Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Maður er hálfbjargarlaus án sinna nánustu inni á svona stofnun“

Deild­ar­stjóri hjúkr­un­ar á Grens­ás­deild Land­spít­al­ans seg­ir að álag hafi auk­ist veru­lega á starfs­fólk, nú þeg­ar að­stand­enda nýt­ur ekki við. Að­stand­end­ur fólks sem glím­ir við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar slysa eða veik­inda mega ekki koma í heim­sókn á deild­ina vegna hætt­unn­ar á út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar.

„Maður er hálfbjargarlaus án sinna nánustu inni á svona stofnun“
Sigríður og Jóna Þeim ber saman um að lífið á Grensás sé flóknara án aðstandendanna.

Frá því á mánudagsmorgun hefur enginn aðstandandi sjúklinga á Grensásdeild Landspítalans fengið að koma í heimsókn, ef frá eru taldir örfáir aðstandendur barna sem þar dvelja. Deildinni var lokað til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar, líkt og á við um aðrar deildir Landspítalans og hjúkrunarheimili. „Þetta eru hræðilegar aðstæður og mjög íþyngjandi fyrir alla,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Grensásdeild, þar sem einstaklingar dvelja sem hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Hún segir lokunina reyna á alla – sjúklingana, aðstandendur þeirra og starfsfólk.

„Þetta eru hræðilegar aðstæður og mjög íþyngjandi fyrir alla“

Undir það tekur Jóna Elísabet Ottesen sem dvelur á Grensási vegna mænuskaða sem hún hlaut eftir bílslys síðastliðið sumar. Hún segir óvenjurólegt á staðnum. Róin hafi verið notaleg fyrst um sinn en sé nú að verða einmanaleg. „Það er skrýtið að geta ekki fengið Uglu, dóttur mína, og Inga, manninn minn, og alla hina í heimsókn. En ég reyni að nota tímann öðruvísi, lesa og hlusta á bækur, og heyri í þeim á messenger í staðinn. Ég hugsa frekar um þá sem hafa það verra en ég og geta ekki fengið aðstandendur í heimsókn til sín.“

Hún segist líka sjá enn betur nú en áður hvað aðstandendur eru mikilvægir og hversu stórt hlutverk þeir spila, vegna manneklu og lágmarks umönnunar af hennar völdum. „Maður er hálfbjargarlaus án sinna nánustu inni á svona stofnun. En starfsfólkið hér stendur sig með sóma við þessar aðstæður og auðvitað finnst mér gott að það sé verið að bregðast við og passa upp á alla sjúklinga með þessum hætti.“

Þetta segir Sigríður einmitt vera það erfiðasta við heimsóknarbannið. Aðstandendur gegni gríðarmikilvægu hlutverki á deildinni. „Ættingjar eru svo ofsalega mikilvægir, sérstaklega þeir sem dvelja mikið hjá sínu fólki. Þeir eru stórkostlegir og aðstoða okkur alla daga mikið, svo nú finnum við verulega fyrir því, þegar þeirra nýtur ekki við. Við erum með öðruvísi hóp en aðrar deildir, því hér erum við með mikið af ungu fólki sem hefur fatlast af völdum slysa eða mjög alvarlegra veikinda. Það er ekki bara að kljást við og glíma við líkamleg vandamál, reyna að komast áfram og auka getu sína til að lifa eðlilegu lífi á ný, heldur er það oft ekki búið að sætta sig andlega við fötlun sína. Það er því oft að glíma við andlega erfiðleika samhliða þeim líkamlegu, sem er erfitt án þeirra nánustu. Við starfsfólkið reynum okkar besta en við getum aldrei komið í staðinn fyrir fjölskylduna. Þess vegna vinnum við alltaf þétt með fjölskyldum. Aðstæðurnar nú reynast því öllum erfiðar.“ 

„Við starfsfólkið reynum okkar besta en við getum aldrei komið í staðinn fyrir fjölskylduna“

Undaþága hefur verið gerð á heimsóknarbanninu í tilviki barna, en þá er aðstandendum gert að umgangast ekki aðra, fara helst beint heim til sín eftir heimsókn á Grensás. „Við erum að setja mjög ströng skilyrði á þessa örfáu sem fá að koma,“ segir hún. 

Sigríður segist skilja skilaboð yfirvalda svo að lokunin geti varað lengi. „Við búumst við að þetta ástand geti varað í langan tíma. Ég reikna jafnvel með mörgum vikum,“ segir hún og bætir því við að flestir taki takmörkununum vel. „Þetta er fyrst og fremst gert því fólk er hér í meiri hættu en heilbrigðir einstaklingar. Flestir sýna því skilning og fara eftir reglunum en auðvitað er einn og einn sem verður reiður. Við skiljum það líka vel. Þá kemur reiðin kannski fram vegna vanlíðunar og það eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegu ástandi.“

Þegar þetta er skrifað hafa 90 manns einstaklingar greinst með covid-19 kórónaveiruna og 700 eru í sóttkví. Ekkert smit hefur komið upp á Grensásdeild. „Það hefur ekkert smit komið upp hér og enginn hefur farið í sóttkví sem vinnur á Grensási. Það skiptir öllu máli að það komi ekki upp smit hér, svo við þraukum eins lengi og við þurfum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár