Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Falskar fréttir um COVID-19 dreifast milli fólks

Að þurrka hend­urn­ar með hár­þurrku, þamba áfengi eða halda niðri í sér and­an­um er eng­in vörn gegn COVID-19 smiti, Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in WHO og breska rík­is­stjórn­in vara við fölsk­um full­yrð­ing­um um veiruna. Trine Bram­sen, varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur seg­ir að öfga­hóp­ar muni not­færa sér ástand­ið til að breiða út fals­frétt­ir.

Falskar fréttir um COVID-19 dreifast milli fólks
COVID-19 Ýmsir vara við falsfréttum um COVID-19, meðal þeirra eru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO og breska ríkisstjórnin. Mynd: Shutterstock

Í skugga COVID-19 faraldursins þrífast falsfréttir og rangar staðhæfingar. Þetta fullyrða Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO og breska ríkisstjórnin sem sjá ástæðu til að vara við fölskum fullyrðingum um COVID-19 veiruna. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur segir að öfgahópar muni notfæra sér ástandið til að breiða út falsfréttir.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar nú við fullyrðingum um að granda megi veirunni með því að bera hendurnar undir rafmagnshandþurrku. Í tilkynningu WHO sem birt var á Twitter segir að fullyrðingar þessa efnis, sem farið hafi víða á samfélagsmiðlum, séu skaðlegar. „Hjálpumst að við að stöðva útbreiðslu rangra upplýsinga,“ segir í Twitter-færslu WHO. „Kannið sannleiksgildi áður en þið deilið.“

Og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sér ástæðu til að kveða fleiri töfraráð í kútinn. Meðal annars að óhófleg áfengisneysla drepi veiruna og það, að halda niðri í sér andanum í tíu sekúndur, geri það líka. 

Trine BramsenVarnarmálaráðherra Danmerkur varar við dreifingu falsfrétta.

„Það er fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur,“ segir Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, í viðtali við Jyllands-Posten. „Það leikur enginn vafi á að stórveldi muni nýta sér krísuásandið. Það er meðal annars hætta á útbreiðslu vísvitandi rangra upplýsinga sem geta skaðað orðstí Danmerkur og haft neikvæð áhrif á viðskipti og ferðaþjónustu,“ segir Bramsen.

Hún segir að sér sé kunnugt um falsað myndskeið, sem sé í dreifingu í Kína, sem sýni dönsk skólabörn syngja níðvísur um Kína.

Í sama streng taka yfirmenn leyniþjónusta og öryggislögreglu Noregs og Svíþjóðar í umfjöllun Jyllands-Posten. Þeir segjast hafa orðið varir við að öfgahópar nýti sér ástandið.

Stofna deild gegn falsfréttum og -tölvupóstum

Breska ríkisstjórnin hefur nú skorið upp herör gegn falsfréttum um COVID-19 og falstölvupóstum sem sendir eru til fólks með allskyns misvísandi upplýsingum og loforðum um lækningu og hefur sérstakri deild verið komið á fót innan breska stjórnkerfisins til að leiðrétta rangan fréttaflutning af veirusmitinu. 

Í tilkynningu, sem breska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær, segir að deildin kallist The Rapid Response Unit, í henni starfi sérfræðingar í stjórnsýslu og tölvumálum, hún starfi undir forsætisráðuneytinu og meðal verkefna hennar er að bera kennsl á falsfréttir, hafa samband við þær efnisveitur sem birta slíkt efni og fræða almenning um hvernig bera megi kennsl á slíkar fréttir. Þá mun deildin starfa með heilbrigðiskerfinu við að koma á framfæri réttum upplýsingum um veiruna og ráðum til að koma í veg fyrir sýkingar. 

Í samstarfi við samfélagsmiðla

Í tilkynningu bresku ríkisstjórnarinnar segir að í hverri viku berist stjórnvöldum um 70 tilkynningar um misvísandi og jafnvel hættulegar fréttir og umfjallanir. Þar er haft eftir Oliver Dowden, menningarmálaráðherra Breta, að ríkisstjórnin eigi nú í samstarfið við ýmsa samfélagmiðla og að hann muni þrýsta á þá til að grípa til frekari aðgerða til að koma í veg fyrir rangfærslur og falsfréttir sem gætu kostað mannslíf. 

Ekki hægt að prófa sjálfan sig

„Það er ekki hægt að prófa sjálfan sig fyrir COVID-19 með því að halda niðri í sér andanum í tíu sekúndur,“ segir Penny Mordaunt, ráðherra í bresku ríkisstjórninni. 

„Og það er ekki hægt að lækna veikina með því að skola kverkarnar með vatni í 15 sekúndur. Þetta er sá falski fréttaflutningur sem við höfum séð koma frá þeim sem fullyrða að þeir séu sérfræðingar í heilbrigði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár