Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segja nú að öllum beri að bera andlitsgrímur

Nokk­ur Evr­ópu­lönd skylda nú fólk til þess að bera and­lits­grím­ur. Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafa snú­ið af­stöðu sinni og mæl­ast nú einnig til þess. Ólaf­ur S. Andrés­son, pró­fess­or í erfða­fræði við Líf- og um­hverf­is­vís­inda­deild Há­skóla Ís­lands, seg­ir að grím­ur veiti falskt ör­yggi. Sótt­varna­lækn­ir taldi „vafa­samt“ að láta al­menn­ing bera grím­ur.

Segja nú að öllum beri að bera andlitsgrímur
Með heimatilbúna grímu Götusali í Sao Polo í Brasilíu með plastpoka fyrir vitum sér í þeim tilgangi að verjast smiti kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Nokkur Evrópulönd skylda nú þegna sína til að bera grímur á almannafæri. Mynd: NELSON ALMEIDA / AFP

Nokkur Evrópulönd skylda nú fólk til bera andlitsgrímur á almannafæri til að varna útbreiðslu COVID-19 og bandarísk stjórnvöld hafa nú tekið upp þá stefnu að mælast til þess, eftir að hafa mælst gegn því. 

Lög þessa efnis gengu í gildi í Austurríki í dag. Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, segir að grímur séu ekki fullkomin vörn gegn COVID-19 smiti og geti veitt þeim sem þær bera falskt öryggi.

Þetta segir Ólafur á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svarar spurningum um hvaða gagn grímur geri gegn COVID-19 smiti.

Í svari sínu segir Ólafur að grímur komi einkum að gagni við tvenns konar aðstæður. Í fyrsta lagi til að verja heilbrigðisstarfsfólk gegn sýkingum þegar það umgengst fólk með COVID-19-sýkingu. Þar sé þá um að ræða sérstakar sóttvarnargrímur með smáum götum sem hleypa ekki í gegn örsmáum ögnum svo sem veirum. Þær séu dýrar og af skornum skammti.

Trefill getur hremmt dropa

Ólafur S Andrésson prófessor við HÍ

Í öðru lagi geti einfaldar grímur, trefill eða annað klæði, hremmt dropa sem myndast við hóst og hnerra. „Talið er að SARS-CoV-2 veiran (sem veldur COVID-19) berist einkum milli manna beint með slíkum úðadropum, eða óbeint um fleti sem fólk snertir,“ skrifar Ólafur í svari sínu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á stöðufundi Almannavarna fyrir helgi þar sem hann sagði að gríma gæti veitt fólki falskt öryggi.

Á vef Landspítala, þar sem finna má ráðleggingar um sýkingavarnir gegn COVID-19, segir að engin ástæða sé fyrir heilbrigt fólk að bera grímu nema það sinni umönnum fólks sem hugsanlega gæti verið sýkt eða að viðkomandi finnu fyrir flensueinkennum. Þá segir í leiðbeiningunum að gríma komi aðeins að gagni ef sá sem hana noti stundi reglulega handhreinsun.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á blaðamannafundi almannavarna á föstudag það vera vafasamt að fá almenning til að bera grímur. „Að almenningur gangi með grímur er mjög vafasamt. Það er engin stofnun eða ábyrgur aðili sem mælir með því. Ég veit að í Bandaríkjunum hafa þeir verið að tala um þetta en ég alla vega set spurningamerki við þetta.“

Tekið til sinna ráðaÞessi íbúi á Filippseyjum útbjó grímu úr vatnsbrúsa. Óvíst er hversu mikla vörn gríma sem þessi veitir gegn COVID-19 smiti.

Landlæknir útbýr grímu úr stuttermabol

Fyrir helgi beindi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þeim tilmælum til bandarísks almennings að skýla nefi og munni á almannafæri. Sjálfur sagðist Trump þó ekki ætla að bera grímu.

Í kjölfarið birti Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, um helgina leiðbeiningar á vefsíðu sinni um hvernig útbúa megi slíkar grímur. Myndband sem sýnir  Jerome Adams landlækni Bandaríkjanna, útbúa grímu úr stuttermabol hefur vakið töluverða athygli og fengið mikið áhorf.

Fjöldi fólks um allan heim hefur tekið upp á því að útbúa sínar eigin andlitsgrímur til að verjast mögulegu veirusmiti.

Ný lög í Austurríki

Frá og með deginum í dag ber öllum þeim, sem fara inn í dagvöruverslanir og apótek í Austurríki að bera grímu.  Kanslari landsins, Sebastian Kurz, hefur sagt að ekki sé útilokað að þetta muni fljótlega eiga við um öll önnur almannarými. Austurríki gengur ekki jafnlangt í þessum efnum og Bosina-Hersegóvína, Slóvakía og Tékkland, þar sem fólki ber að bera grímu fari það út fyrir heimili sín.

Nú er í gangi þjóðarátak í Tékklandi þar sem fólk er hvatt til að bera grímur og útbúa þær sjálft. Í myndskeiði, sem stjórnvöld létu gera, er meðal annars fullyrt að Tékkum hafi tekist að hamla útbreiðslu veirunnar með þessum aðgerðum.

Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin, WHO, segir að þeir einir eigi að bera grímur sem séu með einkenni COVID-19 eða séu á einhvern hátt útsettir fyrir smiti. Á vefsíðu stofnunarinnar er áréttað að einnota grímur eigi eingöngu að nota í eitt skipti. Mikil eftirspurn sé eftir grímum alls staðar í heiminum og fólki því ráðlagt að nota þær á skynsamlegan hátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár