Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Falskar fréttir um COVID-19 dreifast milli fólks

Að þurrka hend­urn­ar með hár­þurrku, þamba áfengi eða halda niðri í sér and­an­um er eng­in vörn gegn COVID-19 smiti, Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in WHO og breska rík­is­stjórn­in vara við fölsk­um full­yrð­ing­um um veiruna. Trine Bram­sen, varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur seg­ir að öfga­hóp­ar muni not­færa sér ástand­ið til að breiða út fals­frétt­ir.

Falskar fréttir um COVID-19 dreifast milli fólks
COVID-19 Ýmsir vara við falsfréttum um COVID-19, meðal þeirra eru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO og breska ríkisstjórnin. Mynd: Shutterstock

Í skugga COVID-19 faraldursins þrífast falsfréttir og rangar staðhæfingar. Þetta fullyrða Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO og breska ríkisstjórnin sem sjá ástæðu til að vara við fölskum fullyrðingum um COVID-19 veiruna. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur segir að öfgahópar muni notfæra sér ástandið til að breiða út falsfréttir.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar nú við fullyrðingum um að granda megi veirunni með því að bera hendurnar undir rafmagnshandþurrku. Í tilkynningu WHO sem birt var á Twitter segir að fullyrðingar þessa efnis, sem farið hafi víða á samfélagsmiðlum, séu skaðlegar. „Hjálpumst að við að stöðva útbreiðslu rangra upplýsinga,“ segir í Twitter-færslu WHO. „Kannið sannleiksgildi áður en þið deilið.“

Og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sér ástæðu til að kveða fleiri töfraráð í kútinn. Meðal annars að óhófleg áfengisneysla drepi veiruna og það, að halda niðri í sér andanum í tíu sekúndur, geri það líka. 

Trine BramsenVarnarmálaráðherra Danmerkur varar við dreifingu falsfrétta.

„Það er fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur,“ segir Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, í viðtali við Jyllands-Posten. „Það leikur enginn vafi á að stórveldi muni nýta sér krísuásandið. Það er meðal annars hætta á útbreiðslu vísvitandi rangra upplýsinga sem geta skaðað orðstí Danmerkur og haft neikvæð áhrif á viðskipti og ferðaþjónustu,“ segir Bramsen.

Hún segir að sér sé kunnugt um falsað myndskeið, sem sé í dreifingu í Kína, sem sýni dönsk skólabörn syngja níðvísur um Kína.

Í sama streng taka yfirmenn leyniþjónusta og öryggislögreglu Noregs og Svíþjóðar í umfjöllun Jyllands-Posten. Þeir segjast hafa orðið varir við að öfgahópar nýti sér ástandið.

Stofna deild gegn falsfréttum og -tölvupóstum

Breska ríkisstjórnin hefur nú skorið upp herör gegn falsfréttum um COVID-19 og falstölvupóstum sem sendir eru til fólks með allskyns misvísandi upplýsingum og loforðum um lækningu og hefur sérstakri deild verið komið á fót innan breska stjórnkerfisins til að leiðrétta rangan fréttaflutning af veirusmitinu. 

Í tilkynningu, sem breska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær, segir að deildin kallist The Rapid Response Unit, í henni starfi sérfræðingar í stjórnsýslu og tölvumálum, hún starfi undir forsætisráðuneytinu og meðal verkefna hennar er að bera kennsl á falsfréttir, hafa samband við þær efnisveitur sem birta slíkt efni og fræða almenning um hvernig bera megi kennsl á slíkar fréttir. Þá mun deildin starfa með heilbrigðiskerfinu við að koma á framfæri réttum upplýsingum um veiruna og ráðum til að koma í veg fyrir sýkingar. 

Í samstarfi við samfélagsmiðla

Í tilkynningu bresku ríkisstjórnarinnar segir að í hverri viku berist stjórnvöldum um 70 tilkynningar um misvísandi og jafnvel hættulegar fréttir og umfjallanir. Þar er haft eftir Oliver Dowden, menningarmálaráðherra Breta, að ríkisstjórnin eigi nú í samstarfið við ýmsa samfélagmiðla og að hann muni þrýsta á þá til að grípa til frekari aðgerða til að koma í veg fyrir rangfærslur og falsfréttir sem gætu kostað mannslíf. 

Ekki hægt að prófa sjálfan sig

„Það er ekki hægt að prófa sjálfan sig fyrir COVID-19 með því að halda niðri í sér andanum í tíu sekúndur,“ segir Penny Mordaunt, ráðherra í bresku ríkisstjórninni. 

„Og það er ekki hægt að lækna veikina með því að skola kverkarnar með vatni í 15 sekúndur. Þetta er sá falski fréttaflutningur sem við höfum séð koma frá þeim sem fullyrða að þeir séu sérfræðingar í heilbrigði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár