Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðgerðir verða hertar

Hert­ar að­gerð­ir til að hindra út­breiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins verða kynnt­ar í kvöld eða á morg­un og munu sér­stak­lega bein­ast að þeim stöð­um þar sem mik­il nánd er á milli fólks. Þá gætu þær átt eft­ir að hafa enn meiri áhrif á skólastarf en nú er.

Aðgerðir verða hertar

Aðgerðir stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónaveirufaraldursins verða hertar. Þetta var tilkynnt á fundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þessar aðgerðir verða kynntar í kvöld eða á morgun og munu sérstaklega beinast að þeim stöðum þar sem mikil nánd er á milli fólks.

Þá gætu þær átt eftir að hafa enn meiri áhrif á skólastarf en nú er.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði að aðgerðirnar myndu  beinast að stöðum þar sem mikil nánd er á milli starfsfólks og viðskiptavina eins og til dæmis í litlum verslunum og þær gætu átt eftir að hafa þau áhrif að einhver starfsemi myndi lokast. Til greina kæmi að herða enn frekar reglur um skólastarf í leik- og grunnskólum. Tilvik væru um að heilbrigðisstarfsfólk kæmist ekki til vinnu sinnar vegna þeirra takmarkana sem gerðar hafa verið á skólastarfi og hugsanlega þyrfti að grípa til forgangslista almannavarna sem heilbrigðisstarfsfólk er meðal annars á.
Nú hafa 473 smit verið staðfest, 457 eru í einangrun og 5.448 í sóttkví. Tólf eru á sjúkrahúsi, 16 er batnað, 753 hafa lokið sóttkví og 9.768 sýni hafa verið tekin. 

Látið af valkvæðum aðgerðum

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði af þeim tólf, sem lægju inni á spítalanum með COVID-19 sýkingu, væri  einn á gjörgæslu.

Alma Möller land­læknir sagði á fundinum að verið væri að end­ur­skipu­leggja þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins, meðal annars væri verið að undirbúa að láta af val­kvæðum skurð­að­gerðum og öðrum inn­grip­um sem ­sem ekki væru brýn.  Hún ítrek­aði að allar aðgerð­ir, ­sem ekki þyldu bið , yrðu að sjálf­sögðu gerð­ar.

Að sögn Ölmu er ekki búið að uppfæra spálíkan íslenskra stjórnvalda varðandi áhrif COVID-19 faraldursins hér á landi, en væri miðað við dán­ar­tíðni á Ítalíu mætti gera ráð fyrir tutt­ug­u dauðs­föllum af völdum sjúk­dóms­ins hér. „Við erum að vona að far­ald­ur­inn fari mild­ari höndum um okk­ur,“sagði Alma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár