Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kaupfélagið setti tugi millljóna í markaðsstarf á íslenskum mat í Katar

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga stofn­aði fé­lag­ið Scandi­navi­an Finest í Kat­ar. Fé­lag­ið átti að selja skyr, lamba­kjöt og ís­lensk­an fisk til emír­dæm­is­ins. Eng­ar upp­lýs­ing­ar eru um fé­lag­ið í árs­reikn­ing­um kaup­fé­lags­ins.

Kaupfélagið setti tugi millljóna í markaðsstarf á íslenskum mat í Katar
Horft til Katar Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, hefur horft til Rússlands í sölu og markaðsstafi fyrirtækisins en það hefur einnig fjárfest í markaðssetningu á íslenskum matvælum í emírdæminu Katar. Þórólfur sést hér með Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni KS.

Kaupfélag Skagfirðinga setti tugi milljóna króna í markaðsstarf á íslenskum matvælum í  Katar á Arabíuskaganum í árslok 2019. Kaupfélagið stofnaði sérstakt félag, Scandinavian Finest, í Katar ásamt samstarfsaðilum sínum utan um verkefnið sem gekk út á að opna fyrir möguleikana á því að selja íslenskt lambakjöt, skyr, eldislax og -bleikju, og þorsk til Mið-Austurlanda. Að stóru leyti var því um að ræða vörur frá fyrirtækjum sem Kaupfélag Skagfirðinga á að ölllu leyti eða að hluta, meðal annars Mjólkursamsölunni, þar sem kaupfélagið er næststærsti hluthafinn á eftir sameignarfélagi kúabænda, Auðhumlu. 

Félagið stóð meðal annars fyrir sérstakri kynningarhelgi á matvælunum á hóteli í höfuðborg Katar, Doha, undir heitinu „Icelandic weekend“ þar sem 500 manns var boðið í mat samkvæmt Magnúsi Jónatanssyni, athafnamanni og einum af forsvarsmönnum verkefnisins. Tengiliður kaupfélagsins og íslenskra samstarfsaðila þess var katarskur viðskiptamaður að nafni Abdel Hadel Elsami. „Við héldum þarna fyrstu Íslandskynninguna í Mið-Austurlöndum og gerðum flotta hluti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu