Kaupfélag Skagfirðinga setti tugi milljóna króna í markaðsstarf á íslenskum matvælum í Katar á Arabíuskaganum í árslok 2019. Kaupfélagið stofnaði sérstakt félag, Scandinavian Finest, í Katar ásamt samstarfsaðilum sínum utan um verkefnið sem gekk út á að opna fyrir möguleikana á því að selja íslenskt lambakjöt, skyr, eldislax og -bleikju, og þorsk til Mið-Austurlanda. Að stóru leyti var því um að ræða vörur frá fyrirtækjum sem Kaupfélag Skagfirðinga á að ölllu leyti eða að hluta, meðal annars Mjólkursamsölunni, þar sem kaupfélagið er næststærsti hluthafinn á eftir sameignarfélagi kúabænda, Auðhumlu.
Félagið stóð meðal annars fyrir sérstakri kynningarhelgi á matvælunum á hóteli í höfuðborg Katar, Doha, undir heitinu „Icelandic weekend“ þar sem 500 manns var boðið í mat samkvæmt Magnúsi Jónatanssyni, athafnamanni og einum af forsvarsmönnum verkefnisins. Tengiliður kaupfélagsins og íslenskra samstarfsaðila þess var katarskur viðskiptamaður að nafni Abdel Hadel Elsami. „Við héldum þarna fyrstu Íslandskynninguna í Mið-Austurlöndum og gerðum flotta hluti …
Athugasemdir