin við ballettinn Svanavatnið?

Og þá eru hér svörin:

1.   Súgandafjörð.

2.   Chamberlain.

3.   Rio Tinto.

4.   Mel B., söngkona í Spice Girls.

5.   Tjíle.

6.   Fyrsti varaforsetinn sem tók við þegar forseti dó í embætti.

7.   Í bókum Yrsu Sigurðardóttur.

8.   Risaeðlan.

9.   Sveinn Einarsson.

10.   Tjækovskí.

Aukaspurningar:

Efri myndin er hluti af víðfrægri ljósmynd sem tekin var í tengslum við mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989, þegar hugrakkur vegfarandi stöðvaði röð skriðdreka sem var á leið að ógna mótmælendum.

Hann var seinna handtekinn og hefur ekki sést síðan.

Myndin er hér til hægri.

Á neðri myndinni er aftur á móti æskumynd af Kamölu Harris, bandarískum stórnmálamanni, sem hugsanlega verður varaforsetaefni Joe Bidens forsetaframbjóðenda Demókrata fyrir vestan sjó.

Hér til hægri má sjá nýlegri mynd af Harris, sem undanfarið hefur verið öldungadeildarþingmaður í Kaliforníu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár