Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stundin hlaut tvenn blaðamannaverðlaun

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands veitti í dag fern verð­laun vegna blaða­mennsku á síð­asta ári. Stund­in hlaut tvenn verð­laun: Fyr­ir rann­sókn­ar­blaða­mennsku ásamt Kveik á RÚV í Sam­herja­mál­inu og fyr­ir um­fjöll­un um ham­fara­hlýn­un.

Stundin hlaut tvenn blaðamannaverðlaun
Tilnefndir blaðamenn Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir, Steindór Grétar Jónsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Ingi Freyr Vilhjálmsson.

Stundin hlaut í dag tvenn blaðamannaverðlaun á verðlaunaafhendingu Blaðamannafélags Íslands. Annars vegar var Stundin verðlaunuð í flokknum umfjöllun ársins vegna greina um hamfarahlýnun og hins vegar í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins ásamt Kveik á RÚV fyrir umfjöllun um Samherjaskjölin.

Fern blaðamannaverðlaun voru veitt í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands í dag. Auk Stundarinnar voru verðlaun veitt Arnari Páli Haukssyni á Speglinum á Rás 1, í flokknum blaðamannaverðlaun Íslands, vegna umfjöllunar um kjaramál og vinnumarkað. Þá voru blaðamennirnir Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi, og Jóhann K. Jóhannsson, Kompási, Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, verðlaunuð fyrir viðtal ársins, við sautján ára stúlku sem lokuð var inni á heimili með móður sem glímdi við geðraskanir.

Umfjöllun um Samherjamálið verðlaunuð

Í rökstuðningi dómnefndar Blaðmannafélags Íslands vegna verðlauna í flokki rannsóknarblaðamennsku segir að umfjöllun um Samherjaskjölin hafi „haft mikil áhrif“.

„Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku samfélagi en umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samvinnu við Al Jazeera og Wikileaks um ásakanir á hendur Samherja“

Verðlaunin voru veitt Aðalsteini Kjartanssyni, Helga Seljan og Stefáni Drengssyni hjá Kveik, og svo Inga Frey Vilhjálmssyni hjá Stundinni. „Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku samfélagi en umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samvinnu við Al Jazeera og Wikileaks um ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Umfjöllunin byggði staðhæfingum fyrrum starfsmanns Samherja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengileg almenningi á netinu samhliða birtingu frétta af málinu. Umfjöllunin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlendis.“

Umfjöllun ársins um hamfarahlýnun

Þá voru Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir, og Steindór Grétar Jónsson verðlaunuð fyrir „yfirgripsmikla og vandaða umfjöllun um fyrirséðar afleiðingar og birtingarmyndir loftslagsvár hér á landi og víðar, aðgerðir stjórnvalda og viðleitni einstaklinga til þess að vega upp á móti skaðlegum umhverfisáhrifum sem stafað geta af daglegu lífi fólks.“

Í umfjölluninni var meðal annars fjallað um afleiðingar loftslagsvandans fyrir Ísland og Íslendinga, rætt við fólk sem breytt hefur lífi sínu í þágu baráttunnar gegn hamfarahlýnun og rýnt í aðgerðir stjórnvalda.

Alls hlutu sex blaðamenn tilnefningu til verðlauna vegna umfjallana í Stundinni í fyrra. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, blaðamaður Stundarinnar, var einnig tilnefnd í flokknum blaðamannaverðlaun Íslands, „fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir“.

Tilkynning um blaðamannverðlaun

Rökstuðningur og val dómnefndar Blaðamannafélags Íslands

Besta umfjöllun

Verðlaunin hlutu þau Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir, og Steindór Grétar Jónsson, Stundinni, fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Rök dómnefndar voru eftirfarandi: „Í yfirgripsmikilli og vandaðri umfjöllun fjalla blaðamenn Stundarinnar um fyrirséðar afleiðingar og birtingarmyndir loftslagsvár hér á landi og víðar, aðgerðir stjórnvalda og viðleitni einstaklinga til þess að vega upp á móti skaðlegum umhverfisáhrifum sem stafað geta af daglegu lífi fólks.“

Aðrir tilnefnir í þessum flokki voru Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV, fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían og þeir Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fyrir umfjöllun um efnahagsmál

Viðtal ársins

Verðlaunin hljóta þau Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi, og Jóhann K. Jóhannsson, Kompási, Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir viðtal og umfjöllun um barn sem var lokað inni á heimili með geðveikri móður. Rök dómnefndar voru eftirfarandi: „Vandað viðtal við 17 ára stúlku, Margréti Lillý Einarsdóttur, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti við bæði geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið vakti verðskuldaða athygli og var fylgt eftir með fjölda frétta um stöðu barna í viðkvæmri stöðu, starfsemi barnaverndarnefnda og fleiri þætti og leiddi meðal annars til þess að bæjarstjóri Seltjarnarness baðst formlega afsökunar á því hvernig staðið var að málum í tilviki Margrétar Lillýar.“

Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson lögmann og Ari Brynjólfsson, Fréttablaðinu, fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra.

Rannsóknarblaðamennska

Verðlaunin hljóta þeir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson, Kveik og Stundinni, fyrir umfjöllun um Samherjamálið. Rök dómnefndar eru eftirfarandi: „Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku samfélagi en umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samvinnu við Al Jazeera og Wikileaks um ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Umfjöllunin byggði staðhæfingum fyrrum starfsmanns Samherja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengileg almenningi á netinu samhliða birtingu frétta af málinu. Umfjöllunin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlendis.“

Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru þeir Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson, Kveik, fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson, Morgunblaðinu, fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um sama mál.

Blaðamannaverðlaun ársins

Verðlaunin hlýtur Arnar Páll Hauksson, Speglinum, RÚV, fyrir umfjöllun um kjaramál.Rök dómnefndar voru eftirfarandi: „Arnar Páll hefur af djúpri þekkingu og áralangri yfirsýn fjallað um kjaramál með afar vönduðum hætti í ótal fréttum og fréttaskýringum á tímum mikils umróts á vinnumarkaði. Hann hefur fjallað ítarlega um hugmyndir og tillögur sem lagðar hafa verið fram í kjaraviðræðum og flytur iðulega fyrstu fréttir af þróun mála.“

Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Guðrún Hálfdánardóttir, mbl.is, fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stundinni, fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár