Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

101. spurningaþraut: „Þegar hann vaknaði var [hver?] enn á staðnum.“

101. spurningaþraut: „Þegar hann vaknaði var [hver?] enn á staðnum.“

Hérna er 100. spurningaþrautin, sem birtist í gær.

Aukaspurningar eru þessar:

Efri myndin sýnir brot af frægri ljósmynd. Hvað sýnir myndin í heild?

En hver er á neðri myndinni?

1.   Við hvaða fjörð stendur þorpið Suðureyri?

2.   Árið 1940 varð Winston forsætisráðherra Bretlands. Hvað hét forveri hans í embætti?

3.   Hvað heitir fyrirtækið sem á álverið í Straumsvík?

4.   Kona ein að nafni Melanie Janine Brown eignaðist árið 2007 dóttur með bandaríska grínleikaranum Eddie Murphy, þótt reyndar þyrfti hún að hóta málssókn og láta gera DNA-próf til að hann viðurkenndi faðerni dótturinnar. Brown á reyndar alls þrjár dætur á aldrinum 9 til 21s árs. En undir hvaða nafni er Brown þekktust?

5.   Alexei Sanchez heitir fótboltakarl einn og er meðal þeirra hæstlaunuðu í heimi, þótt hann hafi raunar ekki getað rassgat síðustu misseri. Undir fána hvaða þjóðar spilar Sanchez?

6.   John Tyler hét stjórnmálamaður frá Virginíu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Í apríl 1841 tók hann við embætti forseta þar í landi og flutti inn í Hvíta húsið. Hvað þykir sérstaklega merkilegt við þessa valdatöku Tylers?

7.   Þóra Guðmundsdóttir er lögfræðingur. Hvar er hana helst að finna?

8.   Ein allra stysta smásaga í heimi er eftir Augusto Monterroso frá Hondúras. Hún er svona: „Þegar hann vaknaði var [xxx] enn á staðnum.“ En hver var það, sem var enn á staðnum í þessari sögu?

9.   Hver varð fyrstur eða fyrst til að vera bæði leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og síðan Þjóðleikhússtjóri?

10.   Hver samdi tónlistin við ballettinn Svanavatnið?

Og þá eru hér svörin:

1.   Súgandafjörð.

2.   Chamberlain.

3.   Rio Tinto.

4.   Mel B., söngkona í Spice Girls.

5.   Tjíle.

6.   Fyrsti varaforsetinn sem tók við þegar forseti dó í embætti.

7.   Í bókum Yrsu Sigurðardóttur.

8.   Risaeðlan.

9.   Sveinn Einarsson.

10.   Tjækovskí.

Aukaspurningar:

Efri myndin er hluti af víðfrægri ljósmynd sem tekin var í tengslum við mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989, þegar hugrakkur vegfarandi stöðvaði röð skriðdreka sem var á leið að ógna mótmælendum.

Hann var seinna handtekinn og hefur ekki sést síðan.

Myndin er hér til hægri.

Á neðri myndinni er aftur á móti æskumynd af Kamölu Harris, bandarískum stórnmálamanni, sem hugsanlega verður varaforsetaefni Joe Bidens forsetaframbjóðenda Demókrata fyrir vestan sjó.

Hér til hægri má sjá nýlegri mynd af Harris, sem undanfarið hefur verið öldungadeildarþingmaður í Kaliforníu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár