Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni“

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir bið­ur fólk um að fylgja fyr­ir­mæl­um al­manna­varna. Sjálf fór hún út á land með fjöl­skyld­una, til að forð­ast ná­vígi við ann­að fólk.

„Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni“

„Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni,“ skrifar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, um leið og hún biður fólk um að fara varlega og fylgja fyrirmælum almannavarna. 

„Það er í mér beygur og ég get ekki vel skýrt af hverju hann stafar. Mér líður ekkert ósvipað og síðustu mánuðina sem Stefán lifði. Þegar maður vissi að það var enga stjórn hægt að hafa á framgangi mála, allt færi á versta veg.“ 

Eftir fráfall Stefáns sé hún meðvituð um að yngstu börnin eigi bara eitt foreldri og því mikilvægt að hún standi upprétt eitthvað aðeins lengur. Fjölskyldan er nú í sjálfskipaðri sóttkví úti á landi, þar sem hún ákvað að taka börnin úr skóla og fara nær náttúrunni. Hún segist finna fyrir eirðarleysi gagnvart aðstæðum, en þakkar fyrir að þau séu öll hraust. 

Nú sé það skylda okkar allra að gæta að heilbrigði okkar nánustu. Allir þeir sem komist heilbrigðir í gegnum næstu vikur geri samfélaginu mikið gagn. Því sé það skylda okkar að virða samkomubann og gæta þess eins og kostur er að smitast ekki, eða smita aðra.

„Það var raunalegt að horfa á Víði á fundinum í dag þar sem hann var forviða á hegðun fólks og íþróttafélaga sem hundsa samkomubann. Við eigum að vera forviða líka. Að fylgja þessum fyrirmælum er nú það minnsta sem við getum gert fyrir samfélagið okkar.“ 

Fólk mun veikjast

Pistill hennar er birtur í heild sinni hér að neðan. 

Það er í mér beygur og ég get ekki vel skýrt af hverju hann stafar. Mér líður ekkert ósvipað og síðustu mánuðina sem Stefán lifði. Þegar maður vissi að það var enga stjórn hægt að hafa á framgangi mála, allt færi á versta veg. Nú kann einhver að segja að ég sé svartsýn og kannski takist íslenskum stjórnvöldum að hafa hemil á veiruskrattanum með ákvörðunum sínum. En eftir stendur að fólk mun veikjast mikið og deyja hér á Íslandi af völdum Covid-19 og það mun snerta okkur öll. Það mun auka á kvíða okkar þegar fólk fer að týnast af sjónarsviðinu. Jafnvel þótt við þekkjum viðkomandi ekki neitt.

Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni og kann því illa, hef lifað í frjálsu falli óhrædd við allt og alla fram á þennan dag. Núna er ég afar meðvituð um það að börnin mín yngstu eiga bara eitt foreldri og að það er mikilvægt að ég standi upprétt eitthvað aðeins lengur.

Ég haga mér eins og áður þegar ég hef ekki ráðið neitt við neitt, dálítið eirðarlaus, bjástra mikið við eitt og annað misgagnlegt, tek til, blessa uppvaskið og vissuna um það að vinnan göfgar manninn og að aðgerðaleysi er kvíðavaldandi. Ég fylgist með fréttum og ekki bara innlendum fréttum og fyrirmælum framvarðarsveitarinnar heldur reyni ég að lesa mér til um ástandið víða um heim og sjúkdóminn eins mikið og mér er unnt. Mér líður betur þegar mér finnst ég hafa kynnt mér eitthvað sjálf og mér lýst sannarlega ekkert á blikuna og skynja að auki áþreifanlega vanmátt framvarðarsveitarinnar hugprúðu. Þau eru að gera sitt besta og augljóslega afbragðsfólk en þau eru hvorki spámenn né töframenn þótt þau reyni að feta vandratað einstigi upplýsingar og kvíðastjórnunar.

„Haldið ykkur frá öðru fólki en frískum fjölskyldumeðlimum ef þess er nokkur kostur“

En hvað getum við sjálf gert? Tilmæli til fólks eru allstaðar þau sömu. Gætið ykkar með einu ráðunum sem í boði eru: Haldið ykkur frá öðru fólki en frískum fjölskyldumeðlimum ef þess er nokkur kostur. Og það gefur okkur öllum tilgang í þessari baráttu að gera einmitt það.

Ég hlusta eftir innsæi mínu og eðlisávísun sem sagði mér að þrátt fyrir að skólar standi opnir að það væri skynsamlegt að taka börnin mín úr skóla og takmarka umgengni þeirra við önnur börn til að minnka smithættu og fyrst við hefðum tök á því að fara út á land ættum við að gera það.

Eitthvað sagði mér að samveran gæti orðið bærilegri og fjölbreyttari þar sem hægt er að vera úti í náttúrunni. Nú erum við í sjálfskipaðri sóttkví því ekki viljum við eiga það á hættu að smita sveitunga af Covid19 ef ske kynni að við hefðum nú þegar smitast sem ég veit ekkert um.

Ég veit að ég hef það gott að geta gert þetta og að líða vel með fólkinu mínu. Það eru ekki nándar nærri allir sem líður vel heima hjá sér eða með sínum næststandandi.

Það tekur á taugarnar að vera heima með börnunum sínum öllum stundum, þeim finnst ég heldur leiðinlegur kennari og ég sting ekki upp á nógu skemmtilegum hlutum. Ég reyni eins og ég get að vanþakka ekki óþreyjuna og pirringinn í börnunum, maður verður víst nógu fljótt gamall og einn. Það er ekkert auðvelt fyrir börn að vera svipt frelsi sínu. Og mikið vildi ég að ég byggi yfir meira æðruleysi og gæti hamið skap mitt betur.

En börnin eru hraust og ég og elskan mín líka. Það er mikils virði. Best er sæta lagi og gera eitthvað fyrir sjálfan sig þegar börnin hafa fundið eitthvað að bauka við af sjálfsdáðum.

Ég held ekki að við getum flúið flensuna, flensan snertir sennilega flesta landsmenn fyrir rest en ég veit hinsvegar að í hönd ganga afar erfiðar vikur á Íslandi þar sem heilbrigðiskerfið verður reynt til þrautar og mér finnst að skylda okkar allra að gæta heilbrigðis okkar nánustu. Því allir sem komast heilbrigðir í gegnum næstu vikur gera samfélagi sínu mikið gagn. Þess vegna er það skylda okkar allra að virða samkomubann og gæta þess eins og kostur er að smitast ekki eða smita aðra. Það var raunalegt að horfa á Víði á fundinum í dag þar sem hann var forviða á hegðun fólks og íþróttafélaga sem hundsa samkomubann. Við eigum að vera forviða líka. Að fylgja þessum fyrirmælum er nú það minnsta sem við getum gert fyrir samfélagið okkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár