Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Maður er hálfbjargarlaus án sinna nánustu inni á svona stofnun“

Deild­ar­stjóri hjúkr­un­ar á Grens­ás­deild Land­spít­al­ans seg­ir að álag hafi auk­ist veru­lega á starfs­fólk, nú þeg­ar að­stand­enda nýt­ur ekki við. Að­stand­end­ur fólks sem glím­ir við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar slysa eða veik­inda mega ekki koma í heim­sókn á deild­ina vegna hætt­unn­ar á út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar.

„Maður er hálfbjargarlaus án sinna nánustu inni á svona stofnun“
Sigríður og Jóna Þeim ber saman um að lífið á Grensás sé flóknara án aðstandendanna.

Frá því á mánudagsmorgun hefur enginn aðstandandi sjúklinga á Grensásdeild Landspítalans fengið að koma í heimsókn, ef frá eru taldir örfáir aðstandendur barna sem þar dvelja. Deildinni var lokað til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar, líkt og á við um aðrar deildir Landspítalans og hjúkrunarheimili. „Þetta eru hræðilegar aðstæður og mjög íþyngjandi fyrir alla,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Grensásdeild, þar sem einstaklingar dvelja sem hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Hún segir lokunina reyna á alla – sjúklingana, aðstandendur þeirra og starfsfólk.

„Þetta eru hræðilegar aðstæður og mjög íþyngjandi fyrir alla“

Undir það tekur Jóna Elísabet Ottesen sem dvelur á Grensási vegna mænuskaða sem hún hlaut eftir bílslys síðastliðið sumar. Hún segir óvenjurólegt á staðnum. Róin hafi verið notaleg fyrst um sinn en sé nú að verða einmanaleg. „Það er skrýtið að geta ekki fengið Uglu, dóttur mína, og Inga, manninn minn, og alla hina í heimsókn. En ég reyni að nota tímann öðruvísi, lesa og hlusta á bækur, og heyri í þeim á messenger í staðinn. Ég hugsa frekar um þá sem hafa það verra en ég og geta ekki fengið aðstandendur í heimsókn til sín.“

Hún segist líka sjá enn betur nú en áður hvað aðstandendur eru mikilvægir og hversu stórt hlutverk þeir spila, vegna manneklu og lágmarks umönnunar af hennar völdum. „Maður er hálfbjargarlaus án sinna nánustu inni á svona stofnun. En starfsfólkið hér stendur sig með sóma við þessar aðstæður og auðvitað finnst mér gott að það sé verið að bregðast við og passa upp á alla sjúklinga með þessum hætti.“

Þetta segir Sigríður einmitt vera það erfiðasta við heimsóknarbannið. Aðstandendur gegni gríðarmikilvægu hlutverki á deildinni. „Ættingjar eru svo ofsalega mikilvægir, sérstaklega þeir sem dvelja mikið hjá sínu fólki. Þeir eru stórkostlegir og aðstoða okkur alla daga mikið, svo nú finnum við verulega fyrir því, þegar þeirra nýtur ekki við. Við erum með öðruvísi hóp en aðrar deildir, því hér erum við með mikið af ungu fólki sem hefur fatlast af völdum slysa eða mjög alvarlegra veikinda. Það er ekki bara að kljást við og glíma við líkamleg vandamál, reyna að komast áfram og auka getu sína til að lifa eðlilegu lífi á ný, heldur er það oft ekki búið að sætta sig andlega við fötlun sína. Það er því oft að glíma við andlega erfiðleika samhliða þeim líkamlegu, sem er erfitt án þeirra nánustu. Við starfsfólkið reynum okkar besta en við getum aldrei komið í staðinn fyrir fjölskylduna. Þess vegna vinnum við alltaf þétt með fjölskyldum. Aðstæðurnar nú reynast því öllum erfiðar.“ 

„Við starfsfólkið reynum okkar besta en við getum aldrei komið í staðinn fyrir fjölskylduna“

Undaþága hefur verið gerð á heimsóknarbanninu í tilviki barna, en þá er aðstandendum gert að umgangast ekki aðra, fara helst beint heim til sín eftir heimsókn á Grensás. „Við erum að setja mjög ströng skilyrði á þessa örfáu sem fá að koma,“ segir hún. 

Sigríður segist skilja skilaboð yfirvalda svo að lokunin geti varað lengi. „Við búumst við að þetta ástand geti varað í langan tíma. Ég reikna jafnvel með mörgum vikum,“ segir hún og bætir því við að flestir taki takmörkununum vel. „Þetta er fyrst og fremst gert því fólk er hér í meiri hættu en heilbrigðir einstaklingar. Flestir sýna því skilning og fara eftir reglunum en auðvitað er einn og einn sem verður reiður. Við skiljum það líka vel. Þá kemur reiðin kannski fram vegna vanlíðunar og það eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegu ástandi.“

Þegar þetta er skrifað hafa 90 manns einstaklingar greinst með covid-19 kórónaveiruna og 700 eru í sóttkví. Ekkert smit hefur komið upp á Grensásdeild. „Það hefur ekkert smit komið upp hér og enginn hefur farið í sóttkví sem vinnur á Grensási. Það skiptir öllu máli að það komi ekki upp smit hér, svo við þraukum eins lengi og við þurfum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár