Þá gætu þær átt eftir að hafa enn meiri áhrif á skólastarf en nú er.
Látið af valkvæðum aðgerðum
Alma Möller landlæknir sagði á fundinum að verið væri að endurskipuleggja þjónustu heilbrigðiskerfisins, meðal annars væri verið að undirbúa að láta af valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum inngripum sem sem ekki væru brýn. Hún ítrekaði að allar aðgerðir, sem ekki þyldu bið , yrðu að sjálfsögðu gerðar.
Að sögn Ölmu er ekki búið að uppfæra spálíkan íslenskra stjórnvalda varðandi áhrif COVID-19 faraldursins hér á landi, en væri miðað við dánartíðni á Ítalíu mætti gera ráð fyrir tuttugu dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hér. „Við erum að vona að faraldurinn fari mildari höndum um okkur,“sagði Alma.
Athugasemdir