Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Flytja þurfti heila deild á Landspítala

Með­al þeirra breyt­inga sem hef­ur þurft að gera á starf­semi Land­spít­ala vegna COVID-19 far­ald­urs­ins er að flytja þurfti heila deild, B-7, vegna ná­víg­is við smit­sjúk­dóma­deild. Gerð­ur Beta Jó­hanns­dótt­ir deild­ar­stjóri seg­ir að það sé við að­stæð­ur sem þess­ar sem sá auð­ur, sem býr í starfs­fólk spít­al­ans, komi virki­lega í ljós.

Flytja þurfti heila deild á Landspítala
Gerður Beta Flytja þurfti starfsemi B-7 deildarinnar vegna návígis hennar við smitsjúkdómadeild Landspítala.

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi og skipulagi Landspítala vegna COVID-19 faraldursins. Meðal annars þurfti að flytja heila deild, B-7, vegna návígis við smitsjúkdómadeild. Deildarstjóri segir að það sé við aðstæður sem þessar sem sá auður, sem býr í starfsfólk spítalans, komi virkilega í ljós.

B-7 er dagdeild gigtlækninga á Landspítala Fossvogi og þangað leita gigtarsjúklingar meðal annars til að fá lyf í æð. Slík lyf eru gefin fólki í sérstökum lyfjagjafastólum sem að öllu jöfnu eru 24 talsins. Deildin var nýverið flutt af 3. hæð á 1. hæð, í rými sem áður var nýtt til sjúkraþjálfunar, en verulega hefur dregið úr slíkri þjónustu vegna samkomubanns.

„Þetta var fyrst og fremst gert til að vernda starfsemina,“ segir Gerður Beta Jóhannsdóttir deildarstjóri B-7. „En við höfum ekki pláss fyrir nema 13 stóla, bæði erum við í minna húsnæði og við þurfum að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks sem kemur til okkar.“

LyfjagjafastóllFækka þurfti slíkum stólum úr 24 í 13 þegar flytja þurfti deildina.

Reyna að koma í veg fyrir lengri biðlista

Um 900 manns eru í reglulegri meðferð á deildinni og árlegar komur á deildina eru yfir 10.000. Spurð hvort þessi fækkun stóla hafi í för með sér að biðlistar myndist eftir lyfjagjöf svarar Gerður Beta að svo sé ekki. „Að minnsta kosti ekki ennþá og við munum gera allt sem við getum til að svo verði ekki.  Við tökum á móti fleiri hópum yfir daginn og höfum lengt opnunartímann. Það hefur auðvitað í för með sér aukið álag á starfsfólkið, en það voru allir tilbúnir til að leggja meira af mörkum til að láta þetta ganga upp.“

Önnur breyting sem gerð hefur verið á starfsemi deildarinnar er að hluti þjónustunnar fer nú fram símleiðis og Gerður Beta segir það hafa gefið góða raun. Viðhafa þurfi miklar varúðarráðstafanir á deildinni, þar sem þeir sem hana sæki séu sérlega viðkvæmir. „Við hringjum í alla daginn áður en þeir eiga að koma í meðferð til okkar og spyrjum öryggisspurninga til að tryggja að enginn komi til okkar sem gæti hafa orðið útsettur fyrir COVID-smiti.“

Gerður Beta Jóhannsdóttir deildarstjóri á B-7„Þetta hefur í raun gengið eins og í sögu með ótrúlegri lagni og fagmennsku starfsfólks deildarinnar,“ segir hún.

Deildin er ennfremur reiðubúin til að taka á móti fólki í lyfjagjöf sem er í sóttkví en hefir ekki greinst með COVID-smit.

Smitaðir gigtarsjúkingar, sem þurfa á  lyfjagjöf að halda, fá hana á öðrum stöðum á spítalans og sá hluti starfsemi deildarinnar, sem snýr að rannsóknum hefur verið færð á aðrar deildir spítalans, meðal annars hjartadeild.

Umfangsmikið verkefni

Gerður Beta segir að vissulega sé það nokkuð umfangsmikið verkefni að flytja heila deild um set. „Þetta hefur í raun gengið eins og í sögu með ótrúlegri lagni og fagmennsku starfsfólks deildarinnar. Við erum ákveðin í að láta þetta ganga upp, það er ekkert annað í  stöðunni. Allir eru lausnamiðaðir og á svona stundum kemur í ljós þvílíkur mannauður starfar hér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu