Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Fyrir hvern er jafnréttisparadísin Ísland?“

Jafn­rétti kynj­anna er hvergi meira en á Ís­landi, sem sit­ur í topp­sæti á kynja­jafn­rétt­islista World Economic For­um ell­efta ár­ið í röð. Þó er enn þá langt í land áð­ur en Ís­lend­ing­ar geta stát­að af full­komnu kynja­jafn­rétti.

„Fyrir hvern er jafnréttisparadísin Ísland?“

Hinn fordæmalausi COVID-19 faraldur er álagsvaldur í formi ólaunaðrar vinnu og umönnunar, sem er að mestu leyti á herðum kvenna. Heilbrigðiskerfið er einnig borið uppi af konum, sem eru 85% starfsmanna. Plánetan okkar hitnar með hverju árinu, jöklar landsins eru að bráðna og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru konur 70% þeirra sem eru á flótta sökum hamfarahlýnunar á heimsvísu. Í ljósi þessa, auk komandi efnahagssamdráttar sem spáð er sökum kórónafaraldursins, lýsa fjórar konur því hvað þær telja mikilvægast að hafa í huga á þessum ágæta kvenréttindadegi, 105 árum eftir að kosningaréttur kvenna var leiddur í lög á Íslandi.

Konurnar sem um ræður eru þær Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdstýra Kvenréttindafélags Íslands, Claudia Ashonie Wilson, lögmaður og fyrrum varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna, Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ og Eliza Reid forsetafrú, sem vakti athygli þegar hún sagðist ekki vera handtaska eiginmanns síns. 

Verðum að heyra raddir kvenna oftar 

„Þótt ástandið undanfarna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár