Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

101. spurningaþraut: „Þegar hann vaknaði var [hver?] enn á staðnum.“

101. spurningaþraut: „Þegar hann vaknaði var [hver?] enn á staðnum.“

Hérna er 100. spurningaþrautin, sem birtist í gær.

Aukaspurningar eru þessar:

Efri myndin sýnir brot af frægri ljósmynd. Hvað sýnir myndin í heild?

En hver er á neðri myndinni?

1.   Við hvaða fjörð stendur þorpið Suðureyri?

2.   Árið 1940 varð Winston forsætisráðherra Bretlands. Hvað hét forveri hans í embætti?

3.   Hvað heitir fyrirtækið sem á álverið í Straumsvík?

4.   Kona ein að nafni Melanie Janine Brown eignaðist árið 2007 dóttur með bandaríska grínleikaranum Eddie Murphy, þótt reyndar þyrfti hún að hóta málssókn og láta gera DNA-próf til að hann viðurkenndi faðerni dótturinnar. Brown á reyndar alls þrjár dætur á aldrinum 9 til 21s árs. En undir hvaða nafni er Brown þekktust?

5.   Alexei Sanchez heitir fótboltakarl einn og er meðal þeirra hæstlaunuðu í heimi, þótt hann hafi raunar ekki getað rassgat síðustu misseri. Undir fána hvaða þjóðar spilar Sanchez?

6.   John Tyler hét stjórnmálamaður frá Virginíu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Í apríl 1841 tók hann við embætti forseta þar í landi og flutti inn í Hvíta húsið. Hvað þykir sérstaklega merkilegt við þessa valdatöku Tylers?

7.   Þóra Guðmundsdóttir er lögfræðingur. Hvar er hana helst að finna?

8.   Ein allra stysta smásaga í heimi er eftir Augusto Monterroso frá Hondúras. Hún er svona: „Þegar hann vaknaði var [xxx] enn á staðnum.“ En hver var það, sem var enn á staðnum í þessari sögu?

9.   Hver varð fyrstur eða fyrst til að vera bæði leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og síðan Þjóðleikhússtjóri?

10.   Hver samdi tónlistin við ballettinn Svanavatnið?

Og þá eru hér svörin:

1.   Súgandafjörð.

2.   Chamberlain.

3.   Rio Tinto.

4.   Mel B., söngkona í Spice Girls.

5.   Tjíle.

6.   Fyrsti varaforsetinn sem tók við þegar forseti dó í embætti.

7.   Í bókum Yrsu Sigurðardóttur.

8.   Risaeðlan.

9.   Sveinn Einarsson.

10.   Tjækovskí.

Aukaspurningar:

Efri myndin er hluti af víðfrægri ljósmynd sem tekin var í tengslum við mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989, þegar hugrakkur vegfarandi stöðvaði röð skriðdreka sem var á leið að ógna mótmælendum.

Hann var seinna handtekinn og hefur ekki sést síðan.

Myndin er hér til hægri.

Á neðri myndinni er aftur á móti æskumynd af Kamölu Harris, bandarískum stórnmálamanni, sem hugsanlega verður varaforsetaefni Joe Bidens forsetaframbjóðenda Demókrata fyrir vestan sjó.

Hér til hægri má sjá nýlegri mynd af Harris, sem undanfarið hefur verið öldungadeildarþingmaður í Kaliforníu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár