Framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðastöð Sorpu hafa kostað íbúa höfuðborgarsvæðisins um 5,3 milljarða króna. Tæknin sem notuð verður til að endurvinna sorpið kemur frá danska fyrirtækinu Aikan A/S sem varð hlutskarpast í útboði um verkið. Forsvarsmenn hjá virtu þýsku fyrirtæki segja tækni fyrirtækisins úrelda og að litlar líkur séu á því að hún muni nokkurn tímann virka almennilega. Sambærileg verksmiðja sem byggð var á tækni Aikan var reist í Elverum í Noregi árið 2006 en henni var lokað fimm árum síðar án þess að komast nokkurn tímann almennilega í gagnið. Skattgreiðendur ytra eru enn að borga ævintýrið niður.
Málefni Sorpu hafa verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarin misseri. Aðallega er það fjárhagsstaða fyrirtækisins en mikla athygli vakti þegar í ljós kom að kostnaður við uppbyggingu nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu hafði reynst verulega vanáætlaður. Var það meðal annars vegna klaufalegra bókhaldsmistaka.
Í dag er staðan sú að heildarkostnaður vegna byggingar …
Athugasemdir