Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Við erum í fótbolta mjög lengi, í þrjá tíma“

Þeir Ottó Örn Ragn­ars­son, Jakob Már Kjart­ans­son og Al­ex­and­er Sig­ur­steins­son eru all­ir níu ára og eru í 4. bekk í Vatns­enda­skóla í Kópa­vogi. Skóla­dag­ur­inn þeirra hef­ur nú ver­ið stytt­ur um tvo tíma á dag og þeir fara í skól­ann þrjá daga í viku. All­ar íþróttaæf­ing­ar þeirra hafa fall­ið nið­ur, en fé­lag­arn­ir eru iðn­ir við að finna sér eitt­hvað fyr­ir stafni og hafa lært nokk­ur ný orð með því að fylgj­ast grannt með frétt­um af út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar.

„Við erum í fótbolta mjög lengi, í þrjá tíma“
Þrír félagar Skóladagurinn hjá Ottó, Jakobi og Alexander sem eru í 4. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi hefur nú verið styttur og þeir fara núna þrjá daga í viku í skólann. Íþrótta- og skákæfingar þeirra hafa verið felldar niður og þeir hafa nú talsvert meiri frítíma en áður sem þeir nýta til ýmissa hluta. Mynd: Heiða Helgadóttir

Styttri skóladagur, tómstundastarf fellur niður og mörg ný orð í fréttum. Daglegt líf íslenskra grunnskólabarna hefur tekið talsverðum breytingum að undanförnu eftir að gripið var til aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar. 

Þeir Ottó Örn Ragnarsson, Jakob Már Kjartansson og Alexander Sigursteinsson eru allir níu ára og eru í 4. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeir æfa allir handbolta og fótbolta og stunda einnig skákæfingar af kappi, allar slíkar æfingar hafa nú fallið niður en félagarnir láta ágætlega af sér, þrátt fyrir allt, og segjast litlar áhyggjur hafa af stöðu mála.

Spurðir hvað hafi breyst í þeirra lífi undanfarið svarar Jakob að allar æfingar hafi fallið niður. 

„Skólinn styttist, alveg um tvo klukkutíma,“ bendir Ottó á. „Við erum í fríi. Það er ekkert mikið að gera,“ segir Jakob. „Við þurfum líka að taka aukaæfingar, því það eru engar æfingar,“ segir Alexander og bætir við að slíkar æfingar geri þeir vinirnir í bílskúr foreldra sinna.

Styttri skóladagur þrjá daga í viku

Félagarnir segja að búið sé að skipta árganginum þeirra niður í fleiri og smærri hópa en áður var. 

Jakob: „Þú átt ekki að fara út úr stofunni þinni nema bara til að fara á klósettið og í nesti.“

Alexander: „Og líka til að ná í eitthvað.“

„Þetta byrjaði með leðurblöku eða snák“

Ottó: „Og fara í útivist.“

Alexander: „En það má bara einn hópur fara í útivist í einu.“

Auk þess að vera búnir tveimur tímum fyrr í skólanum, eru þeir eingöngu þrjá daga vikunnar í skólanum og hafa því umtalsvert meiri frítíma nú en áður, sem þeir verja á ýmsan hátt. Jakob segist vera svolítið í tölvunni og Ottó spilar á spil.  „Við erum í fótbolta mjög lengi, í þrjá tíma,“ segir Alexander.

Þetta byrjaði með leðurblöku eða snák

Og blaðamaður Stundarinnar kom ekki að tómum kofunum hjá félögunum þegar þeir voru spurðir um ástæðu þessa alls. Þeir hafa fylgst grannt með stöðu mála og höfðu meðal annars kynnt sér uppruna kórónaveirunnar.

Ottó: „Þetta byrjaði með leðurblöku eða snák.“

Jakob: „Og svo er þetta bara búið að dreifast.“

Aðspurðir segjast þeir ekki þekkja neinn sem hefur veikst, en vinur þeirra er í sóttkví. Þá eiga þeir líka afa og ömmur í sóttkví. 

Hafa aukið við orðaforðann

Spurðir hvort þeir viti hvað orð eins og sóttkví, samkomubann, einangrun og útgöngubann þýða segjast félagarnir hafa kynnt sér það, enda hafa þeir fylgst vel með fréttum. 

 „Ég hef áhyggjur af ömmu minni og afa“ 

Jakob: „Sóttkví er þegar þú mátt ekki fara út í tvær vikur.“

Ottó: „En þú mátt samt fara í göngutúr. Bara hitta ekki neinn.“

Jakob: „Bara hitta ekki neinn í tvær vikur. Bara þann sem býr hjá þér. Útgöngubann þýðir að þú átt ekki að fara út nema fara í apótek eða versla í matinn. Samkomubann er að þú setur einhvern takmarkaðan fjölda á stað.“

Spurðir hvort þeir hafi áhyggjur svara þeir neitandi. „En ég hef áhyggjur af ömmu minni og afa,“ segir Ottó.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár