Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

55. spurningaþraut: Páfanöfn, dónalegur ávöxtur (?) og leyndarmál Viktoríu

55. spurningaþraut: Páfanöfn, dónalegur ávöxtur (?) og leyndarmál Viktoríu

Hver skyldi nú hafa málað auglýsingaspjaldið á myndinni hér að ofan?

Mennirnir á myndinni hér að neðan heita Edmund Hilary og Tenzing Norgay. Af hverju eru þeir svo kampakátir?

1.   Við hvaða fjörð stendur bærinn Þingeyri?

2.   Ávöxtur einn, ættaður frá Mið-Ameríku, ber nafn sem rekja má til tungu frumbyggja þar svæðinu, en þeir notuðu sama orðið yfir „eista“. Hvaða ávöxtur vakti þau hugrenningatengsl hjá mönnum?

3.   Hver var forseti Bandaríkjanna á undan Ronald Reagan?

4.   Hvaða leiksýning var valin leiksýning ársins á Grímunni, hátíð sviðslistamanna, um daginn?

5.   Hvað er Leyndarmál Viktoríu?

6.   Hver er fyrsta konan sem varð forseti Alþingis?

7.   Hvaða handboltalið þjálfar Guðjón Valur Sigurðsson?

8.   Hver er stærsta áin sem fellur í innhafið Kaspíhaf í Mið-Asíu?

9.   Hvað heitir forsætisráðherra Bretlands?

10.   Páfar kaþólsku kirkjunnar hafa yfirleitt tekið sér nýtt og kristilegt nafn þegar þeir taka við embætti. Hvað er algengasta páfanafnið?

Svör:

1.   Dýrafjörð.

2.   Avókadó.

3.   Jimmy Carter.

4.   Atómstöðin - endurlit.

5.   Undirfataframleiðandi.

6.   Guðrún Helgadóttir.

7.   Gummersbach í Þýskalandi.

8.   Volga.

9.   Boris Johnson.

10.   Jóhannes.

Toulouse Lautrec málaði myndina.

Þeir tvímenningar voru nýkomnir niður af Everst fjalli eftir að hafa komist á tind þess fyrstir allra, svo vitað sé.

Hér eru þrautirnar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu