Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gjafir streyma inn á Landspítalann

„Ég held að fá orð fái lýst því hvað við er­um þakk­lát,“ seg­ir Bene­dikt Ol­geirs­son á Land­spít­al­an­um. Setja þurfti af stað sér­stakt verk­efni og vef­síðu til að taka við gjöf­um og er­ind­um. Spít­al­inn fær allt frá orku­drykkj­um og orku­stöng­um til önd­un­ar­véla og þá er tals­vert um að spít­al­an­um ber­ist fé úr stór­um og smá­um söfn­un­um og boð um ým­is kon­ar að­stoð.

Gjafir streyma inn á Landspítalann
COVID-19 Landspítali er undir miklu álagi í veirufaraldrinum og margir bjóða spítalanum aðstoð á ýmsa vegu. Mynd: Landspítali / Þorkell Þorkelsson

Landspítala berst nú fjöldi gjafa af ýmsum toga og úr mörgum áttum; allt frá orkudrykkjum og orkustöngum til öndunarvéla og þá er talsvert um að spítalanum berist fé úr stórum og smáum söfnunum og boð um ýmis konar aðstoð.

Benedikt OlgeirssonHann leiðir að öllu jöfnu uppbyggingu Landspítalaþorpsins og meðferðarkjarna spítalans, en lagði það verkefni til hliðar tímabundið. Hann segir það eiga við um fleiri starfsmenn spítalans sem nú sinni verkefnum sem tengist COVID-19 faraldrinum.

Margir hugsa greinilega hlýtt til Landspítala þessa dagana, enda gríðarlegt álag á starfseminni vegna COVID-19 faraldursins. „Það er greinilegt að þjóðin er öll saman í þessu,“ segir Benedikt Olgeirsson sem stýrir verkefninu Stöndum með Landspítala, en samnefnd vefsíða var opnuð á vef spítalans til að halda utan um þann fjölda erinda sem berst víðs vegar að með boðum um aðstoð og gjafir. 

Allt samfélagið er með í þessu

Að sögn Benedikts koma gjafirnar bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. „Við fengum 15 öndunarvélar að gjöf fyrir skömmu. Við fáum talsvert af orkugefandi matvöru eins og til dæmis bústi og orkustöngum handa starfsfólkinu sem er afskaplega vel þegið. Fólk, sem er með góð alþjóðleg viðskiptasambönd, hefur samband og býðst til að vera okkur innan handar við kaup á tækjum og búnaði og verkfræðimenntað fólk býðst til að aðstoða okkur við ýmsar lausnir sem fylgja þeim breytingum sem hefur þurft að gera á spítalanum. Svo hafa innlendir framleiðendur verið í sambandi og boðið okkur vöru sína. Það er greinilegt að allt samfélagið er með okkur í þessu.“

Læknar eiga sjúklingasamtöl með spjaldtölvum

Benedikt segir að margir vilji aðstoða spítalann við tækjakaup og fyrir tilstuðlan þess hefur spítalinn meðal annars keypt talsvert af litlum spjaldtölvum fyrir lækna. „Þær eru svo litlar að þær passa vel í vasann á læknasloppnum og sýna skýrar og góðar myndir sem nýtast vel í klínísku starfi . Með þeim geta læknar átt myndsímtöl við sjúklinga og þurfa þá ekki að fara inn á stofurnar til þeirra í þeim tilvikum sem um COVID-19 smit er að ræða.“

Benedikt leiðir að öllu jöfnu uppbyggingu Landspítalaþorpsins og meðferðarkjarna spítalans, en lagði það verkefni til hliðar tímabundið. Hann segir það eiga við um fleiri starfsmenn spítalans sem nú sinni verkefnum sem tengist COVID-19 faraldrinum. „Landspítali er undir miklu álagi, við höfum þurft að gjörbylta starfseminni að sumu leyti á skömmum tíma. Það eru allar deildir spítalans að vinna að því með einum eða öðrum hætti að komast í gegnum faraldurinn á sem bestan hátt og á sama tíma þurfum við að halda sjó með aðra starfsemi og aðra sjúklingahópa. Það er gríðarlegt álag á starfsfólk í framlínu en það er líka aukið álag á fólk í stoðdeildum. Meðal annars hefur upplýsingatæknideildin okkar unnið í að þróa nýjan hugbúnað til að styðja við þessar gjörbreyttar aðstæður.“

„Ég held að fá orð fái lýst því hvað við erum þakklát“

Benedikt segir ljóst að Landspítali eigi marga og góða vini.  „Það er afskaplega jákvætt að finna þennan hlýhug, spítalinn er undir mklu álagi, mikið álag á öllum stoðeiningum.  Ég held að fá orð fái lýst því hvað við erum þakklát fyrir þann samhug sem við finnum,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár