Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Flytja þurfti heila deild á Landspítala

Með­al þeirra breyt­inga sem hef­ur þurft að gera á starf­semi Land­spít­ala vegna COVID-19 far­ald­urs­ins er að flytja þurfti heila deild, B-7, vegna ná­víg­is við smit­sjúk­dóma­deild. Gerð­ur Beta Jó­hanns­dótt­ir deild­ar­stjóri seg­ir að það sé við að­stæð­ur sem þess­ar sem sá auð­ur, sem býr í starfs­fólk spít­al­ans, komi virki­lega í ljós.

Flytja þurfti heila deild á Landspítala
Gerður Beta Flytja þurfti starfsemi B-7 deildarinnar vegna návígis hennar við smitsjúkdómadeild Landspítala.

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi og skipulagi Landspítala vegna COVID-19 faraldursins. Meðal annars þurfti að flytja heila deild, B-7, vegna návígis við smitsjúkdómadeild. Deildarstjóri segir að það sé við aðstæður sem þessar sem sá auður, sem býr í starfsfólk spítalans, komi virkilega í ljós.

B-7 er dagdeild gigtlækninga á Landspítala Fossvogi og þangað leita gigtarsjúklingar meðal annars til að fá lyf í æð. Slík lyf eru gefin fólki í sérstökum lyfjagjafastólum sem að öllu jöfnu eru 24 talsins. Deildin var nýverið flutt af 3. hæð á 1. hæð, í rými sem áður var nýtt til sjúkraþjálfunar, en verulega hefur dregið úr slíkri þjónustu vegna samkomubanns.

„Þetta var fyrst og fremst gert til að vernda starfsemina,“ segir Gerður Beta Jóhannsdóttir deildarstjóri B-7. „En við höfum ekki pláss fyrir nema 13 stóla, bæði erum við í minna húsnæði og við þurfum að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks sem kemur til okkar.“

LyfjagjafastóllFækka þurfti slíkum stólum úr 24 í 13 þegar flytja þurfti deildina.

Reyna að koma í veg fyrir lengri biðlista

Um 900 manns eru í reglulegri meðferð á deildinni og árlegar komur á deildina eru yfir 10.000. Spurð hvort þessi fækkun stóla hafi í för með sér að biðlistar myndist eftir lyfjagjöf svarar Gerður Beta að svo sé ekki. „Að minnsta kosti ekki ennþá og við munum gera allt sem við getum til að svo verði ekki.  Við tökum á móti fleiri hópum yfir daginn og höfum lengt opnunartímann. Það hefur auðvitað í för með sér aukið álag á starfsfólkið, en það voru allir tilbúnir til að leggja meira af mörkum til að láta þetta ganga upp.“

Önnur breyting sem gerð hefur verið á starfsemi deildarinnar er að hluti þjónustunnar fer nú fram símleiðis og Gerður Beta segir það hafa gefið góða raun. Viðhafa þurfi miklar varúðarráðstafanir á deildinni, þar sem þeir sem hana sæki séu sérlega viðkvæmir. „Við hringjum í alla daginn áður en þeir eiga að koma í meðferð til okkar og spyrjum öryggisspurninga til að tryggja að enginn komi til okkar sem gæti hafa orðið útsettur fyrir COVID-smiti.“

Gerður Beta Jóhannsdóttir deildarstjóri á B-7„Þetta hefur í raun gengið eins og í sögu með ótrúlegri lagni og fagmennsku starfsfólks deildarinnar,“ segir hún.

Deildin er ennfremur reiðubúin til að taka á móti fólki í lyfjagjöf sem er í sóttkví en hefir ekki greinst með COVID-smit.

Smitaðir gigtarsjúkingar, sem þurfa á  lyfjagjöf að halda, fá hana á öðrum stöðum á spítalans og sá hluti starfsemi deildarinnar, sem snýr að rannsóknum hefur verið færð á aðrar deildir spítalans, meðal annars hjartadeild.

Umfangsmikið verkefni

Gerður Beta segir að vissulega sé það nokkuð umfangsmikið verkefni að flytja heila deild um set. „Þetta hefur í raun gengið eins og í sögu með ótrúlegri lagni og fagmennsku starfsfólks deildarinnar. Við erum ákveðin í að láta þetta ganga upp, það er ekkert annað í  stöðunni. Allir eru lausnamiðaðir og á svona stundum kemur í ljós þvílíkur mannauður starfar hér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár