Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

55. spurningaþraut: Páfanöfn, dónalegur ávöxtur (?) og leyndarmál Viktoríu

55. spurningaþraut: Páfanöfn, dónalegur ávöxtur (?) og leyndarmál Viktoríu

Hver skyldi nú hafa málað auglýsingaspjaldið á myndinni hér að ofan?

Mennirnir á myndinni hér að neðan heita Edmund Hilary og Tenzing Norgay. Af hverju eru þeir svo kampakátir?

1.   Við hvaða fjörð stendur bærinn Þingeyri?

2.   Ávöxtur einn, ættaður frá Mið-Ameríku, ber nafn sem rekja má til tungu frumbyggja þar svæðinu, en þeir notuðu sama orðið yfir „eista“. Hvaða ávöxtur vakti þau hugrenningatengsl hjá mönnum?

3.   Hver var forseti Bandaríkjanna á undan Ronald Reagan?

4.   Hvaða leiksýning var valin leiksýning ársins á Grímunni, hátíð sviðslistamanna, um daginn?

5.   Hvað er Leyndarmál Viktoríu?

6.   Hver er fyrsta konan sem varð forseti Alþingis?

7.   Hvaða handboltalið þjálfar Guðjón Valur Sigurðsson?

8.   Hver er stærsta áin sem fellur í innhafið Kaspíhaf í Mið-Asíu?

9.   Hvað heitir forsætisráðherra Bretlands?

10.   Páfar kaþólsku kirkjunnar hafa yfirleitt tekið sér nýtt og kristilegt nafn þegar þeir taka við embætti. Hvað er algengasta páfanafnið?

Svör:

1.   Dýrafjörð.

2.   Avókadó.

3.   Jimmy Carter.

4.   Atómstöðin - endurlit.

5.   Undirfataframleiðandi.

6.   Guðrún Helgadóttir.

7.   Gummersbach í Þýskalandi.

8.   Volga.

9.   Boris Johnson.

10.   Jóhannes.

Toulouse Lautrec málaði myndina.

Þeir tvímenningar voru nýkomnir niður af Everst fjalli eftir að hafa komist á tind þess fyrstir allra, svo vitað sé.

Hér eru þrautirnar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár