Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skólastarf með eðlilegum hætti frá 4. maí og fjöldatakmörk rýmkuð

Skólastarf í leik- og grunn­skól­um verð­ur með eðli­leg­um hætti frá og með 4. maí. Heim­ilt verð­ur að opna fram­halds­skóla og há­skóla og fjölda­tak­mörk á sam­kom­um verða rýmk­uð. Íþrótt­astarf barna og ung­linga verð­ur leyft með viss­um skil­yrð­um. Þetta verð­ur með­al þeirra breyt­inga sem verða gerð­ar á þeim höft­um sem sett hafa ver­ið vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og taka gildi 4. maí.

Skólastarf með eðlilegum hætti frá 4. maí og fjöldatakmörk rýmkuð
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra á upplýsingafundinum í Safnahúsinu í dag. Mynd: Skjáskot

Skólastarf  í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí. Heimilt verður að opna framhaldsskóla og háskóla og fjöldatakmörk á samkomum verða rýmkuð. Íþróttastarf barna og unglinga verður leyft með vissum skilyrðum. Þetta verður meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á þeim höftum sem sett hafa verið vegna COVID-19 faraldursins og taka gildi 4. maí.

Þetta kom fram á upplýsingafundi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra sem haldinn var í Safnahúsinu við Hverfisgötu nú í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að nú væri mikilvægur tímapunktur, eins og að vera í fjallgöngu þar sem bara síðasta brekkan væri eftir. Freistandi væri að sleppa henni, en það þýddi þrjár vikur til viðbótar af hörðum takmörkunum á samkomum. Ekki mætti heldur flýta sér of hratt niður brekkuna, þar sem það gæti þýtt að smitið blossaði upp aftur.

Þessar afléttingar eru að tillögu sóttvarnalæknis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að COVID-19 faraldurinn væri líklega stærsta verkefni sem íslenskt samfélag hafi tekist á við í sameiningu.  

Enn geta komið upp hópsmit

„Faraldurinn er í rénun, það er ljóst. En það geta komið upp hópsmit,“ sagði Svandís. Hún kynnti síðan þær breytingar sem verða 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns munu miða við 50 manns, skólastarf í grunn- og leikskólum verður með eðlilegum hætti og ýmis þjónusta getur hafist aftur, en halda skal tveggja metra fjarlægð eins og kostur er. Ýmis heilbrigðisþjónusta sem fallið hefur niður mun einnig verða opnuð aftur.

Skipulagt íþróttastarf barna og ungmenna utandyra verður leyft, svo framarlega að ekki verði fleiri en 50 í hóp. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verða áfram lokaðar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á fundinum að mikilvægt væri að fara hægt í að afnema höftin. Það væri mat helstu sérfræðinga heims í  þessum efnum. Margir í samfélaginu væru afar viðkvæmir fyrir sýkingum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu