Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fastur í Austurríki vegna útgöngubanns: „Langaði til að komast heim“

Tryggvi Örn Gunn­ars­son verk­fræð­ing­ur býr í borg­inni Inns­bruck í Týról í Aust­ur­ríki. Hann hafði hug á að koma til Ís­lands þeg­ar COVID-19 far­ald­ur­inn fór að fær­ast í auk­ana, en kemst nú hvergi þar sem út­göngu­bann er í land­inu og sí­fellt ver­ið að herða þær tak­mark­an­ir sem því fylgja.

Fastur í Austurríki vegna útgöngubanns: „Langaði til að komast heim“
Í útgöngubanni Tryggvi Örn Gunnarsson verkfræðingur er búsettur í borginni Innsbruck í Týról-héraðinu í Austurríki. Mynd: Aðsend

Tryggvi Örn Gunnarsson verkfræðingur er búsettur í borginni Innsbruck í Týról-héraðinu í Austurríki. Hann hafði hug á að koma til Íslands þegar COVID-19 faraldurinn fór að færast í aukana, en kemst nú hvergi þar sem útgöngubann er í landinu og sífellt verið að herða þær takmarkanir sem því fylgja. 

„Mig langaði til að komast heim til Íslands áður en öllu yrði lokað. Mér finnst margt benda til þess að útgöngubannið muni vara lengur en til 13. apríl eins og staðan er núna. Við erum við landamærin að Ítalíu og margir hér óttast að ástandið verði svipað hér og þar,“  segir Tryggvi.

Hann hafði fengið þær upplýsingar að hann ætti að geta komist yfir landamærin að Þýskalandi og þaðan til Íslands ef hann væri með gildan flugmiða, en við nánari eftirgrennslan reyndist það ekki vera rétt. „Við megum ekki fara út fyrir bæjarmörkin. Þannig að ég er ekki að fara eitt né neitt,“ segir Tryggvi. 

„Það eina góða við þetta er að ég hef kynnst nágrönnum mínum talsvert betur.“ 

Útgöngubannið hert 

Hann segir að útgöngubann hafi verið sett í landinu fyrir rúmri viku. „Það hefur verið hert enn frekar undanfarna daga. Til dæmis mátti fara út að hlaupa eða ganga til að byrja með, en það má ekki lengur. Við megum fara út í búð til að kaupa mat, í apótek, til læknis og fara örstutt út með hund. Ég fór síðast út á föstudaginn til að kaupa í matinn og ætli ég þurfi ekki að fara út í dag, það er orðið tómt í skápunum hjá mér.“

„Til dæmis mátti fara út að hlaupa eða ganga til að byrja með, en það má ekki lengur“

Tryggvi býr við eina fjölförnustu götuna í Innsbruck og segir að nú sé býsna tómlegt að litast út um gluggann. „Á daginn, á meðan búðir eru opnar, sér maður fólk á sveimi. En eftir klukkan 17, þegar þeim hefur verið lokað, er sorglegt að horfa út. Það er enginn úti.“

Fangelsi og fjársektir liggja við broti á útgöngubanni

Skíðabærinn Ischgl hefur verið talsvert til umfjöllunar í tengslum við COVID-19 faraldurinn, en fjölmörg smit fólks víða að, meðal annars héðan frá Íslandi, hafa verið rakin þangað. Bærinn er í sama héraði og Innsbruck og segir Tryggvi að allt samneyti á milli bæja sé bannað.  Í héraðinu búa um 750.000 manns og þar eru um 280 borgir og bæir, sumir mjög fámennir og litlir. Verði fólk uppvíst að því  að fara á milli bæja geti það átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsisvist, að sögn Tryggva. 

Mikil aukning hefur orðið á smitum í landinu undanfarna daga. Í dag höfðu um 4.800 smit verið staðfest  og 25 hafa látist í landinu af völdum veirunnar. Tryggvi segir að austurrísk heilbrigðisyfirvöld og ráðmenn í héraðinu hafi verið gagnrýndir harðlega fyrir viðbrögð sín. „Það var ekkert verið að taka almennilega á þessu til að byrja með, miðað við það sem var í öðrum löndum. Síðan tóku yfirvöld við sér.“

Stendur á svölunum og talar við nágranna sína

Tryggvi starfar sem verkfræðingur hjá fyrirtæki sem framleiðir róbóta fyrir skurðaðgerðir og ýmsa heilbrigðisþjónustu. Hann hefur unnið heima í rúma viku, hann býr einn og segist sakna samneytis við fólk, þrátt fyrir tíða fjarfundi í vinnunni og rafræn samskipti og símtöl við vini og ættingja. „Ég hef staðið úti á svölum og talað við nágranna mína. Ég hef kynnst þeim miklu betur undanfarna daga. Það er þó eitthvað gott við þetta.“

Enginn á ferliTryggvi tók myndina af svölum sínum í morgun. Gatan sem hann býr við er að öllu jöfnu afar fjölfarin, en nú er þar varla nokkur á kreiki.
Auðar götur„Á daginn, á meðan búðir eru opnar, sér maður fólk á sveimi. En eftir klukkan 17, þegar þeim hefur verið lokað, er sorglegt að horfa út. Það er enginn úti.“
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár