Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samkomubann fram yfir páska

Sam­komu­bann verð­ur frá og með 15. mars til að hægja á út­breiðslu Covid-19 veirunn­ar.. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi, sem Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra boð­aði til í Ráð­herra­bú­staðn­um klukk­an 11. Bann­ið var­ir fram yf­ir páska.

Samkomubann fram yfir páska
Frá blaðamannafundi heilbrigðisráðherra í morgun Samkomubann verður í fjórar vikur frá og með 15. mars. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samkomubanni verður  komið á frá 15. mars til 12. apríl til að hægja á útbreiðslu Covid-19 veirunnar.  Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðaði til í Ráðherrabústaðnum klukkan 11 í morgun.

„Við erum á fordæmalausum tímum sem kalla á fordæmalausar aðgerðir,“  sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Þau tímamót hafa orðið að sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögu um samkomubann. Þetta er í fyrsta skiptið í lýðveldissögunni,“ sagði Katrín. Hún sagðist fullviss um að samfélagið gæti tekist vel á við þetta.

Svandís sagði að bannið  væri samkvæmt lögum um sóttvarnir og verið væri að virkja heimildir sóttvarnalaga.  „Það sem um ræðir er samkomubann,“ sagði hún. Bannið myndi ekki eiga við um Leifsstöð.

Framhaldsskólum og háskólum lokað

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraSamkomur þar sem 100 manns eða fleiri koma saman verða takmarkaðar í fjórar vikur frá miðnætti 15. mars. Þetta þýðir að bannið mun vara til 12. apríl, sem er páskadagur.

Í þessu felst, sagði Svandís, að samkomur þar sem 100 manns eða fleiri koma saman verða takmarkaðar í fjórar vikur  frá miðnætti 15. mars.  Þetta þýðir að bannið mun vara til 12. apríl, sem er páskadagur. Að auki verður gerð sú krafa að þar sem fólk komi saman verði minnst tveir metrar milli fólks. 

Að auki verður skólum á háskóla- og framhaldsskólastigi lokað yfir sama tímabil. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, sagði að takmarkanir yrðu settar í grunn- og leikskólum.  Þær myndu felast í því að börn yrðu í eins litlum hópum og kostur væri á. „Þetta er útfærsla sem við hrindum í framkvæmd strax eftir hádegi í samráði við sveitarfélögin,“ sagði Lilja.

„Samkomur þar sem 100 manns eða fleiri koma saman verða takmarkaðar í fjórar vikur  frá miðnætti 15. mars“

Lögreglumenn verða ekki við stofnanir og verslanir

Á fundinum var spurt um hvort þetta ætti við um líkamsræktarstöðvar og fleiri slíka staði og hvort talið yrði þar inn og hvernig það yrði framkvæmt. Forsætisráðherra svaraði því til að lögreglumenn yrðu ekki við allar stofnanir og verslanir. Treysta yrði almenningi til að fylgja þessum tilmælum.

Á blaðamannafundiForsætisráðherra sagði að lögreglumenn yrðu ekki við allar stofnanir og verslanir til að gæta þess að þar væru ekki fleiri en 100 manns. Treysta yrði almenningi til að fylgja tilmælum.

Heilbrigðisráðherra sagði að heilbrigðiskerfið væri líklega vel undirbúið fyrir það sem framundan væri. Ekkert heilbrigðiskerfi í heiminum réði við aðstæður ef allt færi á versta veg.

„Að lokum vil ég minna á að þessar aðgerðir miða að því að draga úr faraldrinum eins og kostur er,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „ Við verndum innviðina og verndum getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við þetta.“

„Þórólfur Guðnason: Þessar aðgerðir miða að því að draga úr faraldrinum eins og kostur er“

Samkvæmt vefsíðu Embættis landlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, þar sem birtar eru upplýsingar um útbreiðslu Covid-19 veirunnar, eru nú 126 staðfest smit hér á landi, 919 eru í sóttkví og 126 í einangrun. 1.188 sýni hafa verið tekin.

Á fundi„Við erum á fordæmalausum tímum sem kalla á fordæmalausar aðgerðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Langan veg frá því að ná yfirhöndinni

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir í forstjórapistli á vefsíðu spítalans að sú farsótt, sem nú sé glímt við, reyni á. „Við erum langan veg frá því að ná yfirhöndinni í baráttunni við þennan vágest. Það mun hins vegar takast. Landspítali gegnir sérstöku og mikilvægu hlutverki í því verkefni að tryggja sem minnstan skaða vegna Covid-19 veikinnar. Það ræðst annars vegar af þjónustuhlutverki okkar, þeirri staðreynd að við höfum það starfsfólk og þá aðstöðu sem grípa þarf til þegar allt þrýtur. Hins vegar þá er Landspítali háskólasjúkrahús landsins og okkar starfsfólk þarf að beita þekkingu sinni og reynslu til að finna bestu leiðir til sigurs,“ skrifar Páll.

„Skiljanlega er fólk áhyggjufullt. Staðan er fordæmalaus, nýjar upplýsingar berast daglega og enginn getur haldið því fram að hafa öll svörin. Við þessar aðstæður þarf að samhæfa þá þekkingu sem fyrir liggur um veiruna, smitleiðir, þá sem sýktir eru og ástand þeirra. Á sama tíma þarf að huga að getu sjúkrahússins, tækjum, einangrunaraðstöðu og síðast en ekki síst vinnufærni starfsfólks á tímum sóttkvíar og mögulegrar sýkingar. Þetta kallar á hraða ákvarðanatöku.“

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár