Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ísland í hópi Vestur-Evrópuríkja sem gera minnst til að dempa skellinn

Stund­in gerði tölu­leg­an sam­an­burð á um­fangi rík­is­fjár­mála­að­gerða nokk­urra Evr­ópu­ríkja.

Ísland í hópi Vestur-Evrópuríkja sem gera minnst til að dempa skellinn
Ríkið hleypur undir bagga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar á Alþingi og var hann samþykktur með breytingum í lok mars. Mynd: Pressphotos

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað minni aukningu ríkisútgjalda og lækkun skatta til að bregðast við efnahagsskellinum vegna COVID-19 veirunnar heldur en Danmörk og Þýskaland. Þá er heildarumfang brúarlána til fyrirtækja, sem íslenska ríkið ábyrgist allt að 70 prósent af, minna en lánafyrirgreiðslurnar sem stjórnvöld flestra nágrannalanda ætla að tryggja fyrirtækjum í rekstrarörðugleikum. 

„Ég ætla bara að lýsa þeirri skoðun minni að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til eru að öllum líkindum ekki nóg,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi á fimmtudag og bætti því við að hið opinbera þyrfti að stíga enn stærri skref til að bregðast við samdrættinum vegna faraldursins. Á mánudag greindi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svo frá því að frekari aðgerða væri að vænta eftir páska. Gríðarlegur fjöldi umsókna um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli og fyrirheit um framlengingu hlutabótaúrræðisins benda jafnframt til þess að útgjöld ríkisins vegna þegar samþykktra aðgerða verði enn meiri en gert …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár