Ragnar Bjarnason. Raggi Bjarna. Hann stóð á sviðinu í meira en sjö áratugi, skemmti, gladdi, söng og spilaði. Í fari hans bjó eitthvað óútskýranlegt sem gerði það að verkum að allri íslensku þjóðinni fannst að hún hefði misst einhvern nákominn þegar fregnir bárust af andláti hans 25. febrúar síðastliðinn.
Einar Örn Magnússon, laganemi í Háskóla Íslands og barnabarnabarn Ragga, segir að hreinskilni og einstök hlýja hafi einkennt langafa hans. „Hann var svo hreinskilinn. Þess vegna náði hann svona vel til fólks,“ segir Einar. Þeir langfeðgarnir sungu og spiluðu saman, bæði opinberlega og við ýmis persónuleg tækifæri, meðal annars í reglulegum pönnukökuboðum á heimili foreldra Einars þar sem hann segir að langafi sinn hafi notið sín vel og verið óspar á rjómann á pönnukökurnar. „Hann var mikill sælkeri, hann „lá í rjómanum“ og elskaði að vera með fjölskyldunni.“
Einar, sem er 21 árs, segir að 64 ára aldursmunur hafi ekki komið …
Athugasemdir