Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Áratugalangri sögu bæjarblaða lokið?

„Bæj­ar­blöð hafa alltaf ver­ið mik­il­væg­ur hluti af bæj­ar­menn­ing­unni í Hafnar­firði og ég held að mörg­um þætti leitt að sjá ef þau hyrfu.“ Þetta seg­ir Olga Björt Þórð­ar­dótt­ir, rit­stjóri og út­gef­andi Hafn­firð­ings, sem seg­ir að rekstr­ar­grund­vell­in­um hafi ver­ið kippt und­an blað­inu með ákvörð­un Pósts­ins um að hætta að dreifa því.

Áratugalangri sögu bæjarblaða lokið?
Olga Björt Þórðardóttir Hún segir það þversögn að á sama tíma og rætt sé um að styrkja sjálfstæða fjölmiðla sé rekstrargrundvellinum kippt undan þeim. Mynd: Ólafur Már Svavarsson.

Áratugalangri sögu bæjarblaða í Hafnarfirði lýkur hugsanlega í byrjun maí. Ástæðan er ákvörðun Póstsins um að hætta dreifingu fjölpósts á höfuðborgarsvæðinu og víðar, en bæjarblöð falla undir þá skilgreiningu. Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri bæjarblaðsins Hafnfirðings sem kemur út tvisvar í mánuði, segir það þversögn að á sama  tíma og rætt sé um að styrkja sjálfstæða fjölmiðla sé rekstrargrundvellinum kippt undan þeim.

Olgu var tilkynnt um þessa ákvörðun Póstsins í lok janúar, en í henni felst að dreifingu á ónafnmerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi verður hætt. Ástæðan er sparnaður og með breytingunni verða á fjórða tug starfa lögð niður.  „Ég fékk að vita með þriggja mánaða fyrirvara að fyrirtækið myndi ekki lengur dreifa blaðinu mínu frá og með 1. maí, sem er mjög stuttur frestur í svona viðkvæmum rekstri,“ segir Olga. „ Þetta finnst mér stórfurðuleg ákvörðun hjá ríkisfyrirtæki og ég set líka spurningarmerki við að flokka bæjarblað með ritstjórnarefni á sama hátt og dreifimiða um auglýsingar og tilboð. Stærstu bæjarblöð á landinu eru á Suðvesturhorninu.“

„Ég set spurningarmerki við að flokka bæjarblað með ritstjórnarefni á sama hátt og dreifimiða um auglýsingar og tilboð“

Að sögn Olgu er Póstdreifing eina fyrirtækið sem dreifir slíkum pósti á höfuðborgarsvæðinu. „Ég hef átt í viðræðum við þau um áframhaldandi dreifingu, en það myndi kosta mig talsvert meira. Auk þess yrði blaðinu eingöngu dreift á heimili, en ekki í fyrirtæki, eins og verið hefur fram að þessu. Ég hef ekki möguleika á að leita tilboða þar sem þetta er eina fyrirtækið á þessu sviði. Þarna er ríkisfyrirtæki að hætta að veita tiltekna þjónustu, en það býður enginn sambærilega þjónustu í staðinn.“

Skorar á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði

Í leiðara nýjasta  tölublaðs Hafnfirðings sem kom út í dag skrifar Olga að það skjóti skökku við að á sama tíma og fyrir liggi frumvarp um stuðning  til einkarekinna fjölmiðla kippi fyrirtæki í eigu ríkisins stoðunum undan sjálfri dreifingunni. „Dreifingin er annað af meginskilyrðunum sem þarf að uppfylla til að eiga rétt á umræddum stuðningi,“ skrifar Olga. „Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur auk þess hríðversnað á skömmum tíma með tilkomu samfélagsmiðla.“

Olga segir að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafi verið henni mikil stoð í þessum rekstri og að hún hafi verið í góðu samstarfi við þau. „Ég skora á bæjaryfirvöld að láta sig þetta mál varða og að eiga samtal við stjórnvöld.“

„Bæjarblöð hafa alltaf verið mikilvægur hluti af bæjarmenningunni í Hafnarfirði “

Olga hefur  verið ritstjóri Hafnfirðings frá árinu 2017 og eigandi blaðsins síðan í byrjun síðasta árs. Hún segir að bæjarblöð hafi verið gefin út í bænum í áratugi, en nú sé Hafnfirðingur eina prentaða blaðið sem eftir er. Að öllu óbreyttu leggist útgáfa þess niður í lok apríl  „Bæjarblöð hafa alltaf verið mikilvægur hluti af bæjarmenningunni í Hafnarfirði og ég held að mörgum þætti leitt ef þau hyrfu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár