Það þurfti nokkrar atrennur að því að hitta á Stefán Eiríksson í aðdraganda samtalsins sem hér greinir frá. Hann hafði í nógu að snúast, enda á síðustu dögum sínum sem borgarritari í Reykjavík og í óðaönn að undirbúa nýja tíma sem útvarpsstjóri. Það var ekki síst veðrið sem kom í veg fyrir fundinn. Stefán vitnaði í Ragga Bjarna heitinn þegar hann sannfærði blaðamann Stundarinnar um að ekki væri ráð að hittast á degi rauðrar viðvörunar, heldur bíða betri tíma: „Það hvessir, það rignir, en það styttir alltaf upp og lygnir“ skrifaði hann í tölvupósti. Það var ekki í síðasta sinn sem hann átti eftir að vitna í vinsæla popplagatexta í samtalinu, sem hann hefur gert áður til að lýsa hug sínum til ýmissa mála.
Viðtalið fór fram á skrifstofu Stundarinnar að beiðni Stefáns því hann vildi nota tækifærið til að hitta starfsfólk blaðsins. Hann sagðist nefnilega hafa áhuga á að …
Athugasemdir