Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

BSRB samþykkir verkfall

Verk­falls­að­gerð­ir 15.400 fé­laga í 15 að­ilda­fé­lög­um BSRB hefjast 9. mars, hafi samn­ing­ar ekki tek­ist fyr­ir þann tíma. Verk­fall­ið mun hafa áhrif á starf­semi Land­spít­ala, leik- og grunn­skóla og frí­stunda­heim­ila. Um er að ræða bæði tíma­bundn­ar og ótíma­bundn­ar að­gerð­ir.

BSRB samþykkir verkfall
Sonja Ýr Þorbergsdóttir Verkfall BSRB hefst í mars að óbreyttu. Mynd: Aðsend/BSRB

Verkfallsaðgerðir félaga í 15 aðildarfélögum BSRB hefjast 9. mars, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þetta var niðurstaða atkvæðagreiðslu sem lauk í gær, þar sem 87,6% þeirra sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls.

Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi Landspítala, leik- og grunnskóla og frístundaheimila og um er að ræða bæði tímabundnar og ótímabundnar aðgerðir.  Annars vegar mun meirihluti félagsmanna hjá ríkinum, Sambandi íslenskra  sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf dagana 9., 10., 17., 18., 24., 26. og 31. mars og 1. apríl. Hins vegar munu smærri hópar starfsmanna fara í ótímabundið verkfall frá og með 9. mars. Meðal þeirra eru starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu, auk Akraness.

Í tilkynningu frá BSRB segir að reikna megi með að frístundaheimilin verði lokuð frá upphafi verkfalls. Að auki eru í þessum hópi starfsmenn Ríkisskattstjóra og sýslumannsembætta um allt land.

Hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn aðildarfélaga BSRB, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, fara í ótímabundið allsherjarverkfall. Félögin hafa verið án kjarasamnings frá 1. apríl í fyrra og munu kjarasamningsviðræður halda áfram.

Að meðaltali  tóku um 69% félagsmanna hvers aðildarfélags þátt í atkvæðagreiðslunni. Innan BSRB eru 17 félög , hjá einu félaganna Starfsmannafélagi Garðabæjar var þátttaka í atkvæðagreiðslunni ekki næg. Atkvæðagreiðsla hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur enn yfir.

Sjúkraliðafélagið er eitt þeirra aðildarfélaga BSRB sem samþykkti verkfallsboðunina  Um 89,4% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu boðun verkfalls hjá ríkinu. Um 5,8% voru andvíg boðun verkfalls og 4,7% tóku ekki afstöðu.

Einnig var kosið um verkfallsboðun hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Akureyrarbæ. Um 90,4% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu verkfallsboðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár