Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ætlar að verja starfsfólk RÚV fyrir áreiti og árásum

Nýj­um út­varps­stjóra, Stefáni Ei­ríks­syni, þyk­ir vænt um þá lýs­ingu sem hann hef­ur heyrt á sjálf­um sér, að hann taki starf sitt al­var­lega en sjálf­an sig minna. Þá gengst hann við þeirri lýs­ingu að hann sé í senn íhalds­sam­ur og nýj­unga­gjarn. Sem út­varps­stjóri ætl­ar hann að leggja áherslu á að hann sjálf­ur og stofn­un­in verði op­in og að­gengi­leg. Hann seg­ist að­eins hafa eitt leyni­markmið í starfi, sem hann gef­ur ekki ann­að upp um en að það teng­ist Eurovisi­on.

Ætlar að verja starfsfólk RÚV fyrir áreiti og árásum

Það þurfti nokkrar atrennur að því að hitta á Stefán Eiríksson í aðdraganda samtalsins sem hér greinir frá. Hann hafði í nógu að snúast, enda á síðustu dögum sínum sem borgarritari í Reykjavík og í óðaönn að undirbúa nýja tíma sem útvarpsstjóri. Það var ekki síst veðrið sem kom í veg fyrir fundinn. Stefán vitnaði í Ragga Bjarna heitinn þegar hann sannfærði blaðamann Stundarinnar um að ekki væri ráð að hittast á degi rauðrar viðvörunar, heldur bíða betri tíma: „Það hvessir, það rignir, en það styttir alltaf upp og lygnir“ skrifaði hann í tölvupósti. Það var ekki í síðasta sinn sem hann átti eftir að vitna í vinsæla popplagatexta í samtalinu, sem hann hefur gert áður til að lýsa hug sínum til ýmissa mála. 

Viðtalið fór fram á skrifstofu Stundarinnar að beiðni Stefáns því hann vildi nota tækifærið til að hitta starfsfólk blaðsins. Hann sagðist nefnilega hafa áhuga á að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár