Ef maður er að leita að logni, þá fer maður auðvitað á Bíldudal og hefur þá allan spennadi Arnarfjörðinn sem bónus. Hvestu, Dynjanda og auðvitað Geirþjófsfjörð.
Ef það er birtan sem kallar þá er það Langanesið, en hvergi er miðnætursólin fallegri en þarna í Norðursýslunni. Og ekki skemmir nágrennið við Dettifoss, Ásbyrgi og þessa hófstilltu fegurð og kyrrð sem Bakkafjörður sunnan við nesið hefur upp á að bjóða.

Ef það eru litir, þá er það Fjallabakið, bæði líparítfjöllin í Landmannalaugum eða hverasvæðið í Hrafntinnuskeri. Þar getur maður alveg týnt sér í þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Og hvergi eru andstæðurnar í íslenskri náttúru eins sterkar, sjóðandi jörð og íshellar í nánu nábýli. Þarna eru frábærar gönguleiðir, bæði langar og strangar, og aðrar styttri, eins og frá skálanum uppi í Laugum að Brennisteinsöldu.
Ef maður ætlar bara að ferðast til að fara í sund, þá …
Athugasemdir