Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skólastarf með eðlilegum hætti frá 4. maí og fjöldatakmörk rýmkuð

Skólastarf í leik- og grunn­skól­um verð­ur með eðli­leg­um hætti frá og með 4. maí. Heim­ilt verð­ur að opna fram­halds­skóla og há­skóla og fjölda­tak­mörk á sam­kom­um verða rýmk­uð. Íþrótt­astarf barna og ung­linga verð­ur leyft með viss­um skil­yrð­um. Þetta verð­ur með­al þeirra breyt­inga sem verða gerð­ar á þeim höft­um sem sett hafa ver­ið vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og taka gildi 4. maí.

Skólastarf með eðlilegum hætti frá 4. maí og fjöldatakmörk rýmkuð
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra á upplýsingafundinum í Safnahúsinu í dag. Mynd: Skjáskot

Skólastarf  í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí. Heimilt verður að opna framhaldsskóla og háskóla og fjöldatakmörk á samkomum verða rýmkuð. Íþróttastarf barna og unglinga verður leyft með vissum skilyrðum. Þetta verður meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á þeim höftum sem sett hafa verið vegna COVID-19 faraldursins og taka gildi 4. maí.

Þetta kom fram á upplýsingafundi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra sem haldinn var í Safnahúsinu við Hverfisgötu nú í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að nú væri mikilvægur tímapunktur, eins og að vera í fjallgöngu þar sem bara síðasta brekkan væri eftir. Freistandi væri að sleppa henni, en það þýddi þrjár vikur til viðbótar af hörðum takmörkunum á samkomum. Ekki mætti heldur flýta sér of hratt niður brekkuna, þar sem það gæti þýtt að smitið blossaði upp aftur.

Þessar afléttingar eru að tillögu sóttvarnalæknis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að COVID-19 faraldurinn væri líklega stærsta verkefni sem íslenskt samfélag hafi tekist á við í sameiningu.  

Enn geta komið upp hópsmit

„Faraldurinn er í rénun, það er ljóst. En það geta komið upp hópsmit,“ sagði Svandís. Hún kynnti síðan þær breytingar sem verða 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns munu miða við 50 manns, skólastarf í grunn- og leikskólum verður með eðlilegum hætti og ýmis þjónusta getur hafist aftur, en halda skal tveggja metra fjarlægð eins og kostur er. Ýmis heilbrigðisþjónusta sem fallið hefur niður mun einnig verða opnuð aftur.

Skipulagt íþróttastarf barna og ungmenna utandyra verður leyft, svo framarlega að ekki verði fleiri en 50 í hóp. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verða áfram lokaðar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á fundinum að mikilvægt væri að fara hægt í að afnema höftin. Það væri mat helstu sérfræðinga heims í  þessum efnum. Margir í samfélaginu væru afar viðkvæmir fyrir sýkingum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár