Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fór í frí og kemst ekki heim til sín

Guð­mund­ur Ingi Jóns­son al­þjóða­við­skipta­fræð­ing­ur býr í borg­inni Hai­men í Jin­angsu-hér­aði á aust­ur­strönd Kína. Hann fór það­an til Fil­ipps­eyja um miðj­an janú­ar, í það sem átti að vera stutt frí, en vegna ým­issa ferða­tak­mark­ana vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hef­ur hann ekki kom­ist til síns heima og dvel­ur nú í Taílandi. Þar í landi tók út­göngu­bann gildi í gær.

Fór í frí og kemst ekki heim til sín
Ströndin í Hua Hin í Taílandi Fáir eru á ferli á ströndinni, sem að öllu jöfnu iðar af lífi og fjöri. Útgöngubann gekk í gildi í Taílandi í dag. Mynd: Guðmundur Ingi Jónsson

Guðmundur Ingi Jónsson alþjóðaviðskiptafræðingur hefur um tveggja ára skeið verið búsettur í borginni Haimen í Jiangsu-héraði á austurströnd Kína þar sem hann kennir hagfræði og viðskiptatengdar greinar. Hann fór þaðan til Filippseyja um miðjan janúar, í það sem átti að vera stutt frí.  Síðan þá hafa verið settar ýmsar ferðatakmarkanir til og frá Kína vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins og Guðmundur, sem hefur fært sig um set til Taílands, hefur ekki enn komist heim til sín og alls óvíst er hvenær af því verður.

Í dag gekk í gildi útgöngubann á Taílandi vegna faraldursins og þar er nú eingöngu veitt nauðsynleg þjónusta.

Ströndin í Hua Hin í TaílandiÞar sjást fáir á ferli. Útgöngubann sem nær yfir hluta sólarhringsins tók gildi í landinu í dag.

„Ég er í strandbæ sem heitir Hua Hin, það er heilmikill Tenerife bragur hér og hingað kemur mikið af fólki frá Norðurlöndunum,“ svarar Guðmundur spurður hvar hann sé.

Þar hefur hann verið undanfarnar fimm vikur og hefur getað sinnt starfi sínu í fjarvinnu hingað til, enda var skólanum sem hann starfar við lokað um tíma og fjarkennsla tekin upp. 

Hefði þurft að fara í langa sóttkví á vegum yfirvalda 

Að störfumGuðmundur Ingi hefur getað sinnt störfum sínum í Kína frá Taílandi í gegnum fjarfundabúnað.

Hann segir að hann hafi valið að snúa ekki aftur til Kína að svo stöddu sé að þeir, sem koma inn í landið, þurfi að fara í nokkurra vikna sóttkví, stundum fleiri en eina, í húsnæði eða hóteli á vegum hins opinbera. „Það er talsvert annað fyrirkomulag á þessum málum í Kína en til dæmis í Evrópu. Skólinn sem ég kenni við hefði fyrst sett mig í sóttkví og síðan hefðu yfirvöld einnig gert það. Ég þekki dæmi um útlendinga sem búa í Kína og hafa þurft að vera í sóttkví á gistiheimilum eða hótelum á vegum ríkisins í margar vikur á eigin kostnað.“

Þegar tilkynnt var að skólinn sem hann starfar við yrði opnaður á nýjan leik um mánaðamótin ákvað hann engu að síður að snúa aftur til Kína. Hann hugði á þá ferð um síðustu helgi, en tveimur dögum áður en hann ætlaði að láta verða af því var lokað fyrir allar komur útlendinga til landsins. Guðmundur hefur búið og starfað í Kína í nokkur ár, en hann segir að það skipti engu máli í þessu sambandi.

Sagt vera útlendingum að kenna

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár