Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðgerðir verða hertar

Hert­ar að­gerð­ir til að hindra út­breiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins verða kynnt­ar í kvöld eða á morg­un og munu sér­stak­lega bein­ast að þeim stöð­um þar sem mik­il nánd er á milli fólks. Þá gætu þær átt eft­ir að hafa enn meiri áhrif á skólastarf en nú er.

Aðgerðir verða hertar

Aðgerðir stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónaveirufaraldursins verða hertar. Þetta var tilkynnt á fundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þessar aðgerðir verða kynntar í kvöld eða á morgun og munu sérstaklega beinast að þeim stöðum þar sem mikil nánd er á milli fólks.

Þá gætu þær átt eftir að hafa enn meiri áhrif á skólastarf en nú er.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði að aðgerðirnar myndu  beinast að stöðum þar sem mikil nánd er á milli starfsfólks og viðskiptavina eins og til dæmis í litlum verslunum og þær gætu átt eftir að hafa þau áhrif að einhver starfsemi myndi lokast. Til greina kæmi að herða enn frekar reglur um skólastarf í leik- og grunnskólum. Tilvik væru um að heilbrigðisstarfsfólk kæmist ekki til vinnu sinnar vegna þeirra takmarkana sem gerðar hafa verið á skólastarfi og hugsanlega þyrfti að grípa til forgangslista almannavarna sem heilbrigðisstarfsfólk er meðal annars á.
Nú hafa 473 smit verið staðfest, 457 eru í einangrun og 5.448 í sóttkví. Tólf eru á sjúkrahúsi, 16 er batnað, 753 hafa lokið sóttkví og 9.768 sýni hafa verið tekin. 

Látið af valkvæðum aðgerðum

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði af þeim tólf, sem lægju inni á spítalanum með COVID-19 sýkingu, væri  einn á gjörgæslu.

Alma Möller land­læknir sagði á fundinum að verið væri að end­ur­skipu­leggja þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins, meðal annars væri verið að undirbúa að láta af val­kvæðum skurð­að­gerðum og öðrum inn­grip­um sem ­sem ekki væru brýn.  Hún ítrek­aði að allar aðgerð­ir, ­sem ekki þyldu bið , yrðu að sjálf­sögðu gerð­ar.

Að sögn Ölmu er ekki búið að uppfæra spálíkan íslenskra stjórnvalda varðandi áhrif COVID-19 faraldursins hér á landi, en væri miðað við dán­ar­tíðni á Ítalíu mætti gera ráð fyrir tutt­ug­u dauðs­föllum af völdum sjúk­dóms­ins hér. „Við erum að vona að far­ald­ur­inn fari mild­ari höndum um okk­ur,“sagði Alma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu