Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fór í frí og kemst ekki heim til sín

Guð­mund­ur Ingi Jóns­son al­þjóða­við­skipta­fræð­ing­ur býr í borg­inni Hai­men í Jin­angsu-hér­aði á aust­ur­strönd Kína. Hann fór það­an til Fil­ipps­eyja um miðj­an janú­ar, í það sem átti að vera stutt frí, en vegna ým­issa ferða­tak­mark­ana vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hef­ur hann ekki kom­ist til síns heima og dvel­ur nú í Taílandi. Þar í landi tók út­göngu­bann gildi í gær.

Fór í frí og kemst ekki heim til sín
Ströndin í Hua Hin í Taílandi Fáir eru á ferli á ströndinni, sem að öllu jöfnu iðar af lífi og fjöri. Útgöngubann gekk í gildi í Taílandi í dag. Mynd: Guðmundur Ingi Jónsson

Guðmundur Ingi Jónsson alþjóðaviðskiptafræðingur hefur um tveggja ára skeið verið búsettur í borginni Haimen í Jiangsu-héraði á austurströnd Kína þar sem hann kennir hagfræði og viðskiptatengdar greinar. Hann fór þaðan til Filippseyja um miðjan janúar, í það sem átti að vera stutt frí.  Síðan þá hafa verið settar ýmsar ferðatakmarkanir til og frá Kína vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins og Guðmundur, sem hefur fært sig um set til Taílands, hefur ekki enn komist heim til sín og alls óvíst er hvenær af því verður.

Í dag gekk í gildi útgöngubann á Taílandi vegna faraldursins og þar er nú eingöngu veitt nauðsynleg þjónusta.

Ströndin í Hua Hin í TaílandiÞar sjást fáir á ferli. Útgöngubann sem nær yfir hluta sólarhringsins tók gildi í landinu í dag.

„Ég er í strandbæ sem heitir Hua Hin, það er heilmikill Tenerife bragur hér og hingað kemur mikið af fólki frá Norðurlöndunum,“ svarar Guðmundur spurður hvar hann sé.

Þar hefur hann verið undanfarnar fimm vikur og hefur getað sinnt starfi sínu í fjarvinnu hingað til, enda var skólanum sem hann starfar við lokað um tíma og fjarkennsla tekin upp. 

Hefði þurft að fara í langa sóttkví á vegum yfirvalda 

Að störfumGuðmundur Ingi hefur getað sinnt störfum sínum í Kína frá Taílandi í gegnum fjarfundabúnað.

Hann segir að hann hafi valið að snúa ekki aftur til Kína að svo stöddu sé að þeir, sem koma inn í landið, þurfi að fara í nokkurra vikna sóttkví, stundum fleiri en eina, í húsnæði eða hóteli á vegum hins opinbera. „Það er talsvert annað fyrirkomulag á þessum málum í Kína en til dæmis í Evrópu. Skólinn sem ég kenni við hefði fyrst sett mig í sóttkví og síðan hefðu yfirvöld einnig gert það. Ég þekki dæmi um útlendinga sem búa í Kína og hafa þurft að vera í sóttkví á gistiheimilum eða hótelum á vegum ríkisins í margar vikur á eigin kostnað.“

Þegar tilkynnt var að skólinn sem hann starfar við yrði opnaður á nýjan leik um mánaðamótin ákvað hann engu að síður að snúa aftur til Kína. Hann hugði á þá ferð um síðustu helgi, en tveimur dögum áður en hann ætlaði að láta verða af því var lokað fyrir allar komur útlendinga til landsins. Guðmundur hefur búið og starfað í Kína í nokkur ár, en hann segir að það skipti engu máli í þessu sambandi.

Sagt vera útlendingum að kenna

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár